Skátablaðið Faxi - 12.10.1969, Qupperneq 7
Vetrawtilegur eru lítið þekk t fyrirbæri hér hjá okkur í Faxa, en
þær eru oft á tíðum mun skenunti1egri en sumartútilegur.
Eg ætla aö telja upp það helzta er nauðsynlegt er að hafa með ser
í vetrarúti1egur; gott tjald með föstmn botni, vindsæng, svefnpoki
ullartepui og prímus til að hita upp tjaldið og matinn.
Ef skátarnir eru með þennan útbúnað og vel klæddir er þeim ekkert
að vanbúnaði þo að það se nokkra stiga gaddur eða jafnvel snjór.
Ef farið er í útilegu í snjá skal gæta þess vel að troða snjóinn
á tjaldstæðinu og í kring um það áður en tjaldað er, og varast skal
að láta snjó berast inn x tjaldið.
Þið kannist öll við þá hræðslu að ykkur verði kalt 1 'útilegu pg þá
sérstaklega á veturna. Þessi hræösla er alveg óþörf ef rétt er að
farið. Þó eigið þið alltaf a.ð hafa með ykkur föt til skiptanna ef
hætta. er á bleytu og skipta strax um föt, en látið alls ekki fötin
þorna á ykkur því þá eruð þið næs.tum örugg með að fá kvef. Þegar
farið er í pokanna skal þess vandlegá gætt að ekkert liggi utan 1
tjaldinu og þið skuluð vera það langt frá tjaldgaflinum að ::ó -þið
byltið ykkur eitthvað þá farið þið ekki utan í tjaldið.
Svefnpokanum skuluð þið loka eins þétt og unnt er og breiða teppið
vel yfir ykkur.
Sá misskilningur er allt of algengur að mönnum verði heitara í
svefnpokanxun ef þeir fara í fötunum ofan í pokann. Þetta á alls ekki
að gera, þið eigið að sofa vetur, sumar, vor og háfet í svefnpoka
eins og þiö sofið í rúminu h.eima hjá ykkur, aftur á móti er gott að
stinga ofan í pokan hjá sér sokkunum og skyrtunni er maður fer í
fyrst þegar maö.ur skríður glaður og vel útsofinn úr svefnpokanum
næsta morgun. Eg skora á ykkur að fara í útilegu í vetur farið . vel
búinn og hugsið áður en þið framkvæmið og þá verða þessar útilegur
ekki síðri en sumarútilegurnar og ykkur verður ekki kalt.
Sig. Þ. Jónsson „Lukkutröllum"
—7—