Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.12.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.12.2017, Qupperneq 12
8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð Kynntu þér málið á olis.is FRÁ: TIL: Vildarpunktasöfnurum Olís býðst nú einstakt Vildarpunktatilboð á borgarferðum með Icelandair. Frá kl. 12 á hádegi 3. maí til kl. 12 á hádegi 4. maí OLÍS Ferðatímabil: 15. sept. – 15. des. Þú bætir við 16.115 kr. (skattar og gjöld) Vildarpunktar Icelandair Vildarpunktasöfnurum Olís og ÓB býðst nú einstakt Hraðtilboð til fjögurra borga með Icelandair. FRÁ: TIL: BER LÍN AR OLÍS Frá kl. 12 á hádegi 8. des. til kl. 12 á hádegi 9. des. GILDIR Í 24 STUNDIR Ferðatímabil: 12. jan.–27. mars 2018 Báðar leiðir frá 18.000 kr. Aðra leið frá 8.900 kr. PALesTÍNA Að minnsta kosti sautján eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigð- um víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúl- um úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í her- liði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæra- varða. „Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Banda- ríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Pal- estínu,“ sagði Trump á blaðamanna- fundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerú- salem. Benjamin Netanjahú, forsætisráð- herra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendi- ráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orð- rómur um að Tékkland og Filipps- eyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leið- togi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þess- ari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahm- ouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendi- ráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæð- isins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Mac- ron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggis- ráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. johannoli@frettabladid.is Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. Palestínumenn mótmæltu í Hebron á Vesturbakkanum. Hér sést mótmæl- andi, sem handtekinn var, í höndum ísraelskra hermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Ekki eru fyrir hendi skipulagslegar forsendur né nokkur trygg- ing um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmannabúðum. Úr umsögn til bæjarráðs Mosfellsbæjar skiPULAGsmáL Starfsmannaleigan Somos fær ekki að setja upp starfs- mannabúðir fyrir útlendinga á Tungumelum í Mosfellsbæ, að því er bæjaráðið þar samþykkti í gær. Bæjarráðið tók ákvörðunina að fenginni umsögn frá umhverfis- sviði bæjarins. Í henni segir að suðursvæði Tungumela sé óbyggt og ekki deiliskipulagt. Því sé ekki hægt að reisa þar nein mannvirki. Þá sé landið í eigu Landsbankans en ekki Mosfellsbæjar. Somos vísaði í umsókn sinni til þess að Ístak sé þegar með starfs- mannabúðir á Tungumelum. Umhverfissviðið segir það ekki sambærilegt. Samkomulag Ístaks og Mosfellsbæjar um vinnubúðir tryggi aðstöðu þeirra sem gista í búðunum með þjónustu frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á sama stað. „Þar er aðgangur að mötuneyti, Synjað um búðir fyrir erlent vinnuafl Somos vildi leyfi fyrir starfsmanna- búðum nærri búðum Ístaks á Tungu- melum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFán starfsmannaaðstöðu, vinnuaðstöðu og þeirri þjónustu sem veitt er að öðru leyti í höfuðstöðvum fyrirtæk- isins. Ístak tryggir ferðir og annast ferðaþjónustu þeirra íbúa sem eru í vinnubúðum Ístaks þannig að ekki er þörf á almenningssamgöngum á svæðið,“ segir í umsögninni. Ekki sé að sjá af erindi Somos að þessi þjónusta verði í búðum Somos. „Ekki eru fyrir hendi skipulags- legar forsendur né nokkur trygg- ing um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmanna- búðum,“ segir í umsögninni sem undirrituð er af framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa bæjarins. – gar 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -6 2 F 4 1 E 6 E -6 1 B 8 1 E 6 E -6 0 7 C 1 E 6 E -5 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.