Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Side 22
Kandersteg
9 Mótið er æílað skátum 18-25 ára
Dagana 27. júlí til 6. ágúst 1992 verður
haldið í Sviss 9. alheimsmót rómver-
skáta. Mótið hefur bækistöðvar sínar í
alþjóðlegu skátamiðstöðinni Kandersteg
en fer í raun fram um allt Sviss. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem alheimsmót róm-
verskáta fer fram í Kandersteg því árið
1931 var haldið þar fyrsta alheimsmótið
fyrir þennan aldurshóp skáta. Kander-
steg er fallegt svæði í 1200 metra hæð
yfir sjávarmáli og er umkringt Sviss-
nesku Ölpunum.
Kandersteg
- Alþjóðleg
skátamiðstöð
Kandersteg er alþjóðleg skátamiðstöð
og er opin allan ársins hring fyrir hópa og
einstaklinga hvort sem þeir eru skátar
eða ekki. Kandersteg er staðsett 1200
metra ofan við sjávarmál, 65 km. suður af
Berne. Þangað er auðvelt að komast með
bílum og lestum og er miðstöðin mjög
vei staðsett fyrir útsýnis- og kynnisferðir
um vestari hluta Alpafjailanna.
Miðstöðin nær yfir 17 hektara skóg-
lendis við syðri hluta þorpsins, beint við
nyrðri enda Lötschber-ganganna. Lestar-
ferðir eru beint á milli hálendis Berne og
Ítalíu um hin 14 km. löngu göng sem eru
mjög mikilvæg samgönguæð fyrir Sviss.
Fjölbreytt dagskrá, góð gistiaðstaða
og frábær náttúrufegurð laðar árlega til
sín u.þ.b. 800 gesti árlega sem skapa
alþjóðlegt andrúmsloft á staðnum og má
segja að það sé í raun skátamót í gangi
allan ársins hring.
Hverjir koma með?
Mótið er ætlað skátum á aldrinum 18
til 25 ára. Gert er ráð fyrir einum eldri
foringja fyrir hverja 10 þátttakendur en
auk þess gefst okkur kostur á að senda
lítinn hóp af skátum sem eru komni'r yfir
aldur. Alþjóðaráð hefur skipað undirbún-
ingsnefnd til að skipuleggja ferðina og
hefur megin starf hennar verið fólgið í
upplýsingaöflun og kynningu. Nú er
komið að því að skrá hugsanlega þátttak-
endur og hefur umsóknarfrestur verið
ákveðinn til 20. maí n.k.
Hvað kostar?
Enn er ekki komið endanlegt verð á
ferðina en gert er ráð fyrir að kostnaður
Ég var eini Vestmannaeyingurinn sem
fór á þetta skemmtilega námskeið. 1 allt
vorum við 28. Þetta vítamín námskeið er
tilvalið fyrir alla sveitaforingja. Þetta var
eiginlega ef má kalla þetta hugmynda-
námskeið fyrir sveitaforingja.
Þetta vítamín- (hugmynda-) námskeið
er allt öðruvísi en öll önnur námskeið.
Þarna voru fyrirlestrar og leikir inn á
hvers þátttakanda verðiu um 100.00C
krónur. Innifalið í því verði er m.a. móts-
gjaldið, fullt fæði, allar ferðir, tryggingar
o.fl. Ýmsir kostnaðarsamir dagskrárliðir
eru ekki innifaldir í mótsgjaldinu og þarf
því að greiða fyrir þá sérstaklega vilji
menn taka þátt í þeim. Gert er ráð fyrir
að margir þátttakendur vilji nýta sér
tækifærið og ferðast um eftir mótið og
mun undirbúningsnefndin aðstoða
áhugasama um að skipuleggja slíkt
ferðalag.
Allt sem þarf
Til að gera dvöl þátttakenda sem
ánægjulegasta munu mótshaldarar
bjóða uppá alla þá þjónustu sem við
nútímafólk erum vön að hafa aðgang að.
Þrjár verslanir og söluturn, pósthús,
símstöð, banki og ferðaskrifstofa eru á
meðal þeirrar þjónustu sem í boði er.
Matarmálin
Gífurleg fjölbreytni í matarræði er eitt
aðalsmerki mótsins. Sett verða upp tíu
mismunandi eldhús sem hvert um sig
matreiðir ákveðna tegund matar. Við
fáum tækifæri til að kynnast matargerð-
arlist frá Þýskalandi, Frakklandi, Asíu,
bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Ítalíu
auk hinnar fjölbreyttu matargerðar
heimamanna. Og fyrir þá sem vilja býður
eitt eldhúsið eingöngu uppá grænmetis-
fæði. Þátttakendum er svo frjálst að
borða það sem þeir helst kjósa.
Auk hinna tíu eldhúsa munu þrír veit-
ingastaðir og kaffihús taka vel á móti
gestum sínum með fjölbreyttum mat og
margskonar uppákomum s.s. leiksýning-
um og þjóðlagatónlist.
milli til að létta mann í skapinu. Maturinn
var meiiiháttar góður. Fengum gefins
hugmyndamcppu og tvær bækur.
(Leikja- og fjallabækur).
Málað var á boli, gerð listaverk úr
kartöflum og farið í ratleiki úti.
Ég hef ekki meira að segja en betta var
frábært námskeið og ég ætla aftur.
Guðbjörg R.
sveitarforingi
Vítamín
námskeið
22
SKÁTABLAÐIÐ FAXI