Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Side 2
Alheimsskátamótið í Hollandi 1995
Alheimsmót skáta
Hápunkturinn á ferli hvers skáta er aö
taka þátt í alheimsmóti ( Jamboree). í
hreyfingu sem telur ríflega 26.000.000
félaga getur nærri aö þeir eigi ekki gott
meö því aö koma allir saman á einum
staö. Því hefur veriö gripið til þess ráös aö
takmarka fjölda frá hverri þjóð og
afmarka aldur þátttakenda. Alheimsmótiö
er fyrir skáta á aldrinum 14- til 18 ára og
eru haldin á fjögurra ára fresti. Þaö liggur
því í augum uppi aö hver skáti hefur
aöeins eitt tækifæri til aö taka þátt í
mótinu.
Flevoland
Mótiö veröur aö þessu sinni haldið í
Hollandi, nánar tiltekið á svæði sem heitir
Flevoland en þaö svæói er unnið land og
er rétt undir sjávarmáli, en svæöiö var
áöur hafsbotn.
30.000 Þátttakendur
Gert er ráö fyrir 30.000 þátttakendum frá
meira en 110 löndum á mótiö.
Ötullega hefur verið unniö aö kynningu
hér á landi og er þaö stefna stjórnar
Bandalags íslenskra skáta að sem allra
flestir íslenskir skátar taki þátt. Búist er
viö aö 200 skátar fari á þetta mót frá
íslandi.
Tími
Mótiö verður haldió dagana l.-ll. ágúst.
Gert er ráð fyrir því aó fariö veröi frá
íslandi 28.júlí og komiö heim 16. ágúst.
Eins og sjá má á þessu er gert ráö fyrir
dvöl erlendis bæði fyrir og eftir mótiö.
Gert er ráö fyrir aö dvelja í
heimagistingu hjá skátafjölskyldu fyrir
og eftir mót.
Kostnaöur
Ferðin kostar 108.000,-kr fyrir almenna
þátttakendur. Innifaliö í því veröi eru
allar ferðir, mótsgjald, uppihald í
Hollandi, kostnaður viö fararstjórn,
sameiginlegur kostnaöur og fl..
Undirbúningur
Nú i sumar mun undirbúningur
þátttakenda hefjast af fúllum krafti.
Þátttakendum veróur skipt í flokka og
sveitir eftir landshlutum. í hverri sveit
munu starfa 36 skátar og verður
sveitinni stjórnaö af fjórum
sveitarforingjum og sex flokksforingjum
þar aö auki verður einn fararstjóri á
hverja 15 þátttakendur. Undirbunings
starfiö mun í meginatriöum byggja á
þrennu :
fjáröflunum til aö ná kostnaði sem mest
niður, “móralskri " uppbyggingu á
meóal þátttakenda ásamt fræöslu um
alþjóðastarf og skátastarf í öörum
löndum.
Þeir sem áhuga h;:fa á því aö taka þátt í
Jamboree 1995 er bent á tala viö
sveitarforingja eða stjórnamenn í
skátafélaginu Faxa
Á MÓTI STORMI —FAXI
Fermingarblað
útgefið í apríl 1994
Útgefendur:
K.F.U.M & K Landakirkju og
Skátafélagió Faxi.
Abyrgdarmenn :
Hreiöar Orn Stcfánsson
Marinó Sigursteinsson
Eftirtaldir aóilar unnu aó geró þessa
fermingarblaós:
Dróttskátasveitin
100 kall í strætó
Daói Þorkellsson
Hijrður S Friöriksson
Stefán H Fannbergsson
Fríöa H Halldórsdóttir
Skátaflokkurinn STRUMPAR
Magni Freyr Ingason
Gunnar Geir Stefánsson
Sonja Andrésdóttir
Lóa Baldursdóttir
Uppsetning / tölvuvinnsla
Hreióar Örn Stefánsson
æskulvösfulltrúi Landakirkju
369.405 Ská 1994 12(1) Átthagi
Skátablaðið Faxi.
Átthagadeild
14205121
Bókasafn Vestmannaeyja