Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 6
Foringjanámskeið
Föstudaginn 25. janúar 1990 kl. 7,30
var lagt af staö meö Herjólfi og förinni
heitið til Reykjavíkur og voru allir vel
búnir undir námskeiöiö sem átti aö setja
á Úlfljótsvatni kl. 8 um kvöldið. Komið var
í B.S.Í. kl. 1 og gengum við inn í Skátaríki
viö Snorrabraut, því þar áttum við aö
bíöa þar til rútan kæmi kl. 6.
En skátar láta sér ekki leiðast, þótt þeir
þurfi aö bíöa svolitla stund. Þannig aö
allir fóru bara í Kringluna og auðvitað í
Skátabúðina. Voru allir komnir fyrir kl. 6
og allir meö eitthvað í poka. Rútan kom á
réttum tíma og hoppuðu allir uppí og ók
hún af staö.
En Vestmannaeyingarnir voru ekki
einir. Voru þarna skátar frá Grafarvogi,
Reykjavík og fleiri stööum. Um kvöldið
þegar við komum, gengum viö frá fötun-
um og mótiö var sett. Farið var í leiki og
svo var kvöldkaffi og eftir þaö var farið í
rúmiö. En ekki vildu allir fara aö sofa, en
aö lokum sofnuöu allir. Kl. 8 um morgun-
inn var skálaskoðun og var allt grand-
skoöaö inni. Þar á eftir fáni og síöan
morgunmatur og þegar allir voru mettir
var fyrirlestur sem stóð alveg til kl. 12.00
og þá var matur. Kl. 1.00 var hæk
(ganga) i þrjá tíma og þegar allir voru
búnir aö leysa þrautir sem fylgdu hækinu
og komnir inn í skála, var miðdegis-
maturinn og þar á eftir var fyrirlestur og
fengum við fullt af blöðum og svo var
kvöldmatur. Svo þegar allir voru búnir að
boröa var hnútakennsla og þegar allir
voru búnir að læra hnúta var kominn
háttatími.
Á sunnudeginum áttum viöl aö fá að
sofa út og sváfum til kl. 9.00. Þá var
skálaskoðun og síðan fáni og á eftir
honum var morgunmatur. Svo var póstur
og í honum var mjög gaman. En svo
þegar þaö var búiö var allt tekiö til og
farið með dótiö út í rútu. Þegar þaö var
búið var hádegismatur. Á eftir var skrifað
á skinn, sem átti aö hanga í öörum
skálanum. Skálarnir voru tveir og hétu
Jónas A og B.
Þeir sem voru á námskeiðinu gistu í
Jónas A. En boröstofan og kvöldvökurn-
ar voru í Jónas B.
Mótinu var slitið og svo var haldið heim
í rútu. Allir Vestmannaeyingarnir stopp-
uöu á Selfossi og kom rúta og sótti þá og
keyrði liðinu i Herjólf. Allir kynntust ein-
hverjum og voru þetta meö skemmtileg-
ustu dögum hjá okkur ellefu Vestmanna-
eyingum og núverandi foringjum.
Eftirtaldir aðilar hafa
styrkt útgáfu þessa blaðs
Iferimn^s
MISSTOSIM S.F. Eyjaplast s.f. Flötum
APÓTEK
Bifreiðaverkstæði T.S.
VESTMANNAEYJA
'Ý' .\vnahri
HRAÐFRYSTISTÖÐ
VESTMANNAEYJA HF.
f.TOFNSETT 1924
©
TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF
6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI