Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 36
E in stærsta breytingin frá því fyrir 30 árum er sú að það hefur orðið vakning, eða almennur skilningur á mikilvægi sálgæslu og and-legs stuðnings þegar fólk verður fyrir áföllum,“ segir Hulda Guð- mundsdóttir formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð sem eru 30 ára í dag. Í tilefni afmælisins verður opið hús og kvöldkaffi í safnaðarsal Háteigs- kirkju sem hefst klukkan 20. Þau sem notið hafa stuðnings samtakanna eru velkomin, sem og þau sem unnið hafa fyrir samtökin þessi 30 ár frá stofnun þeirra, sérstaklega frumkvöðlahópur- inn, bendir Hulda á. „Nú þykir sjálfsagt og eðlilegt að leita sér stuðnings ef maki eða barn deyr, eða annar sem stendur hjartanu nærri. Vandinn er bara sá að það fer mikið eftir því hvernig dauðann ber að, hversu markvissa aðhlynningu aðstandandi fær. Þau sem missa skyndilega sitja ekki við sama borð og hin þar sem aðdrag- andi er að andláti. Til að útskýra hvað ég á við get ég nefnt að ef andlát ber að inni á sjúkra- stofnun, eftir t.d. langvarandi krabba- meinsmeðferð, þá fá aðstandendur góðan stuðning frá viðkomandi sjúkra- húsi og geta leitað ráðgjafar og stuðnings hjá félögum eins og Krabbameinsfélag- inu, Krafti og Ljósinu alveg frá því að veikindi koma upp og eftir að sjúklingur deyr. Ef andlát verður hins vegar skyndi- lega, t.d. af slysförum, þá er ekkert net sem grípur aðstandendur og þeir geta lent í hræðilega einangrandi stöðu, án allrar aðstoðar. Þetta á ekki síst við um fólk sem kærir sig ekki um trúarlega aðkomu, en prestar eru jú sú stétt sem hefðin sýnir að kallaðir eru til, þegar dauðsföll verða.“ Hún segir að samfélagið þurfi að gera betur og að samtökin hafi hugsað um þetta á afmælisárinu. „Til að byrja með teljum við mikilvægt að hjálparsíminn 1717 hafi upplýsingar um úrræði, þann- ig að þau sem verða fyrir dauðsfalli sinna nánustu viti að í hjálparsímanum 1717 fáist svör við því hvert hægt er að leita eftir stuðningi í sorginni. Hjá 1717 verði upplýsingabanki um viðurkennda stuðningsaðila. Sá stimpill er mikilvægur til að tryggja fagmennsku í þjónustunni. Í náinni framtíð þarf svo að ákveða hvort hægt er að samhæfa betur þá krafta sem í dag eru dálítið á tvist og bast þegar kemur að stuðningi í sorg.“ Hún segist vilja sjá Sorgarmiðstöð taka til starfa þar sem hlúð verði að fólki eftir smærri og stærri áföll. Samhljómur sé meðal stuðningsaðila um þetta. „Gild rök eru fyrir því að góður stuðningur geti dregið úr dýrkeyptum afleiðingum sorgar og áfalla sem upp geta komið, ef enginn úrvinnsla fylgir. Það væri e.t.v. ekki úr vegi að hefja umræðu um þetta lýðheilsumál við nýjan heilbrigðisráð- herra, Svandísi Svavarsdóttur, áður en afmælisárið er liðið.“ benediktboas@365.is Stuðningur mikilvægur þegar sorgin knýr dyra Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, er 30 ára í dag. Þrettán manns komu að stofnun samtakanna og hittist sá kjarni enn. Í tilefni afmælisins verður opið hús í safnað- arsal Háteigskirkju. Ákveða þarf hvernig má samhæfa krafta þeirra sem veita stuðning. Sigfinnur Þorleifsson, fyrsti formaður félagsins, og núverandi formaður, Hulda Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/EyÞór Nú þykir sjálfsagt og eðlilegt að leita sér stuðnings ef maki eða barn deyr, eða annar sem stendur hjartanu nærri. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Nanna Lára Pedersen lést á hjúkrunarheimilinu Eir síðastliðinn þriðjudag. Reynir Olgeirsson Karlína Friðgeirsdóttir Níels Sigurður Olgeirsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigrún Olgeirsdóttir Ásgeir Árnason Bryndís Olgeirsdóttir Þorvaldur Hermannsson Salvör Lára Olgeirsdóttir Þorsteinn Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hörður Sveinbjörnsson Hörður fæddist í Vesturkoti á Skeiðum 14. nóvember 1956. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Tallbacken í Trollhättan, Svíþjóð, 30. nóvember 2017. Minningarathöfn fer fram í Iðnó í Reykjavík föstudaginn 15. desember 2017 klukkan 14. Ástvinir afþakka blóm og kransa, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Torill Nordwall Fannar Snær Harðarson Hildur Sveinsdóttir Freyja Fannarsdóttir Fönn Fannarsdóttir Áslaug Rún Harðardóttir Ola Gustaf Nolåker Tor Alvar Erik Nolåker Ísar Fergus Peter Nolåker Helena Huld Harðardóttir Magnus Salama María Sif Harðardóttir Ebba Olsson Wikdahl Þorbjörg Rós Bjarnadóttir Anders Fogelberg Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Elís Gunnar Þorsteinsson afi Elli, f. 5. júlí 1929, Gullsmára 9, Kópavogi, fyrrverandi bóndi á Hrappsstöðum í Dalasýslu og verkstjóri Vegagerðarinnar í Búðardal, lést 3. desember. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir Leifur Steinn Bjarnheiður Alvilda Þóra Gilbert Hrappur Guðrún Vala Elskulegi faðir okkar, bróðir og mágur, Sigurjón Kristmannsson f. 23. janúar 1955, lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. nóvember 2017. Kveðjuathöfn hefur farið fram og þeim sem vilja minnast hans er bent á Klúbbinn Geysi. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Hátúni 10b. Gísli Már Sigurjónsson Kristjana Sigurjónsdóttir Sigrún H. Kristmannsd. Landvall Peter Landvall Stefán Sólmundur Kristmannss. Johanna Engelbrecht Gísli Ólafsson Katrín G. Sigurðardóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Báru Bjargar Oddgeirsdóttur Álftamýri 19, Reykjavík. Gunnar Gregor Þorsteinsson Kristín Birgitta Gunnarsdóttir Marteinn Stefánsson Helga Gregor Gunnarsdóttir Jónas Þórðarson Katrín Erla Gregor Gunnarsdóttir Elís Rúnarsson og ömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalheiður Jónsdóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 28. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur þakka veitta samúð og vinarhug. Haraldur Sæmundsson Elín A. Eltonsdóttir Hrafn Sveinbjörnsson Sigurlína Kristín Scheving Helga Haraldsdóttir Hróðmar I. Sigurbjörnsson Hrefna Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Halla Haraldsdóttir Víðir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir frá Garði, lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi 4. desember. Útförin fer fram frá Hrunakirkju föstudaginn 15. desember kl. 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Ragnheiður Einarsdóttir Sigurdór Karlsson Örn Einarsson Marit Einarsson Björn Hreiðar Einarsson Margrét Óskarsdóttir Hallgrímur Einarsson Elísabet Reynisdóttir Eiður Örn Hrafnsson Hrönn Sigurðardóttir 8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r24 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 E -8 0 9 4 1 E 6 E -7 F 5 8 1 E 6 E -7 E 1 C 1 E 6 E -7 C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.