Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 2
Kristján Björnsson: Skátajól Það eru forréttindi að fá að halda jól. En það eru alveg sérstök forréttindi að fá að halda skátajól. Skátajól eru þan- nig að við erum við öllu búin. Við gerum allt klárt á undirbúningstí- manum svo við getum haft það náðugt þegar heilög stundin rennur upp. Þetta virðist afar einfalt þegar ég segi það svona í hugvekju, en það býr hér meira að baki. Það er auðvitað fagurt og háleitt markmið að vera einfaldlega með allt klárt þegar til á að taka. Þannig er skátinn innst inni í öllurn málum sem að honum snúa. Hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig og hann er þess albúinn að leggja nótt við dag svo ekkert komi honum að óvörum. En svo er það ofurskátinn. Hann er ekki aðeins með þetta á hreinu, heldur er hann einnig með viðbragðsáætlun við því þegar áætlun A gengur ekki upp. Hann er ávallt viðbúinn. Líka viðbúinn því sem ekki er hægt að sjá fyrir. Eðli hans er að bregðast við því óvænta og öllu því sem uppá kemur eftir að búið er að hnýta alla hnúta. Hann er viðbúinn því að raða öllu upp í nýja forgangsröð. En hví er presturinn að fjalla um skáta og kjörorð þeirra og hvernig tengist það jólunum? Það er einfaldle- ga vegna þeirra sem eiga erfitt með að ljúka öllum þeim undirbúningi sem hugurinn stóð til og áður var oftast nær leikur einn. Við viljum að þetta eða hitt sé klárt áður en hátíðin gengur í garð, en hvað ef það tekst ekki? Reyndar er ég með ákveðið fólk í huga, sem átti í tímabundnum erfiðleikum fyrir jólin eitt árið. Það hafði verið óvenju erfitt og ýmis per- sónuleg mál höfðu lagst með þungu fargi á sálina. Við það bættist missir og sorg af sérstöku tagi. Það gekk illa að skreyta jólatré fjölskyldunnar og það vantaði mikið uppá að allt væri í höfn í tæka tíð. ítarleg jólahreingern- ing fórst fyrir en þess í stað reyndi faðirinn að fara yfir á hundavaði svo stofan liti örlítið betur út en hvers- dags. En svo rann upp sá tími að jólak- lukkur kirkjunnar klingdu og kölluðu hann til aftansöngsins. Og viti menn. Presturinn fjallaði um það í prédikun sinni að jólin kæmu þótt við værum ekki búin að skúra út í hvert einasta hom hússins. Hann hafði farið til kirkjunnar svolítið tættur á sálina og álagið setti mark sitt á manninn. En það var eins og ljósglæta kviknaði í lífi þessa manns. Hann leit á börnin sín þar sem hann sat undir fallegum hátíðarsöng og sá að töfrar jólahelgin- nar höfðu þegar náð að tendra sitt ein- stæða blik í augum þeirra. Forgangsatriðið í þessari sögu er það sem er alltaf forgangsmál í tengslum við hátíðarhöld. Við þurfum að hleypa helgi hátíðarinnar inn fyrir dyr, bæði hússins dyr og dyr sálarinnar. I þeim efnum þurfum við ætíð að vera viðbúin hvernig sem á stendur. Og þar sem skáti er ávallt viðbúinn, er sjálf- sagt mál að kalla það skátajól, þegar við erum ávallt við því búin að taka á móti töfmm jólanna, hvernig sem á stendur. Höfum því ávallt pláss fyrir friðinn sem fylgir jólum og tendrum heilög ljós á helgri hátíð ljóssins. Það eru tákn sem allir skilja til hlýtar þegar á reynir og stundin er runnin upp. Það eru tákn fyrir birtuna og þann friðarins kraft sem Jesús Kristur bar með sér inn í þennan heim á fyrstu jólum. Minnumst fæðingar Guðs á jörðu. Gleðilega hátíð. Sr. Kristján Björnsson Útgefið í desember 2000 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Anna Jóna Kristjánsdóttir Auglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir Dróttskátasv. Weztmenn Ritnefnd: Dróttskátasveitin Weztmenn Einar Örn Arnarsson Prófarkalestur: Anna Jóna Kristjánsd. Prentvinna: Prentsm. Eyrún ehf. o SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.