Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Side 14
Fyrsta útilegan
Skátaflokkurinn „Þrestir" 1. fl. II. sv.
fór í útilegu frá Faxafelli 18.-19./4 ‘42.
Skátaflokkurinn „Fálkar" voru meö og
stjórnaöi Karí Kárason flokksforingi
þeirra öllum hópnum. Lagt var af staö
frá „Faxafelli“ kl. 9 á laugardagskvöld.
Kokkar áttu aö vera Sveinn Björnsson
og Símon Kristjánsson, því þeir ætl-
uöu aö taka matreiðslupróf, og vonuð-
ust allir eftir aö fá góöan mat. Veður
var ágætt þegar lagt var af staö. Allir
voru fullklyfjaöir af svefnpokum, sæng-
um og ööru svefn- og suðudrasli.
Þegar innúr kom var byrjaö aö bisa viö
aö opna en þaö reyndist ómögulegt og
fór því Sveinn inn um geymsluglugg-
ann og gekk krafturinn svo frá honum
aö hurðin opnaöist þegar hann var
hálfur kominn inn um gluggann. Svolít-
iö var byrjaö aö rigna og allir tróöust
inn sem mest þeir máttu. Síðan var
öllum skipaö aö tygja sig í háttinn.
Þegar allir voru komnir í pokana og
sængurnar, fór Kári aö segja drauga-
sögur og aörar sögur. Síöan áttu allir
aö fara aö sofa en þaö tókst illa því
sumir sofnuöu ekki og aðrir sváfu í 2-3
tíma. Kl. hálf sex um morguninn vakn-
ar Bebbi galar og spyr hvort ekki sé
kominn morgun. Síðan galar hann á
Ella og viö umrótið í básnum þegar
tuddinn vaknar, vaknar Símon og síð-
an ráðast þeir meö ópi og óhljóðum á
Bjarna og spyrja hann hvaö klukkan
sé og var hún þá h alf sex. Bjarni galar
svo hátt hvaö klukkan var að flokksfor-
inginn vaknar eins og illur hani og
skipar hinum aö þegja en þeir hlýöa
ekki nema stutta stund og byrja þá
aftur að ólmast og viö þaö vöknuöu
allir nema Sveinn. Þegar flokksforing-
inn vissi það vaknaði í honum prakkar-
aeöliö og fór hann fram í eJdhús og
náöi í sót til aö mála Svein og tókst það
vel. Síðan var byrjaö að klæöa sig og
taka til. Þegar búiö var að taka til fóru
krakkarnir aö laga til hafragraut en viö
hinir fórum í box. Fyrst fóru Kiddi og
Egill síðan Elli og Óli og síðan Bebbi
og Bjarni, en Bebbi hætti fljótt og tók
þá Símon viö síðan fóru Sveinn og
Kári og var þaö harðasta baráttan.
Síðan fengu allir hafragraut og átu vel.
Svo fórum viö út á blett og fórum aö
leika okkur í ýmsum leikjum og varð
Kári fljótt frægur fyrir bit sitt.
Um kl. 8 kom deildarforinginn og
dvaldi hjá okkur til kl. 9, en þá fór hann
ofan aö Faxafelli aö tala viö sveitunga
okkar. Kl. 9.15 komu sveitungar okkar
og áttum viö aö fara í göngu meö þeim
er fyrst fórum viö inn að fá okkur kakó
og brauð en á meðan voru allir úti aö
leika sér. Síðan lögöum við af staö inn
í Dal og var farið þar í spretthlaup og
aðra leiki. Svo fórum viö út í bústaö en
hinir fóru heim. Þegar viö komum var
maturinn ekki til og fór því Sigmundur
sveitarforingi að kenna box. Kl. rúm-
lega 12 fengum viö matinn og var þá
flokksforingi okkar kominn og boröaöi
hann meö okkur. Kl. 1 áttum við aö
fara í gönguæfingu inn á völl og vorum
við mættir þar á réttum tíma. Nánar
verður ekki sagt frá því. Kl. 3 vorum viö
komnir innúr og var þá farið aö snjóa
og fóru krakkarnir að elda kakó en viö
hinir fórum í blindingsleik og aöra leiki.
Kl. 4.15 fengum viö kakó og átum viö
allt okkar nesti. Egill og Kiddi lentu í
því aö skúra gólfið og laga til. Hinir
voru inní svefnherbergi og voru að
segja sögur. Þegar búiö var aö skúra
var bullandi rigning og slydda og biöum
við í dálitla stund og gáöum hvort
nokkuð stytti upp en þaö var ekki og
var þá tekið þaö ráö aö halda heim en
þar sem margir voru kápulausir leist
þeim ekki á blikuna. Svo flýttum viö
okkur heim í bullandi rigningu og
slyddu. Komum aö „Faxafelli" kl. hálf
sjö, allir haundblautir.
Mættir voru 6. Komum heim kl. 6.45.
Kristján Georgsson, ritari.
Samþykkt af Kára Þ. Kárasyni.
• Efri röð frá vinstri: Einar Erlendsson, Hafsteinn Ágústsson, Garðar Asbjörnsson. Neðri röð frá vinstri: Einar
Valur Bjarnason, Óskar Þór Sigurðsson, Sigurður Gunnarsson.
14