Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 10
Dróttskátanámskeið Helgina 10., 11. og 12. mars var haldið dróttskátanámskeið hér í Eyj- um. Leiðbeinendur voru Guðmundur Pálsson og Páll Magnússon. Drótt- skátar eru þeir skátar sem eru 16 ára og eldri. Dróttskátastarf er mjög fjöl- breytt og skemmtilegt og byggist mikið upp á hinum ýmsu sérnámskeiðum, sem samt ráða dróttskátasveitirnar sjálfar mestu um það hvernig starfið er byggtupp. Föstudagur 10. mars Kl. 20:00 voru allir mættir niður í skátaheimili hressir og kátir og vel undirbúnir til þess að takast á við helgina. Eftir námskeiðið hafði verið sett, skrifuðu allir niður það sem þeir vonuðust til að fá út úr námskeiðinu. Svo var slædsmyndasýning þar sem byrjað var á myndum frá Gilwellnám- skeiði, en það er vikunámskeið fyrir 18 ára og eldri dróttskáta. Næst voru sýndar myndirfrá Landsmótinu í Viðey 1986 og margar fleiri skemmtilegar myndir. Að þessu loknu fór Gummi Páls yfir það sem við höfðum skrifað niður um væntingar okkar út úr nám- skeiðinu og námskeiðsdagskrána. Nú hófst myndbandssýning, þar sem byrj- að var á myndum frá skátum í Frakkl- andi og svo var sýnd ein til viðbótar. Eftir myndbandssýninguna var"komið á hugmyndasamkeppni um nafn á sveitina. Beðið var um að nafnið yrði eitthvað sem við yrðum stolt af s.s. DS.????? Þá var sagt frá því að aðalverkefni námskeiösins væri myndband um starf dróttskáta. VEREFNI: Myndband. Lengd: 7 mínútur. Efni: Kynningarmyndband um drótt- skáta og starf þeirra. Eftirfarandi efnisþættir þurfa að koma fram: 1. Hvað gera dróttskátar? 2. Hvernig vinna þeir? 3. Hvert er takmark þeirra? * Gerið ykkur grein fyrir hverju þið viljið koma á framfæri og hvernig. * Gerið nákvæma tímasetningu. * Upptaka. Svo var það Para hver gerir besta myndbandið?????? Loksins var skipt í flokka. Voru það 4. flokkar. Að því lokn ú tóku allir til óspilltra málanna og byrjuðu að vinna að verkefni námskeiðsins. Svo fóru allir heim til að undirbúa ævintýri laug- ardagsins. • Ragnar að kvikmyndastörfum Laugardagur 11. mars Kl. 10:00 voru allir mættir hressir og vel út búnir fyrir dagskrá dagsins. Byrjað var á því að allir söfnuðust saman inni í sal og var þá komið með nokkur atriði til viðbótar í sambandi við myndbandsverkefnið. Svo tóku allir til óspilltra málanna og reyndu að gera sitt besta í myndbandsmálunum. Upp úr kl. 12:00 var borðaður hádegismatur sem saman stóð af Ijúffengri og kékk- óttri súpu og brauði með osti. Að því loknu tóku allir til við að vinna að myndbandsverkefninu. Um kl. 19:00 voru allir mættir upp á Steinsstaði og eftir að allir höfðu snætt Ijúffengan grillaðan mat var byrjað að sýna af- rakstur verkefnisins og var mikið hlegið því að þetta var auðvitað bráðfyndið og skemmtilegt. T.d. hafði einn flikkur- inn tekið upp mjög gott myndband en þegar saklaus stúlka ætlaði að kíkja á þetta í myndbandsvélinni tók hún óvart yfir það sem var á myndbandinu, en þau dóu sko ekki ráðalaus. Þau á- kváðu bara að taka upp skemmtilegan og léttan skátabrandara en því miður var ekkert hljóð. Svo voru hinsvegar aðrir sem spiluðu sama lagið aftur og aftur og aftur út allt myndbandið. Eftir sýninguna komu undarleg skilaboð. Allir voru beðnir um að ná í skóna sína og koma í einfalda röð inn í eldhúsi. Þá var okkur sagt að það ætti að fara að stofna DS. VESTMENN með sögu- legri athöfn niður í kjallara????? Að því loknu var haldið upp og hafin kvöldvaka þar sem fram komu mörg skemmtileg atriði s.s. söngleikur lát- bragðsleikur, dans og smá limbó, þar sem Gummi Páls bar sigur úr bítum. Eftir þetta var sögð draugasaga sem virtist óvart fara framhjá flestum. Svo sofnuðu allir inni á Steinsstöðum nema leiðbeinendurnir en þeir sváfu úti. Og auðvitað dreymdi alla ævintýri dagsins. Sunnudagur 12. mars Ægir vakti alla kl. 9:00 og heimtaði að þeir færu á fætur. Svo komu leið- beinendurnir inn eftir góðan nætur- svefn úti fyrir. Þeir létu okkur vita að við ættum að vera komin niður í skátahei- mili kl. 11:00 og þá ætti að fara í áætlun sveitarinnar og endurmeta námskeiðið. Að því loknu var nám- skeiðinu slitið. Allir voru mjög ánægðir með nám- skeiðið og þyrjuðu svo til strax að skipuleggja starfið og herbergi sveitar- innar. Þetta starf hefur samt ekki geng- ið eins og það ætti og liggur niðri eins og er, en vonast er til að það verði hægt að bæta út því hið allra fyrsta. Höf. Júlía Ólafsdóttir. 10

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.