Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Side 19

Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Side 19
andi hvað mannskapnum var kalt. Sest var að snæðingi og bræddur snjór til drykkjar og til að hreinsa salernis- skálamar sem vom tvær. Nokkrir vaskir sveinar fengu upphitaðar flatböku frá föstudagskvöldinu. Allir héldu svo inn nema nokkrirúr „öldungadeildinni" sem bmgðu sér í göngutúr. Tókst það vel og allir komu heilir heim. Síðan kom hin magnaða kvöldvaka en flóin Max lék þar aðalhlutverkið við mikinn fögnuð þess- ara ungu skáta. Sungið var og ýmiss skemmtiatriði vom á boðstólum og vöktu þau mikla kátínu. Ýmiss málefni vom rædd og var síðan ákveðið að halda til rekkju. Var mannskapurinn sofnaður eft- ir erfiðan og kaldan dag uppúr klukkan 2:00. Sunnudagurinn 15.03.92. Mannskapurinn var vakinn í annað sinn og klukkan 9:00 var dótinu pakkað niður og morgunmatur snæddur. Alltaf var það sama sagan, nokkrir vaskir sveinar fengu sér upp-, upp-, upphitaða flatböku frá föstudagskvöldinu. Ákváðu nokkrir að fara á skíði en aðrir skiluðu þeim enda lítið sem ekkert skíðafæri vegna blindbyls. Var þá haldið langan gang enn eina ferðin í skálann en þó hina síðustu. Vom þessi vösku skátar sóttir af rútu- bifreið um 3:00 leytið. Gengu allir inn í rútubifreiðina með mikilh eftirvæntinu í að komast heim. Gekk ferðin mjög brös- uglega til Þorlákshafnar vegna lélegrar færðar en við komumst þó að lokum í hinn „gullfallega" Herjólf en það var ekki fyrr en um hálf sex. Lagði Herjólfur af stað til Eyja sam- kvæmt áætlun og var hann kominn um klukkan 10:30. Þar biðu eftirvæntingar- fullu og stoltu foreldrarnir eftir sínum vösku afkvæmum. Kvöddust allir um borð með táraflóðum eftir vel heppnaða ferð og héldu heim. # Palli stjórnar fjörinu á kvöldvökunni. • Lagið tekiö á kvöldvókunni. # Sumir vom betri en aðrir í skíðaíþróttinni. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 1 9

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.