Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Page 12
Ég er skáti Dvöl BP, en það var hann alltaf kallaður, á Indlandi var dásamlegur tími í lífi hans. Alltaf þegar hann haföi tíma til ferðaðist hann um frumskóginn og vciddi villidýr. Þegar 9000 Búar hófu umsátur um Mafeking lét hann gcra virki um borg- ina. Vegnaþess hve hann haföi fáa hcr- menn, setti hann upp gervi gaddavírs- girðingar til að blekkja óvinina. Umsátrið stóð í717 daga, en þá komu hermcnn og björguðu BP og hans fólki. Robert Baden Powell bjó með móður sinni og mörgum systkynum. Pabbi hans dó þegar Robert var aðeins 3ja ára. í Robcrt var duglegur í skólanum. Hann var vinsæll og átti marga vini. Umhverfis skólann var skógur og þar fannst Robert gaman að leika sér. Hann rakti slóðir, veiddi sér til matar og eldaði bráðina yfir reyklausum eldi. Þegar Robert kláraði skólann gekk hann í herinn og var sendur til Ind- lands. Þar lærði hann margt nýtt og gagnlegt. Hann varð fljótt mjög slung- inn í að teikna landakort. Heilbrigðisreglur BADEN - POWELLS Baden - Powell setti fram nokkrar heilbrigöisregl- ur, sem ennþá eru í fullu gildi fyrir unga sem gamla: 1. Temdu þér hreinlæti. 2. Soföu við opin glugga, þegar veður leyfir. 3. Farðu snemma að sofa og snemma á fætur. 4. Andaðu með nefinu, því að loftið hreinsast og hlýnar. 5. Borðaðu hóflega og hollan mat. 6. Þjálfaðu skilningarvit þm. 7. Stæltu líkamann með hæfilegum æfingum. 8. Reyktu ekki tóbak. 9. Drekktu ekki áfengi. 10. Brostu í blíðu og stríðu. Eftir að hafa vcrið á Indlandi flutti BP til Afríku og var fcnginn til að þjálfa 200 infædda hcrmcnn. Þeir áttu ckki bara að kunna að bcrjast hcldur líka að ryðja ófæra vegi og smíða brýr. Eftir því sem tíminn leið kom betur og betur í ljós hvað BP var duglegur við að njósna og læðast. Því var ákveðið að gera hann að höfuðsmanni, aðeins 26 ára að aldri. Nokkrum árum síðar hófst stríð í Afríku, sem nefnt hefur verið Búa- stríðið. BP var hershöföingi í borg sem hét Mafeking. Þegar BP kom heim til London var nafn hans á hvers manns vörum. Hann heföi getað búist við miklum frama, en nú höföu skátahugmyndir hans skotið upp kollinum. 12

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.