Skátablaðið Faxi - 15.12.1967, Blaðsíða 3
y
iffL
egar menn ætluðu að halda jól í fyrsta sinn á Norðurlöndum, segir
sögnin að Guð hafi sennt 4 engla að undirbúa jólahaldiðo Það voru
englar trúarinnar, vonarinnar, kærleikans og 'g'leðinnar.
Þeir áttu að finna tré, sem hæfði jólun og fagnaðarerindi jólanna.
Englarnir f jórir flugu niður að skógarlöndum Norðursinso* Þeir ræddu
saman, engill trúarinnar sagði: "Ef óg á að velja jólatré á bað að vera
tré, sem ber heilagt merki krossins, a groinum sínum"=
Engill vonarinnar sagði: "Það tró, æm ég mundi velja mætti ekki fella
laufskrúð sitt. Það yrði að standa grænt og lifandi allan veturinn,
eins og mynd um það líf, sem dauðinn gæti okki -sigraðo"
Engill kærleikans sagði: "Það tré, sem mér gæti fallið í geð, yrði að
vera skjólgott tré, som kærleiksrikt breiðir greinar sínar til vcrndar
öllum litlu fuglum skógarins."
Og engill gleðinnar sagði að lokum: "Það tré, sem þið veljið mun^ég
blessa, svo að það veri gleði inn í höll og hreysi, til rikra og fátæk-
ra, til frískra og sjúkra, til gamalla og ungra."
Hvaða tré fundu þeir7 Þeir fundu grenitréð, það tré,:sem ber tákn
krossins á öllum greinum sínum, sem stendur grænt mitt í vetrarhörku og
snjó og gefur öllum smá fuglum skjól» . • •
Nú, vildu englarnir gefa því hver sína gjöf.. Engill trúarinnar
prýddi bað með ljósum á allar greinar. Þau skinu sem stjarnan yfir
Betlihemvöllum á heilagri jólanótt. Engill vonarinnar setti stóra,
bjarta stjörnu í topp trésinso Engill lcærleikans, lagði fagran gjafir
við fót trésinso Og engill gleðinnar blessaði grenitré jólanna og gaf
því kraft að bera gleði til mannshjartnanna og flytja- þeim þögla en
máttuga predikum um undur jólanna, um jólabarnið í jö^unni, sem átti að
verða Drottinn krossins, lávarður lífsins, konungur kærleikans og
gleðinnar. . .. .
Enn einu sinni koma jólin til okkar moð boðskapinn, sem veitir gleði og
blessun öllum, sem veita honum viðtöku.
Guð gefi þér náð til þess að meðtaka-'kraft trúar, vonar, kærleika og
gleði á þessum jólum. - Guð gefi þér 'gleðileg jól í Jesú nafni.
Séra Jóhann Hlíðarc