Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 13

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 13
SKATABLAÐIÐ FAXI 13 skátaforingjann prófa og mest var gaman ef viðkomandi blotnaði. Þarna vorum við líka með björgunarbát á síkinu til sýnis. Greinahöfundur að dreifa kortum. Sýningarsvæði Landsbjargar vakti gífurlega athygli og er áætlað að ekki færri en 100.000 manns hafi séð svæðið hjá okkur. Við fengum mikla kynningu í sjónvarpinu í Hollandi og víðar. Við fórum líka í mörg viðtöl í útvarp og blöð. Já það var virkilega gaman að vera Islendingur á Jamboree, og vonandi á þetta eftir að skila okkur skátum og ferðamönnum til íslands á komandi árum. Vinnutíminn hjá okkur var frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 5 síðdegis, stundum lengur. Á kvöldin gátum við upplifað skátalíf eins og í gamla daga, setið við varðeld steikt brauð og sungið skátalög, hitt skáta frá öðrum löndum o.fl. Að lokum má geta þess að þessi kynning á samstarfi Landsbjargar og skátanna tókst mjög vel. Hún vakti athygli og aðdáun allra sem sáu sýningarsvæðið. Menn undruðust hve samtök sjálfboðaliða, eins og björgunarsveitirnar, hefðu náð langt í þjálfun, tækjabúnaði og skipulagningu. Jafnframt að sveitimar væru jat'n veigamikil hlekkur í björgunar og hjálparstörfum á Islandi eins og raun ber vitni. Þetta voru alveg ógleymanlegir dagar. Ég vil hvetja alla, unga sem gamla skáta, að byrja að safna fyrir næsta Jamboree sem verður eftir 4 ár í Chile. Hittumst hress þar. Skátakveðjur Auróra G. Friðriksdóttir Landsmót skáta 1996 Mótsnefnd Landsmóts Skáta 1996 hefur sett íslensku skátahreyfingunni það markmið að Landsmótið 1996 verði fjölmennasta Landsmót skáta sem haldið hefur verið á Islandi. Verður því á mótinu bryddað upp á ýmsum nýjungum. Tjaldbúð verður með öðru sniði en verið hefur á síðurstu landsmótum. Þá verður skipulag dagskráratriða með nýjum hætti. Boðið verður upp á sérstaka dagskrá bæði fyrir hinn almenna skátaaldur og fyrir eldri skáta. Mótið verður með mun alþjóðlegra yfirbragði en við eigum að venjast og verður umgjörð þess frábrugðin því sem tíðkast hefur. Þeir skátar sem munu sækja sitt fyrsta landmót munu upplifa nýstárlegt mót, mót sem þeir mega ekki missa af. Rammi mótsins er "Á víkingaslóð". Yfirbragð þess mun mótast af þessum starfsramma. Líf og lífshættir hinna fornu víkinga höfða í reynd mjög til skáta og má með sanni segja að þeir séu víkingar nútímans. Líkt og skátarnir, ræktuðu víkingarnir með sér hæfni til að lifa í erfiðu umhverfi Þeir urðu að kunna að bjarga sér við aðstæður þess tíma, og afla sér og sínum lífsviðurværis. En lífið var ekki bara barátta hjá víkingunum heldur áttu þeir sína eigin menningu sem birtist m.a. í skáldskap, handverki og trúarbrögðum. Þeir voru líkt og skátarnir í dag útilífsfólk og ummhverfissinnar og elskuðu haf og land - þeir voru skátar síns tíma. Á Landsmótinu hittast skátar og upplifa víkingaandann, hverfa að nokkru aftur á víkingaöld, lifa eins og víkingar - gerast víkingar. Hittumst þar. A nœsta landsmóti verður farið í víking, Mummi virðist vera reiðubúinn íþað.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.