Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 14
Krúttpjakkar Krúttpjakka skipa: Foringjar eru Hrefna og María, aðrir meðlimir eru Aldís, Elva Dögg, Rakel, Anna Brynja, Elfa Ásdís, Erla, Marta María, Áslaug Rós, Anna H., Lea og Dröfn. Við erum búnar að læra skátaheitið og nokkur skátalög. Við syngjum oft á fundum. Við höfum búið til fána og söngbók og einnig höfum við farið í tvær útilegur í gamla Golfskálann og í nokkrar göngur. Við poppum stundum á fundum og förum í leiki. Við stefnum að því að kenna stelpun- um meira um skátastarf og fara í fleiri göngur og vera sem mest úti í sumar. • Krúttpjakar. Hrefna, Aldís, Elfa Ásdís, Anna María, Rakel, Elva, Marta og Halla. Smárana skipa: Foringjar eru Erla og Björg, aðrir meðlkimir eru Dröfn, Þórey, Hrefna, Telma og Lóa. Við erum búnar að fara á flokksfor- ingjanámskeið (7. - 9. febrúar) í annað skiptið. Við erum búnar að sjá um skáta- fundi núna síðustu 3 - 4 vikurnar. Við erum búnar að búa til kistu handa flokknum. Við stefnum á að fara á þnðja flokksfor- ingjanámskeiðið og að fara á gott skáta- mót í sumar. • Smárar. Hrefna, Þórey, Lóa, Thelma og Dröfn. Á myndina vantar Erlu og Björgu. Pöddur Við erum Pöddur, við erum 10 stelpur í þessum flokki. Við höfum farið i eina útilegu, við fórum í marga leiki og sung- um mikið. Einnig stefnum við að því að fara í aðra útilegu. Við höfum reynt að kynna fyrir stelp- unum skátastarfið og hefur það aðallega verið byggt upp á leikjum og lögum. Einnig höfum við farið í sund og stefnum að því að kenna stelpunum meira um skátastarfið og hreyfinguna svo þær verði efnilegir skátaforingjar eins og við. • Pöddur. Bergey, Sigga Lára, Guðbjörg, Agnes Helga, Valgerður, Iris, Eva, Birna. Á myndina vantar írisi. 1 4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.