Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Side 3
Bókasafn Vestmannaeyja
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
3
Séra Bjarni Karlsson:
Gleðilegt nýtt
kirkjuár
Já þú vissir það kannski ekki að
fyrsta sunnudag í aðventu hefst
nýtt kirkjuár. Með aðventunni
kemur nýtt upphaf í lífi okkar
allra. Fyrsta sunnudag í aðventu,
þegar kveikt er á spádómskertinu,
minnumst við þess að löngu áður
en Jesús fœddist sögðu spámenn
Guðs svofrá að heimurinn myndi
eignast frelsara. Þá strax vissu
menn að brátt myndi koma nýr
tími, þegar Guð hœfist handa við
að frelsa heiminn frá synd og
dauða.
í dag er árið 1993. A áttunda
degi frá fœðingu Guðssonar var
hann umskorinn, samkvœmt hefð-
um Gyðinga, og honum var gefið
nafnið Jesús, eins og engillinn
Gabríel hafði fyrirskipað. Sá dag-
ur er nýársdagurinn á almanak-.
inu. Næsta nýársdag teljum við
nítjánhundruð níutíu ogfjögur ár
frá þeim degi er Guðs sonur fékk
mannsnafn og varð fullkomlega
einn afokkur.
Þannig minnir aðventan og nýtt
kirkjuár okkur á að Guð hefur
alltaf vakað yfir þessum heimi og
er staðráðinn í að frelsa hann og
skapa nýjan himinn og nýja jörð í
eilífðinni.
Og nýtt almanaksár minnir
okkur á að frelsarinn er þegar
kominn í heiminn og að hann
heitir Jesúsfrá Nasaret.
Bjarni Karlsson.
Á þessari aðventu og jólum
skulum við gefa Jesú pláss í hjart-
anu okkar. Gefum okkur tíma til
að biðja til hans, lesa í biblíunni
eða jólasálmana í sálmabókinni.
Og auk þess stendur kirkjan þín
opin og býður þér til guðsþjónustu
margoft á þessu tímabili, þar er
einnig gott að koma tilfundar við
frelsarann Jesú.
Guð gefi þér og þínum gleðileg
jól.
Bjarni Karlsson
; Jólakveðjur skátanna er árlegur
víðburður. Þákoma viðskiptavínir
og senda jólakort tii vina og
ættingja með skátunum. Í kringum
vinnu þessa skapast mjög mikil
jólastemning hjá krökkunum.
Á Þoriáksmessu er síóasti
opnunardagur jólakveðjanna og er
þá yfirleitt lokað um kl. 22. Þá eru
krakkar úr skátafélaginu Faxa
búnir að vera að vinna allt kvöldíð
við að flokka kveðjumar eftir
götum og götur í húsnúmer.
Stundum geta kveðjumar ruglast
og fólk fær ekki réttar kveðjur
heim til sín. Ef svo kemur fyrir
þetta áriö, viljum við biðjast
velviróingar á því. Þessi vínna
tekur dágóðan tíma. Yfirleitteru
yngri krakkamir fram til 00- 01 aó
nóttu til en eldri krakkamir eru
alltaf dálítið lengur. Mikíl
jólastemning er á
Þorláksmessukvöld. Á aðfanga-
dagsmorgun koma flest allir
krakkamir frá kl. 8.30 - 11.00 og
fara að bera kveðjumar í hús.
Minnum við ykkur á að skrifa
niður rétt nöfn og heimilisfong
svo að það verði auðveidara við
flokkunina.
Þökkumfyrir. Gleðilegjólog
farsæit komandi ár.
FAXI
Ritnefnd: Högni Arnarson. Heiðrún B. Sigmarsdóttir, Ármann Hörskuldsson, Elva
B. Ragnarsdóttir
og Björk Guðnadóttir.
Prentverk: Eyjaprent/Fréttir hf.