Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Side 3
Ávarp skátahöfðingja, Gunnars
Eyjólfssonar 22. febrúar 1992
0 Gunnar Eyjólfsson
Góðir skátar, -eldri og yngri.
Ágætu tilheyrendur og aðrir.
Á þessari stundu safnast skátar sam-
an víðs vegar um land eins og við gerum
hér. Tilefnið er að á þessu ári eru 80 ár
liðin síðan skátastarf hófst á íslandi.
Við veljum þennan dag, fæðingardag
Baden-Powells, stofnanda skátahreyf-
ingarinnar til að hefja hátíðarhöld vegna
þessa áfanga með formlegum hætti. Við
kveikjum táknrænan varðeld og horfum í
logana meðan við hugleiðum hvað skáta-
starf hefur gefið eða getur gefið ungum
dreng eða stúlku sem veganesti út í lífið.
Gott skátastarf kennir skátanum
margvíslega nytsamlega hluti og þjálfar
hann til að verða sjálfbjarga við hvaða
aðstæður sem að höndum bera. í dag-
legu lífi, í útilífí sumar sem vetur, ef slys
eða veikindi ber að höndum, þá á skáta-
þjálfunin að gera hann færari til að
bregðast rétt við. Skátinn á að læra að
vinna með öðrum í hóp og fá nokkra
þjálfun í almennum félagsstörfum.
Skátinn á að læra að umgangast,
skynja, þekkja, skilja og virða náttúruna.
Skátanum er ætlað að eiga skemmti-
legan og heilbrigðan félagsskap í starfi
og leik á miklu mótunarskeiði ævinnar,
jafnframt þvi sem hann býr sig undir að
vera til þjónustu reiðubúinn. Ávallt við-
búinn.
Á þeim áttatíu árum, sem eru að verða
hðin frá því skátastarf hófst hér á landi
hefur misvel tekist til um starfið á hinum
ýmsum stöðum og tímaskeiðum. Margur
er sá drengur og sú stúlkan sem af
miklum áhuga hefur innritast í skátafé-
lag, en ekki fundið þar neitt nægilega
eftirsóknarvert og rekið burt á aðrar
slóðir. Sjaldnast er þar við unglinginn að
sakast, heldur miklu fremur hreyfing-
una, sem ekki megnaði að eiga nógu
marga, nógu góða og vel þjálfaða for-
ingja til að leiða starfið.
Á hinn bóginn eru ótal dæmi um hið
gagnstæða. Landið er fullt af fólki á
öllum aldri, sem sótti til skátastarfsins á
unga aldri og jafnvel til fullorðins ára allt
það, sem ég áðan lýsti. Þetta fólk ber
hlýjan hug og þakklátan hug til skáta-
starfsins. Ennþá er þetta fólk skátar í
huga og hjarta enda þótt það sé hætt að
starfa í skátahreyfingunni. Og fjöldi þess
sýnir hug sinn í verki með miklu sjálf-
boðaliðastarfi í þágu hreyfingarinnar.
Án þess fær starfið ekki þrifist. En á öllu
þessu fólki sannast orðtakið: Eitt sinn
skáti, - ávallt skáti.
Á þessu hátíðarári reynum við af
fremsta megni að efla og bæta það
skátastarf, sem unnið er í landinu. Við
höfum valið árinu sérstakt áherslusvið
og köllum það ár græna bakpokans. Það
þýðir, að nú leggjum við enn meiri
áherslu en áður á það að kynnast landinu
betur og náttúru þess og sérstaklega
ganga betur um það, með þeirri virðingu
sem það á skilið af okkur. Landið er ein af
okkar dýrmætustu gjöfum, sem við vilj-
um eiga óspillta. Starfsráð Bandalags
íslenskra skáta hefur skipulagt dag-
skrárverkefnið „Græni bakpokinn" og
áréttar þannig það umhverfis- og náttúr-
uverndarátak sem skátahreyfingin beitir
sér fyrir og vonar að veki verðskuldaða
athygli.
Það má með sanni segja að tíunda
grein skátalaganna þ.e. „ Allir skátar eru
náttúruvinir" sé staðfest með þessu
góða og þarfa átaki.
Bakpokinn, hinn góði og trausti föru-
nautur allra sem leggja land undir fót og
ferðast frjálsir um fjöll og firnindi, hefur
að sjálfsögðu í áranna rás orðið nokkurs-
konar tákn skáta. Brátt lýsir af dagsbrún
annarar aldar og senn upphefst nýtt
árþúsund. Væri ekki úr vegi að við skátar
íhuguðum í ljósi þeirrar reynslu sem við
hyggjumst hlaða bakpoka skáta-
hreyfingarinnar, þegar við göngum til
móts við komandi aldahvörf? Skátaheitið
verður hið fyrsta sem við setjum í
pokann:
„Ég lofa að gera skyldu mína við guð
og ættjörðina, -að hjálpa öðrum, - að
halda skátalögin."
Við skulum hafa það hugfast, að besta
afmælisgjöfin sem við getum fært skáta-
hreyfingunni á fslandi er tryggð við
skátahugsjónina - aukið og betra skáta-
starf. -Verkefnin kalla á vinnufúsar
hendur. -Sérhver skáti, eldri sem yngri,
virkur sem óvirkur, hefur hlutverki að
gegna, - því hlutverki að rétta fram hönd
til eflingar góðu skátastarfi í heima-
byggð sinni.
Án þess að nefna nöfn, skulum við á
þessari stundu minnast aDra þeirra, lífs
og liðinna, sem hafa um lengri eða
skemmri tíma borið uppi skátastarfið
víðs vegar um land þessi áttatíu ár. Við
erum svo mörg, sem eigum þeim svo
mikið að þakka.
Því til staðfestingar skulum við syngja
nýja skátasönginn, sem Hörður Zophan-
íasson, Hraunbúi úr Hafnarfirði, hefur
ort í tilefni afmælisársins.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
3