Fréttablaðið - 08.12.2017, Qupperneq 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Þetta er vond
hagstjórn – og
forystumenn
þessarar
ríkisstjórnar
vita það
mætavel.
Þegar rætt er
um geðheil-
brigðismál er
mikilvægt að
sjúklingur-
inn sjálfur sé
í brennidepli
og að þjón-
ustan sé eins
samfelld og
nokkurs er
kostur.
lyftarar og hillukerfi
www.velaborg.is velaborg@velaborg.is s. 414 8600
V
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar skipa heilbrigð-ismálin háan sess og þar er meðal annars tekið fram að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í
framkvæmd og hún fjármögnuð.
Sérstök áhersla verður á þennan mikilvæga mála-
flokk, bæði í sjúkrahússtarfseminni en ekki síður í
heilsugæslunni og í framhaldsskólunum. Forvarnir og
lýðheilsa verða sömuleiðis í brennidepli enda skiptir sá
þáttur ekki síst máli þegar litið er til andlegrar heilsu og
vellíðunar. Í samfélagi nútímans skapast verulegt álag af
auknum hraða, miklu áreiti, þrýstingi frá staðalmyndum
og samfélagsmiðlum, klámvæðingu og neyslumenningu.
Álag af þessu tagi eykur hættuna á vanlíðan sem getur
leitt til verulegs vanda hvort sem er í félagslegu tilliti eða
í námi. Forvarnir hjá börnum og ungmennum verða að
skipa verðugan sess með aukinni fræðslu og ráðgjöf í
samstarfi við skólasamfélagið, með geðræktarstarfi og
stuðningi við foreldra og fjölskyldur.
Þegar rætt er um geðheilbrigðismál er mikilvægt að
sjúklingurinn sjálfur sé í brennidepli og að þjónustan
sé eins samfelld og nokkurs er kostur. Þjónustan þarf að
vera aðgengileg, bæði inni í menntakerfinu og í heilsu-
gæslunni þar sem má auka áherslu á þverfaglega vinnu
og aukna þjónustu sálfræðinga. Búseta má ekki koma í
veg fyrir að hægt sé að nýta sér geðheilbrigðisþjónustu
og efnahagur má heldur ekki vera hindrun. Almennt er
mikilvægt að um sé að ræða gott flæði og samvinnu milli
einstakra þátta kerfisins en ekki síður að auka samstarf
við hagsmunasamtök og samtök notenda þjónustunnar.
Eftirfylgni og endurhæfingu þarf að þróa betur og
leggja meiri áherslu á þann þátt sem lýtur að fjölbreytt-
um tækifærum og öflugum búsetuúrræðum í samráði við
sveitarfélögin. Loks er einn þáttur geðheilbrigðisþjón-
ustunnar sem ekki hefur fengið mikla umfjöllun en það
er sá þáttur er lýtur að geðheilbrigði aldraðra. Á síðasta
æviskeiðinu er afar mikilvægt að hafa andlega heilsu og
líðan í huga í allri umönnun.
Andleg heilsa og líðan er ekki síður viðfangsefni sam-
félagsins en líkamlegir kvillar. Geðheilbrigðismálin mega
ekki mæta afgangi og eru gríðarlega mikilvægur þáttur í
góðu samfélagi.
Heilsa og líðan í forgrunni
Svandís
Svavarsdóttir
heilbrigðis
ráðherra
Stjórnvöld hafa fyrir margt löngu misst öll tök á stöðugri útgjaldaaukningu hins opinbera. Þrátt fyrir fordæmalausan uppgang í efnahagslífinu, sem hefur skilað sér í stórauknum tekjum til ríkissjóðs, þá hefur afgangur á rekstri ríkisins verið hverfandi. Þetta er varasamt
enda má öllum vera ljóst að lítið má út af bregða til
að þessi litli afgangur snúist í umtalsverðan halla með
tilheyrandi auknum vaxtakostnaði þegar hægja fer á
vexti hagkerfisins. Það var því jákvætt þegar þáverandi
fjármálaráðherra lagði fram frumvarp til fjárlaga í
september þar sem gert var ráð fyrir lítillega auknu
aðhaldi í ríkisfjármálum og að afgangur af rekstri hins
opinbera yrði um 44 milljarðar á næsta ári.
Ný ríkisstjórn hyggst hins vegar breyta um kúrs þegar
endurskoðað fjárlagafrumvarp verður lagt fram í næstu
viku. Þótt áætlanir gefi til kynna að tekjur ríkissjóðs
verði um tíu milljörðum meiri þá hafa forsætis- og
fjármálaráðherra sagt að afgangurinn verði minni en lagt
var upp með í fyrra frumvarpi. Það kemur lítið á óvart
enda fylgir kosningum sá ókostur að stjórnmálamenn
þurfa að þeim loknum að standa að einhverju marki við
öll kosningaloforð sín um aukin ríkisútgjöld.
Komist allt til framkvæmda í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar, sem verður sem betur fer að teljast
afar ósennilegt, má gróflega áætla að árleg útgjöld
ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja aukist um 90 milljarða,
samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins. Taka má undir
með samtökunum að það veldur vonbrigðum að ekkert
sé minnst á hagræðingu í ríkisrekstri eða niðurgreiðslu
skulda í sáttmálanum. Þvert á móti virðist eiga að
endurtaka sömu mistökin og áður í ríkisfjármálum.
Útgjöldum er leyft að vaxa langt úr hófi fram í uppsveiflu
sem þýðir að lokum meiri samdrátt en ella þegar slaki
myndast í hagkerfinu. Þetta er vond hagstjórn – og
forystumenn þessarar ríkisstjórnar vita það mætavel.
Hagkerfið stendur á tímamótum. Mesta spennan í
þjóðarbúskapnum er að baki og stærsta áskorunin er
að tryggja mjúka lendingu í efnahagslífinu. Á sama tíma
eru uppi kröfur, sumar réttmætar og skynsamlegar, sem
beinast að enn meiri útgjöldum til heilbrigðismála og
stórfelldri innviðauppbyggingu. Við þeim kröfum er ekki
hægt að verða nema með forgangsröðun í ríkisrekstri
og að stjórnvöld gangist við þeim raunveruleika að ríkið
hefur ekki bolmagn til að ráðast í hundraða milljarða
fjárfestingu í innviðum. Þar þarf til aðkomu lífeyrissjóða
og annarra fagfjárfesta og eins að gjaldtaka verði tekin
upp í meiri mæli fyrir notkun samgöngumannvirkja.
Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar, ásamt yfirlýsingum
um minni afgang á fjárlögum, þýðir að nánast engar líkur
eru á því að vextir verði lækkaðir þegar peningastefnu-
nefnd Seðlabankans kemur saman um miðja næstu
viku. Þeir hinir sömu, meðal annars margir stjórnmála-
menn, og telja rétt að bera saman vexti á Íslandi og á
hinum Norðurlöndunum ættu að líta til þess hvað helst
veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Ábyrgur ríkis-
rekstur, launaþróun í samræmi við framleiðniaukningu
og stöðugleiki á vinnumarkaði myndi skila sér í minni
sveiflum í efnahagslífinu og um leið lægri raunvöxtum.
Þetta er ekkert sérstaklega flókið.
Ekki flókið
Spennan
Fréttavefurinn Kjarninn
greindi frá því í gær að dóms-
sátt hefði náðst í málaferlum
við Seðlabankann. Kjarninn
hafði stefnt bankanum og gert
kröfu um að fá afhent afrit af
símtali sem seðlabankastjóri
átti við forsætisráðherra árið
2008. Kjarninn heitir lesendum
því að birta afrit af símtalinu
þegar fréttamiðillinn hefur
fengið það. Sjálfsagt myndum
við öll bíða spennt, ef forsend-
an fyrir dómssáttinni væri ekki
einmitt sú að það hefur þegar
komið fyrir sjónir almennings.
Eins og reyndar flestir vita.
Stuðningurinn
Fréttablaðið birti fyrr í vikunni
niðurstöður skoðanakönn-
unar sem bendir til þess að
stuðningur við ríkisstjórnina
sé meiri en nokkur stjórn hefur
haft síðan stjórn Geirs Haarde
og Ingibjargar Sólrúnar var
mynduð árið 2007. Vera má
að það sé hvetjandi að fá svo
góðan meðbyr í byrjun. En
hitt er þó kannski dapurlegri
staðreynd að stuðningurinn
er nú þegar svo mikill að hann
eykst varla. Öllu líklegra er að
hann dali þegar þing hefst og
fjárlagafrumvarp verður kynnt.
Forystumenn stjórnarflokk-
anna geta samt fagnað núna
þótt niðurstöðurnar kunni að
verða skammgóður vermir.
jonhakon@frettabladid.is
8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T U d A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
8
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
E
-4
A
4
4
1
E
6
E
-4
9
0
8
1
E
6
E
-4
7
C
C
1
E
6
E
-4
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K