Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Blaðsíða 3

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Blaðsíða 3
Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson: Fermingin Það erkærleiks- boðorðið um að elska Guð af öllu hjarta og náung- anneinsogsjálfan sigsemeryfirskrift fræðslunnar. Viðhorfið gagnvart ferming- unni Nú er talað um að það sé lítil alvara í þessu hjá börnunum. Þau láti ferma sig til að • Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson. A hverju vori eru þúsundir unglinga hér á landi sem láta ferma sig eins og sagt er. Orðið ferming er þýðing úr latneska orðinu „conformatio“ sem þýðir að stað- festa. Það, sem börnin staðfesta á fermingardaginn, er skírnarheitið sem ástvinir þeirra unnu fyrir þeirra hönd þegar þau voru í frumbernsku. A skírnardegi barnsins lofa aðstand- endur barnsins ásamt með söfnuðinum að ala það upp í Ijósi fyrirheits skírnarinn- ar. Það merkir að foreldrar og aðrir aðstandendur ásamt með söfnuðinum lofa að kenna barninu að elska Guð, varðveita orð hans og fyrirheit og þjóna náunganum í kærleika. Fermingarundirbúningur er þess vegna skírnarfræðsla. Barninu, sem nú stendur við þáttaskil í lífinu, er kennt hvað það merkir að tilheyra Kristi. Um leið gerist það fullgildur þátttakandi í starfi kirkjunnar. Þegar þetta er haft í huga hlýtur fermingarfræðslan að vera eðlilegt framhald á þeim vilja fjölskyld- unnar og barnsins, að tilheyra Kristi og vera í kirkju hans. Fermingarfræðslan Alveg eins og margt hefur breyst í starfi skólanna á síðustu árum, þá hefur fermingarfræðslan tekið miklum breyt- ingum. í stað þess að börnin séu látin læra sálma og ritningagreinar utan að er reynt að fá þau til að upplifa samfélag í kirkjunni. Að þau læri að meta það sem kirkjan hefur að bjóða í helgihaldi, en um leið er reynt að gera fermingarbörnunum Ijóst, hvað í því felst að vera kristinn, karl eða kona, í nútímasamfélagi. Það má orða þessa breytingu þannig, að áður var talað til barnanna en núna er frekar reynt að tala við þau. fá gjafirnar og til að vera ein.s og allir hinir. Víst get ég skilið að það er gaman að fá góðar gjafir og oft er erfitt að brjóta sig út úr hópnum og ætia að verða öðruvísi. En af kynnum mínum af fermingar- börnunum, þá er ég þess fullviss, að alvara býr einnig að baki. Og það er aðeins Guð einn sem gefur vöxtinn og veit hvað býr með hverjum einum. Okkar er að sá Guðs orði og gera það af vandvirkni og biðja fyrir því að vel takist og uppskeran verði mikil. Ábyrgð heimil- inna er einnig mikil. Hvaða veganesti fær barnið frá heimili sínu og hvaða viðhorf ríkir þar til fermingarinnar? Og þó að margir verði til að gagnrýna hlaðin veislu- borð og dýrar gjafir held ég, að það séu fáir, sem gagnrýna þá fræðslu sem á að fara fram í undirbúningnum. Það er kirkjunni ákaflega mikils virði að fá tækifæri til aö hafa börnin í heilan vetur til að fræða þau og tala viö þau um þetta mikilvæga málefni sem trúin og I íf er. Og það er ekki síst mikilvægt við þessi mikilvægu tímamót í lífi þeirra þegar þau eru að verða sjáfstæðari og um leið ábyrgari fyrireigin lífi. Það er vissulega ekki sama hvernig gengið er eða hvert farið er á lífsgöngu. Það þekkjum við öll. Kirkjan býður ferm- ingarbörnum góðan daginn alla daga og vonar að þeim farnist vel í lífinu og að þau verði trúir og góðir lærisveinar meist- arans frá Nazaret. Það er víst öruggt að Guð mun ekki bregðast og vill okkur allt það besta. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. ÚTGEFANDI: Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum. RITNEFND: Hjalti Jóhannesson, Kristján Georgsson, Bjarki Bragason og Jón Gunnar Erlingsson. ÁBYRGÐARMAÐUR: Marinó Sigursteinsson. PRENTVERK: Eyjaprent/Fréttir hf. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 3

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.