Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Side 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Side 10
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0 Ylfíngar í gegnum tíðina hefur það tíðkast hjá Faxa að öllum foringjum hefur boðist að fara á margskonar námskeið. Helgina 11. til 13. október bauðst okkur sem foringjum ylfingasveitar að fara á ylfingaforingjanámskeið. Var það haldið á Úlfljótsvatni eins og flest önnur námskeið. Þar sem við höfum farið á talsvert mörg námskeið áttuðum við okkur fljólega á því að þetta námskeið var njög ólíkt þeim námskeiðum sem við höfðum farið á. I fyrsta lagi vorum við fá á þessu námskeiði þ.e. ekki nema fimm fyrir utam leiðbeinendur sem voru tveir. Þetta líktist frekar flokksútilegu en námskeiði. í öðru lagi var mikið um föndur, leiki og söngva, sem er nokkuð sem v ið vorum ekki vanar. Og í þriðja lagi kom músagangur og „drauga- gangur“ okkur að óvörum. Við lærðum mikið um ylfingastarf og barnastarf í heild. Við komumst að því að Baden Powell byggði ylfingastarfið mikið á Dýrheimasögu. Hún segir frá Mowgli og vinum hans. Mowgli kemur sem ungabarn inn í hóp úlfa og er alinn þar upp. Baden Powell vildi tengja Dýrheimasöguna skátastarfinu vegna þess að Mowgli þarf að læra að komast af í frumskóginum og bjarga sér sjálfur. A þessu námskeiði fengum við tæki- færi til að vinna með söguna. í byrju námskeiðsins valdi hver og einn sér nafn úr sögunni sem var svo okkar nafn á námskeiðinu. Einnig höfðum við undirbúið kvöldvökuna með því að búa okkur til frumskógarrjóður, þar sem við höfðum málað og klippt út myndir sem tengjast sögunni og persónum okkar. Á þessari kyöldvöku fengum við að kynn- ast vígslu ylfinga, þar sem Akela æðsti úlfurinn sá um vígsluna. Við lærðum mikið á þessu námskeiði. Við höfum nú þegar nýtt okkur hluta af því í okkar starfi, en eigum þó enn heilmikið eftir í gagnabankanum. Að lokum langar okkur að segja frá sveitinni okkar. Hún heitir Smáfólk og er ylfingasveit með 15-20 börnum á aldrinum 8-10 ára. Sveitaforingi hennar eru ásamt okkur Sonja Andrésdóttir. Það sem af er starfsárinu hefur sveitin farið í göngutúr, gert grunnnámsverkefni, s.s. lært hnúta, lært neyðarnúmer í Vestmannaeyjum, höfuðáttirnar fjórar, örnefni o.fl. Einning höfum við lært hluta þess efnis sem kunna þarf fyrir vígslu ylfinga, svo ekki sé minnst á alla leikina og öll lögin sem við höfum lært. I byrjun héldum við foreldra fund þar sem við ræddum vetrarstarfið o.fl. Stefnt er að því að hafa „nótt“ í Skátaheimilinu fyrir jólin auk jólafönd- urs og fleira. Einnig er stefnt að vígslu um leið og kunnátta verður nægileg. Við innritun í haust voru ekki tekin inn yngri börn en átta ára. Var það gert til þess að þau komist á Landsmót skáta árið 1999, en aldurstakmark er ellefu ár. Með skátakveðju Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Júlía Olafsdóttir

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.