Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Blaðsíða 12
12
Dróttskátanámskeið
Helgina 11-13 mars fór fram dróttskáta
námskeið hér i Eyjum undir stjórn
tveggja leiðbeinenda frá Akureyri. Viö
mættum í skátaheimilið um kl. 20.00 á
föstudeginum og settum námskeiðið,
fórum í kynningarleik og fleira
skemmtilegt. Seinna um kvöldið var
okkur siðan skipt í flokka sem viö áttum
að starfa í yfir námskeiðið. Svo var smá
flokkavinna og eftir það fórum við út í
nokkra leiki. Ró komst á uppúr kl.01.00
alveg samk\ æmt áætlun. Við vöknuðum
kl. 08.00 á laugardeginum og drifum
okkur í morgunleikfimi og fórum svo inn
að boröa. Eftir morgunmat fórum við í
mjög skemmtilegan póstaleik, þar sem
við áttum meðal annars að ráða dulmál,
búa til hyrnu og margt fleira. Einnig
bjuggu allir flokkarnir til líkan af
þrautarbraut sem voru allar mjög
glæsilegar. Svo fengum viö smá hvíld og
ró. Eftir hvíldina fórum við á fyrirlestra
sem vöktu mikla kátínu meðal
krakkanna. Síðar um daginn fórum við í
mjog skemmtilega göngu um Eyjuna og
vildi nú annar leiðbeinandinn meina að
Árni Johnsen hefði flogið í gegnum
hellinn í Ystakletti. Eftir þessa ágætu
göngu fórum við upp í skátaheimili og
fórum í gjörning sem fór þannig fram að
við settum á svið brúðkaup sem varð nú
ansi skrautlegt í lokin. Haldin var
brúðkaupsveisla þar sem framreiddur var
mjög góður matur og viljum viö þakka
eldabuskunum fyrir okkur. Svo héldum
við af stað út í dal þar sem viö héldum
mjög skemmtilega kvöldvöku þar sem
mikið var sungið og trallað. Þar voru þau
mætt með gítara Vigga og Einar og héldu
þau uppi miklu stuði. Svo fórum við öll
að sofa., spila eða bara að tala saman.
Sunnudagurinn rann upp bjartur og
fagur og við fengum að sofa svolítið
lengur út en síðan drifum við okkur að
taka til. Síðan lá leiðin upp í skátaheimili
þar sem við slitum námskeiðinu.
Við viljum þakka leiðbeinendunum
Högna og Ara . Viggu , Einari. Binnu,
Þyrí og Höllu gott námskeið.
vonandi verða þau fleiri.
Lóa Baldursdóttir og
Jónatan Guðbrandsson.
Ds. 100 kall í strætó
TIL HVERS — HVERS VEGNA ???
Hér fyrir neðan eru nokkrir skátar spurðir spjörunum úr (úllalla).
Hvað heitir þú fullu nafni ?
Kolbrún Kjartansdóttir
Fæðingardagur og ár ?
07.02.80
Skátaflokkur ?
Man ekki hvað hann heitir.
Handleggjalengd?
Það veit ég ekki.
Hvað talar þú mörg tungumál ?
Tvö
Hvað hefur þú margar viðgerðar
tennur?
Ég , ábyggilega allar eða eitthvað
Áttu penna ?
Á ég penna. já .
Af hverju’?
Til þess að skrifa eða eitthvað.
Til hvers?
Æi ég skrifa aldrei sko.
Viltu nefna eitthvað annað?
Hvað heitir þú fullu nafni?
Stefán Páll Kristjánsson.
Fæðingardagur og ár?
24.06,78.
Skátaflokkur ?
Model 79 og tveir 77
Handleggjalengd?
60 sentimetrar á hverri.
Hvaö talar þú mörg tungumál?
Ensku. Dönsku og Hebresku
Hvað hefur þú margar viðgerðar
tennur?
Hef ekki tölu á þeim.
Áttu penna?
Já .
Af hverju?
Til að skrifa með.
Til hvers?
Svo maður geti lært.
Viltu nefna eitthvað annað?
Nei þið megið skrifa eittvað sniðugt.
( Stebbi stóð á strönum var að troða
strý....bara smá sniðugt.)
Hvað heitir þú fullu nafni?
Guðlaug Gísladóttir
Fæðingardagur og ár?
20.07.78
Skátaflokkur ?
Ds Náttfarar.
Handleggjalengd?
Það veit ég ekki.
Hvað talar þú mörg tungumál?
Tvö eiginlega.
Hvað hefur þú margar viðgerðar
tennur ?
5 held ég.
Áttu penna ?
Já nokkra.
Af hverju?
Til þess að skrifa með aha eiginlega.
Til hvers?
Til þess að geta skrifaö bréf til Bjarkar
Viltu nefna eitthvað annað?
Nei.