Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Page 15

Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Page 15
Meðlimir í Tátum eru: Fríða, foringi, Þóranna, Brynja, Bryndís, Sigurrós, Hjördís, Hrefna og Fjóla. Við Tátur erum búnar með fullt af verkefnum. Stelpumar eru mjög dugleg- ar að mæta og mjög vinnusamar. AUt sem þær skrifa og gera, gera þær mjög vel og em fljótar og eiga þær allar hrós skilið. Við emm búnar að fara í tvær útilegur og við skemmtum okkur mjög vel. Flokk- urinn var fyrst mjög fámennur (aðeins þrír með foringja). Og svo urðum við alltaf fleiri og fleiri og emm við núna 8 Tátur. Tátur (stelpurnar í flokknum) ná mjög vel saman því þær em allar jafn gamlar. Nú stefnum við að því að gera betur, syngja meira og reyna að hafa það sem skemmtilegast. Fríða, foringi í Tátum. • Tátur. Bryndis, Friða, Hrefna, Fjóla, Þóranna, Brynja, Hjördís og Sigurrós. Doppóttir fílar Við heitum Doppóttu fílarnir. 1 flokkn- um okkar em 8 eldhressar stelpur. Við heitum: Rósa, Birna, Ellen, Hildur, Soffía, Ásdís, Auðbjörg og Anna Lára. Við emm búnar að vera duglegar við að gera verkefni undanfarið. Okkur hefur tekist að vinna okkur inn eina vörðu (mikið afrek). Sveitin sem við emm í heitir Fífill. Flokkurinn er búinn að starfa í tvö ár (tvö eða þrjú ár). Flestar af okkur í flokknum hafa farið á flokksforingjanámskeið. Við emm búnar að fara í nokkrar útilegur saman. Þrjár í flokknum hafa farið á landsmót skáta (sem var árið 1990). Flokkurinn okkar heldur fundi á fimmtu- dögum. Allir em vígðir nema ein. Við ætlum okkur að halda áfram með flokk- inn og hvetjum alla sem vilja að drifa sig í skátana. Bæ, bæ. Doppóttu fílarnir 0 Doppóttu fílarnir. Ásdís, Rósa, Anna Lára, Soffía, Auðbjörg, Ellen, Birna og Hildur. Sveitin Fífill sem var stofnuð haustið 1990, samanstendur af 5 flokkum og 2 sveitaforingjum. Flokkarnir heita: Ljós- álfar, Doppóttu fílarnir, Hnútar, Tátur og Vofur. Sveitarforingi er Sif Hjaltdal Páls- dóttir og henni til aðstoðar er Alma Eðvaldsdóttir. Síðan í haust höfum við haldið marga skemmtilega fundi. Flokkarnir hafa stað- ið sig vel og flestir gert mörg starfsverk- efni. Nú tökum við mikinn þátt í starfi félagsins. Nú í febrúar vom tveir flokkar vigðir. Við höfum farið í margar útilegur í gamla Golfskálann. í sumar ætlum við svo í útilegu og hver veit nema nokkrir flokkar fari á skátamót. 0 Teistur: Margrét, Betsý, Jóna María, Iðunn, Jóhanna. SKÁTABLABIÐ faxi 1 5

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.