Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 6
SKATABLAÐIÐ FAXI 6 as kátar á Jamboree '95 í sumar toru rúmlega 200 skátar frá íslandi til Hollands á svokallað Alheimsmót skáta sem haldið er fjórða hver ár. Næsta mót verður í Chile árið 1999. Ásamt þessum 200 skátum voru 6 skátar úr skátafélaginu Faxa. Freydís Vigfúsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Jóhann Sigurður Þórarinsson, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Ágúst Bjarnason og Björgvin Ámundason. Að kvöldi 27. júlí hittist sveitin okkar, Sturlungar í Skátahúsinu og gistum við þar um nóttina. Við vorum seinasti hópurinn sem fór til Lúxemborgar af íslensku skátunum. Hinar sveitirnar höfðu farið dagana 26. og 27. júlí en við héldum hins vegar til Lúx. þann 28. júlí. Þaðan héldum við til Þýskalands og gistum í Wolfsburg á tjaldsvæði hjá þýskum skátum. Þar var mikið um að vera, við I heimagistingu í Belgíu. skoðuðum ýmsa merka staði, t.d. Wolkswagen verksmiðjuna. Á sjálfu tjaldsvæðinu voru haldnar kvöldvökur að hætti okkar skátanna. Við kepptum við þýsku skátana í fótbolta og auðvitað unnum við með yfirburðum. Að kvöldi 31. júlí lagði síðan allur hópurinn af stað til Hollands með mikilli tilhlökkun. Rútuferðir í 35- 40 stiga hita. Við ferðuðumst milli landa í Evrópu með rútu og okkur til mikils ama var sama sem engin loftkæling í rútunum. Skátarnir úr Faxa að hvíla sig eftir etfiða göngu. manns. Á öllu mótssvæðinu voru því hvorki meira né minna en 25.000 þátttakendur auk 6000 manna í vinnubúðum. Á mótinu sjálfu var alltaf nóg að gera, þannig að það var alls ekki hægt að láta sér leiðast. Við vorum vakin klukkan 7.00 á morgnana. í sumum tilfellum reyndist fremur erfitt að vekja ónefnda aðila og voru það því miður tveir Vestmannaeyingar. Milli klukkan 8.00 og 9.00 var svo farið í dagskrá. Þar höfðum við úr svo mörgu að velja að maður gat ekki prófað helminginn. T.d. fórum við í hike, lærðum að kafa, sigldum á litlum seglskútum og fórum í bogfimi. Við Vestmannaeyingarnir tókum okkur saman og skruppum í Vatnaveröldina. Þar var klifurveggur sem við prófuðum en það gekk misvel að komast alveg upp. Við fórum í þrautabraut sem fól í sér m.a að stökkva yfir drullupoll með spýtu, þ.e. stangarstökk. Einnig prófuðum við kajakarennibraut. Þarna var líka stórskemmtileg “sundlaug” sem var með sandleðju á botninum.. Okkur þótti þetta hörkufjör og leiddi fjörið út í leðjukast. Oj, ímyndið ykkur hárþvottinn hjá okkur á eftir. Okkur til mikillar undrunar, vorum við þau einu sem fórum í sturtu án undirfata eða annars klæðnaðar. Ymislegt annað var hægt að gera t.d. svifflug, fallhlífastökk og leikhúsförðun. Á hverju kvöldi voru svo alltaf Rútuferðirnar voru mislangar eða frá 1 klst. uppí 15 klst.. Snemma næsta morgun komum við loksins komin á mótsvæðið. En vandræðin héldu samt áfram því farangurinn okkar fór ekki á réttan stað. Við þurftum því að leita í 3-4 tíma að töskunum. Loks fundust þær og tók þá við þriggja km ganga með 10 kílóa töskur á bakinu aftur á tjaldsvæðið. Sveitin okkar fór á svæði 2 sem var kallað Aries eða Hrúturinn á íslensku. Öll svæðin voru nefnd eftir stjörnumerkjunum. Á mótinu voru 15 slík svæði og á hverju þeirra voru um 50 sveitir hver með um 40

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.