Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 18
Leiðari ritstjóra Fréttablaðsins, Kristínar Þorsteinsdóttur sl. laugardag er helgaður erindi
mínu á síðasta aðalfundi Dómara-
félags Íslands. Þar gerði ég að umtals-
efni ítrekaðan neikvæðan fréttaflutn-
ing blaðsins af málefnum dómara og
dómstóla, meðal annars umfjöllun
blaðsins um launamál dómara í árs-
byrjun 2016. Í leiðaranum er vísað
til þess að hvorki fjölmiðlanefnd né
siðanefnd blaðamanna hafi fundið
nokkuð að fréttaflutningi blaðsins
og því sé engu líkara en undirritaður
halli vísvitandi réttu máli. Þetta er
talið ósæmandi formanni félags
dómara.
Hinn 5. febrúar 2016 birti Frétta-
blaðið frétt um launamál dómara
undir fyrirsögninni: „Laun hækkuðu
um 38% í fyrra“. Í undirfyrirsögn
sagði svo: „Eftirlaun dómara hækk-
uðu um alls 38% í fyrra með tveimur
ákvörðunum kjararáðs. Meðalhækk-
un eftirlauna hjá ríkinu var 11,8%.
Sanngjörn og eðlileg hækkun, segir
formaður Dómarafélagsins.“ Um var
að ræða fjórðu frétt blaðsins á þess-
um nótum frá áramótum og hafði
þetta meðal annars leitt til þess að
miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun þar
sem harðlega var mótmælt „meira en
40% hækkun á launum dómara“ og
þess krafist að settir yrðu á hátekju-
skattar til að stemma stigu við „ofur-
launum“. Sama dag ritaði ég aðstoð-
arritstjóra Fréttablaðsins tölvuskeyti
þar sem ég kvartaði yfir því að enn á
ný væri á síðum blaðsins fjallað með
villandi hætti um launamál dómara
og án þess að leitað væri viðbragða
Dómarafélagsins eða annarra sem
gætu varpað ljósi á málið. Óskaði ég
eftir því að stutt athugasemd mín,
sem fylgdi með bréfinu, yrði tafar-
laust birt, en þar kom m.a. fram að
raunhækkun launa dómara hefði
verið um 6-7%.
Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins
svaraði erindi mínu samdægurs
svona: „Fyrirsögn fréttarinnar endaði
fyrir mistök með þessum hætti. Það
verður leiðrétting þess efnis í blaðinu
á morgun.“ Fréttablaðið birti hins
vegar enga leiðréttingu degi síðar
heldur „áréttingu“ mánudaginn 8.
febrúar. Í úrskurði siðanefndar blaða-
manna 19. apríl 2016, vegna kæru
minnar til nefndarinnar, var talið að
þessi vinnubrögð hefðu ekki falið í
sér brot á siðareglum blaðamanna.
Fyrirsögnin hefði ekki verið röng en
hefði mátt vera nákvæmari. Þá hefði
Fréttablaðið uppfyllt leiðréttingar-
kvöð siðareglna. Var þar vísað til
þess að leiðréttingu minni hafði verið
komið fyrir á vefnum visir.is enda
þótt blaðið hefði hafnað því að birta
hana á síðum blaðsins.
Hver og einn getur lagt sitt mat á
niðurstöðu siðanefndar blaðamanna
en að henni vék ég ekki í fyrrnefndu
erindi mínu á aðalfundi dómara-
félagsins. Í erindi mínu sagði ég hins
vegar að téðum fréttaflutningi blaðs-
ins hefði ekki linnt fyrr en eftir kæru
til siðanefndarinnar. Sú staðhæfing
er rétt og því var hér ekki hallað réttu
máli. Fullyrðing ritstjórans um að
nefndin hafi ekki fundið nokkuð að
fréttinni er einnig augljóslega röng
og samræmist ekki einu sinni við-
brögðum blaðsins sjálfs. Andstætt
ritstjóra Fréttablaðsins ætla ég hins
vegar ekki að væna hana um að mál-
flutningur af þessu tagi sé henni eða
blaðinu ekki sæmandi.
„Dæmir sig sjálfur“
Skúli
Magnússon
formaður
Dómarafélags
Íslands
100% rafmagn
378 km drægi*
*Samkvæmt NEDC-stöðlum.
Nýr Nissan LEAF
VERÐ FRÁ 3.490.000
FORSALA ER HAFIN
Mest seldi rafbíll heims, Nissan Leaf, er nú væntanlegur í nýrri og
tæknivæddri útfærslu og stefnir BL að því að frumsýna hann snemma
á nýju ári. Vegna mikillar eftirspurnar um allan heim, höfum við
opnað fyrir forsölu á nýjum LEAF. Nýttu tækifærið og tryggðu
þér nýjan LEAF úr fyrstu framleiðslulotunum, en fyrstu bílarnir eru
væntanlegir í lok mars 2018. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og
fáðu meiri upplýsingar um nýjan Nissan LEAF.
Nissan.is
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Athugasemd ritstjóra: Á þessum
skrifum sannast að enginn er dóm-
ari í eigin sök. Ekkert var rangt í
umræddum leiðara Fréttablaðsins.
Skúla Magnússyni láðist að geta þess
í ræðu sinni á aðalfundi Dómara-
félags Íslands, að umkvartanir hans
fengu engar undirtektir hvorki hjá
siðanefnd Blaðamannafélags Íslands
né fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlanefnd
kvað upp úr með að ágreiningslaust
væri að grunnlaun og þar með eftir-
laun dómara hefðu hækkað um 38%
með tveimur úrskurðum kjararáðs í
nóvember og desember 2015. Skýr-
ara getur það ekki verið.
Í úrskurði siðanefndar
blaðamanna 19. apríl 2016,
vegna kæru minnar til
nefndarinnar, var talið að
þessi vinnubrögð hefðu ekki
falið í sér brot á siðareglum
blaðamanna.
Einu sinni var maður sem hat-aði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa
það. Hann taldi þessa kristnu
kenningu mesta bull sem hann
hefði heyrt og svo hættulega að það
þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust
hana. Honum varð nokkuð ágengt
þangað til sá sem hann ofsótti ákvað
að skerast sjálfur í leikinn. Þegar
Jesús sjálfur spurði reiða manninn
hvers vegna hann væri að ofsækja
sig varð fátt um svör. Honum rann
hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli
því að maðurinn varð einn öflugasti
fylgismaður Jesú og hefur hann allar
götur síðan verið þekktur undir
nafninu Páll postuli.
Þessi saga kom mér í hug þegar
ég las, enn eina aðventuna, áróður
gegn kirkjuheimsóknum á skóla-
tíma. Það virðist ekki vera nóg að
bjóða börnum val um hvort þau fari
í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir
sem eru á móti Jesú alls ekki að ann-
arra manna börn fari heldur. Þetta
heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á
þeirri skoðun að trú sé einkamál.
Trú má og á að vera einkamál þeirra
sem vilja ekki opinbera trú sína, en
það er jafn mikilvægt að styðja þau
börn sem eru trúuð og leyfa þeim að
finna að skólasamfélagið líti ekki á
trú sem hættulega. Í þessu birtist
umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir
því að Mannréttindasáttmáli Evr-
ópu skuli tryggja rétt fólks til trúar
og trúariðkunar. Það er einmitt til
að forðast þöggun. Þöggun elur á
fordómum. Við höfum fordóma
gagnvart því sem við þekkjum ekki.
Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni
fjölbreytileikanum og börnum sé
kennt frá upphafi að það sé eðlilegt
að það séu ekki allir sömu trúar eða
skoðana.
Jesús var einn öflugasti mann-
réttindafrömuður sem heimurinn
hefur alið. Það er útilokað að segjast
styðja mannréttindi en vinna gegn
áhrifum og kenningu Jesú Krists.
Enginn annar hefur gengið jafn langt
í að sýna í verki hvernig elska skuli
óvini sína. Ég er ein þeirra sem telja
að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að
aðrir telji hann hafa sagt ósatt og
vilji afmá spor hans í skólastarfi á
aðventunni þá er siðferðisboðskap-
ur hans þess virði að gefa gaum að og
kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki
fyrr né síðar, hefur náð svo langt
að tímatal hins vestræna heims sé
miðað við fæðingu hans.
Jesús, jólin og skólinn
Dögg
Harðardóttir
hjúkrunar
fræðingur
Það virðist ekki vera nóg að
bjóða börnum val um hvort
þau fari í kirkju eða ekki,
heldur vilja þeir sem eru á
móti Jesú alls ekki að ann-
arra manna börn fari heldur.
8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
E
-5
E
0
4
1
E
6
E
-5
C
C
8
1
E
6
E
-5
B
8
C
1
E
6
E
-5
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K