Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 3

Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 3
Að vera viðbúin(n) • Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson Þaö er gott til þess að vita aö þegar skammdegið er mest að þá koma blessuð jólin með birtu sína og yl. Það styttir veturinn heilmikið að þessi Ijóss- ins hátíð ber uþþ þegar sól er lægst á lofti. Það setur vissulega svip á umhverfið þegar aðventuljósin koma í glugga og Ijósaskreytingar á hús. Og síðan eru það jólalögin sem eiga svo greiðan aðgang inn í hug og hjarta. Já, aðvent- an og jólin eru einstakur og dásamleg- urtími. En það sem ég hef minnst á hér að ofan snýr frekar að ytri undirbúningi jólanna heldur en þeim innri. Við léggj- um töluvert á okkur til að vera viðbúin komu jólahátíðarinnar. Og oft er það ærið kostnaðarsamt að undirbúa komu þessarar fjölskylduhátíðar. Hinn ytri undirbúningur er fyrirferöamikill. En samt er það ekki hann sem skiptir mestu máli. Það vitum við. Við vitum að þaö sem skiptir mestu máli er að vera viðbúin hið innra. Að við búum okkur undir komu Krists hið innra. Að við erum undir það búin að við minn- umst þess á jólunum að frelsari er fæddur. Orðið „aðventa" þýðir koma. Hann er að koma sem er konungur konung- anna. Og við eigum að nota aðventu- tímann vel til að undirbúa okkur sem best undir komu hans. Við eigum að vera viðbúin eins og góðum skátum sæmir. Kirkjulegt starf er fjölbreytt á aðvent- unni. I guðsþjónustum á aðventutím- anum er minnt á spádóma um komu frelsarans og í tali og tónum erum við aftur og aftur minnt á það að „í fyllingu tímans sendi Guð son sinn í heiminn". Og það er enginn tilviljun að Ijósið skuli vera tákn um Krist. Hann vitnaði-um sjálfan sig og sagði: „Ég er Ijós heims- ins“. Og þar sem andi Krists fær að ríkja þar er birta og þar er ylur. Þar fær góðvild, hjálpsemi og kærleikur að ríkja. Og það er mikilvægt í veröld þar sem svo víða er myrkur haturs, ofbeld- is og óréttlætis. Það er nú svo að þrátt fyrir 2000 ára sögu kristni og kirkju þá er enn víða þörf á boðskaþnum um konung kær- leikans og friöarins. Skátar hafa fylkt liði til baráttu fyrir því góða og jákvæða í lífinu og í veröldinni. Það er ekki lítils virði. Á jákvæöan og uppbyggilegan hátt undirbúa skátar sig til átaka í lífinu og ekki er vanþörf á því vegna þess að það er auðvelt að tapa áttum og fara villu vegar á þessari vegferð. Við þurfum að vera viðbúin til að mæta bæði blíðu og stríðu á þann veg að það styrki okkur og verði til góðs fyrir okkur sjálf og aðra. Við skulum nota aðventuna og jólahátíðina til að styrkja þá þætti í lífi okkar sem efla það jákvæða í lífinu. Þar getur hver og einn litið í eigin barm. Ef til vill er það innan heimilisins í samskiptum hjóna eða ef til vill samskiptin milli barna og foreldra. Ef til vill er einhver einmana eða sjúkur sem vel gæti þegið heimsókn og athygli. Það er á ótalvegu hægt að færa birtu þar inn sem skammdegismyrkur ríkir. Það er sannarlega í anda aðventunnar og hinn rétti undirbúningur fyrir hátíð friðar og Ijós að reynast náungi þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Um leið og ég sendi skátum barátt- ukveðjur og óska þeim velfarnaðar í starfi og leik þá óska ég þeim gleði- legra jóla og bæjarbúum öllum. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. 3

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.