Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Side 5
Fífill
Sveitinn okkar heitir
Fífill. Hún er fyrir þá skáta
sem hafa lokið við ylfin-
gaverkefnin eða eru nýjir á
sama aldri og félagar sínir.
Sveitinn er blönduð, það
þýðir að bæði strákar og
stelpur eru í henni.
Sveitinn samanstendur af 5
flokkum. Afturgöngum,
Flugum, Kanínum,
Myrkfælnum draugum og
Rassálfum. Það má finna
efni frá flokkunum ein- „ . „ . .
hverstaðar í blaðinu. Sveitafonngjar Fifils
I vetur héltum við “kvöldvöku” eða
eiginlega svona að degi til, á henni voru
sungin skátalög og svo drifu allir sig út í
leiki. En að sjálfsögðu hafa flokkamir
gert margt skemmtilegt sem athugavert
er að lesa.
Sveitarforingjar Fífils
Sigga og Steinunn
Rassálfar!
Við emm flokkurinn Rassálfar. Við
erum búin að gera heilan helling í vetur,
s.s. halda hnútafund, fara að síga, videó-
fund, bflafund og margt fleira. Helgina
13.-15. október fórum við í útilegu,
fyrstu nóttina sváfum við í
Skátaheimilinu en hina í Gamla golf-
skálanum. Við fórum f göngu á lau-
gardaginn þegar að allir voru vaknaðir.
A laugardagskvöldinu fór svo Einar Örn
með flokkinn í torfærur upp um fjöll og
firnindi á nýja jeppanum hjá
Björgunarfélaginu. I Rassálfum em:
Gísli Valur, Halli, Birkir og Guð-
mundur, flokksforingi Rassálfa er
Herdís. Við hvetjum alla krakka til að
byrja í skátunum því að þetta er æðisle-
ga gaman og það má enginn missa af
þessu.
Herdís, flokksforingi
Afturgöngur
Sælt veri fólkið!
Við erum fjórar stelpur í geggjuðum
skátaflokk. Þessi skátaflokkur heitir
Afturgöngur. Við erum alltaf að gera
eitthvað skemmtilegt t.d. göngu, læra
skyndihjálp, spjallfund og margt margt
skemmtilegt.
Við erum núna að vinna í því að fara
að gera flokkshúfu sem á eftir að slá í
gegn.
Eitt sinn þegar við fórum í göngu inn
í Herjólfsdal þá kom eitt fyrir sem minn-
ir á það að skáti er ávallt viðbúinn. Það
var mjög gott veður þennan dag og við
vorum í ofsagóðu skapi og þá mættum
við tveimur konum sem voru með tvö
lítil börn á tjaldsvæðinu. Við tókum
eftir því að konurnar áttu í einhverjum
vandræðum og við fórum að spyrja þær
hvort að við gætum eitthvað aðstoðað
þær. Þær sögðu okkur að þær kynnu
ekki að tjalda tjaldinu sem þær voru
með. Auðvitað buðumst við til að hjálpa
þeim og þetta var sko ekkert mál fyrir
okkur. Þetta tók enga stund og konurnar
voru okkur mjög þakklátar. Við höfum
ekki mikið meira að segja á þessari
stundu nema bara.
Gleðileg jól
Kærar kveðjur
Afturgöngur
Herdis flokksforingi
Gaman í útilegu
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
0