Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 9
0 Tjaldað á mótinu. verkefni og þrautir sem maður á að leysa sér tií gamans. Til dæmis ratleikur þrautabraut í vatni og á þurru landi, skjóta af boga, skjóta úr byssum, byggja eitthvað úr trönum, þá með snæri, sigla bátum - kanóum, bjargsig, klifur, tau- þrykk, torfærukeppni á mótorhjólum, loftbelgsferð, svifflugferð, blindraþraut, tölvuvinnsla, útvarpsþáttur og margt, margt fleira. Sjálfri fannst mér skemmtilegast í þrautabrautinni sem var smíðuð af her- mönnum. Mótinu var shtið 18. ágúst og voru shtin enn mikilfenglegri en setningin. Daginn eftir var pakkað niður og skátarn- ir sem maður kynntist kvaddir. Það var keyrt á flugvöllinn Kimpo og þaðan flug- um við til Osaka í Japan. Eftir nokkuð bras fóru sumir, tveir og tveir, á heimih. Ég fór ein til Kondo fjölskyldunnar en það voru hjón með eina 19 ára stelpu, Michiko, og átti ég að vera hjá þeim í 5 daga. Voru þessir 5 dagar í Kobe ógleymanlegir. Þetta var mjög svo yndis- leg fjölskylda og þegar ég var hjá þeim fór ég í bæinn, skoðunarferðir, m.a. skoð- aði ég 6 Búddahof. Ég lærði að elda japanskan rétt og fékk að klæðast Kimono en um það eru víst einhverjar reglur, hvaða Kimono má klæðast og hvenær. Maturinn í Japan er nokkuð betri en í Kóreu en þó svipaður. Ég var t.d. orðin ofsalega leið á öhu þessu hrísgrjónaáti í morgun-, hádegis-, og kvöldmat.. Þann 21. ágúst var ferðinni heitið til Kóreu aftur en þó bara smá stopp. Þaðan til Parísar í Frakklandi þar sem gert var klukkutíma stopp og loks til London. Þar gistum við á Pax Lodge farfuglaheimihnu í 2 nætur. Á meðan á þeirri dvöl stóð fórum við á vaxmyndasafnið. Flestir klár- uðu peningana sína í búðarápi. Fórum við í skoðunarferð í tveggja hæða rauðum strætó, bara þetta vanalega, og auðvitað þræddum við veitingastaðina. Og loks 24. ágúst komum við heim oa auðvitað eftir alla sóhna var rok og rigning þegar við stigum á íslenska grund. Þetta var ógleymanleg ferð og ég er harðákveðin í að þegar færi gefst fer ég aftur tU Kóreu og Japaris að hitta vini mína þar. Starf sáætlun Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum fyrir árið 1992 Janúar: Seinna útilegutímabU flokk- anna hefst. Flokksforingja- og Sveitar- foringjanámskeið á Úlfljótsvatni. Febrúar: Aðalfundur félagsins. Af- mæhs félagsins, þann 22. febrúar, verður minnst eins og venjulega með afmæhs- hátíð í Skátaheimihnu og ef veður leyfir verður farin friðarganga inn í Dal. Á þessu ári eru 80 ár hðin frá stofnun skátastarfs á íslandi og þessvegna verð- ur haldið upp á daginn með svipuðu sniði um aUt land. Mars: Flokksforingjanámskeið haldið hér í Eyjum. Vetramámskeið haldið á HeUisheiði, aldurstakmark 14 ára og eldn. undirbúningur fyrir Skátaskeyti vegna ferminga. Útgáfa skátablaðs. Apríl: Skátaskeyti vegna ferminga. Félagsfundur, fundur með eldri skátum og foreldrafundir haldnir í sveitunum. Skátastykkið girt og framkvæmdir hefjast. Maí: Vorverk, hreinsa tU á tjaldsvæð- inu og lóðinni við Faxastíg. Undirbúning- ur að skátamóti. Skátadagurinn fyrir yngri skátana haldinn í Reykjavík, aldur 8 -10 ára. Júní: Skátamót haldið á Úlfljótsvatni, dagsetningar ákveðnar síðar. Júlí: Félagsferð um helgi út í EUiðaey. Aldurstakmark 13 ár. Ágúst: Umsjón með tjaldsvæðinu í Herjólfsdal. Skátaþing á Akureyri. September: Skátastarfið hefst að nýju eftir sumarfríin. Innritun nýrra fé'.aga. Foringjanámskeið fyrir sveitarforingja. Skátaþing á Akureyri. Október: Foringjanámskeið fyrir flokksforingja, flokksútUegur hefjast. FélagsútUega. Nóvember: Neistanámskeið haldið hér í Eyjum. 14 ára aldurstakmark. FlokksútUegur. De3smber: Jólafundur, kvöldvaka, gestum boðið, eldri skátar og foreldrar. Jólakveðjur og útgáfa jólablaðs. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 9

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.