Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 11
Foringjanámskeið
6.7. og 8. október síðastliðinn var
haldið hér í Eyjum Flokksforingjanám-
skeið á vegum Faxa. Þetta var í annað
skipti sem sl íkt námskeið var haldið og
var það með mjög ólíkum hætti frá því
síðasta. 6. október mættu allir þátttak-
endur námskeiðsins niður í skáta-
heimili, sem voru um 30 talsins og þá
var okkur skipt í flokka og námskeiðið
sett. Morguninn eftir mættu svo allir í
fána. Eftir það byrjaði kennslan og
voru þá fyrirlestrar, þar sem við lærð-
um á áttavita, landakort, um íslenska
fánann, um búninga og hvernig hinn
fullkomni flokksforingi á að vera.
Á námskeiðinu fórum við í sig, sem
var kannski ekki eins fullkomið og við
bjuggumst við, því að það var sigið
niður „stiga". Einnig var rúsínan í
pylsuendanum þar sem var föndrað
og unnið að hinum frumlegustu fyrir-
bærum. Svo var það skyndihjálpin, þar
sem við lærðum hvað á að gera ef
maður kemur fyrstur á slysstað og
BRANDARAR
Elli: - Mamma, hvað er ég
gamall?
Mamma: - Þú ert jafngamall og
fingurnir á annarri hendi.
Elli: - Vá, hvernig ætli hendin
líti út þegarég verðfimmtugur?
Það var einu sinni maður sem
hét Manni. Hann var að kaupa
kjöt, en því miður tók annar
kjötið hans. Afgreiðslumaður-
inn kallað þá á eftir honum:
- Heyrðu þetta er MANNA-
KJÖT!!!
hvernig meðhöndla á sjúklinginn.
Einnig lærðum við ýmsa skátahnúta.
Seinni part dags, var farið í ratleik og
gekk hann bara nokkuð vel. Um kvöld-
ið var gengið inn í Dal (þar sem gist var
í gamla golfskálanum) og í leiðinni
fegnu flokkarnir verkefni. Allir flokkarn-
ir urðu að hafa sérstök skemmtiatriði á
kvöldvökunni, þá var sungið hátt og
hlegið dátt, drukkið kakó og borðað
kex.
Snemma á sunnudagsmorgun
vöknuðu þreyttir krumpnir súperskátar
og lögðu af stað niður í skátaheimili í
fána. Eftir það var mótinu slitið með
viðurkenningum
Öllum fannst þetta nokkuð vel
heppnað námskeið að undanteknum
matnum, sem var ekki til að hrópa
húrra fyrir.
5 súperskátar.
• Hluti af leiðbeinendunum. Brugðið á létta strengi.
• Á fyrirlestri hjá Erlu og Björgu.
• Eiturbrasari námskeiðsins - varist eftirlíkingar.
11