Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 7
Strók og Fossbúum (við alltaf jafn vin- sæl). Þá var haldin glæsileg kvöldvaka sem var ákaflega vel undirbúin (var ein- hver sem tók ekki eftir „manninum með söngbókina”?). Seinna um kvöldið var svo farið í næturleik sem gekk út á það að elta stráka sem voru með ljós. Svo var bara farið að sofa. Morguninn eftir var svo tekið til og farið frá skálanum. Farið var í sund í sundlauginni í Hveragerði. Eftir sundferðina buðu Gústi og Sigga „Búkolluforeldrar” okkur í kleinur, pönnukökur og mjólk. Var það vel þegið. A leiðinni niður í Þorlákshöfn var komið við í Eden í Hveragerði. Glaðir og ánægðir héldu svo skálarnir heim til Eyja. Anna Jóna skátastelpa. Dalakot 2000 Þann 10. nóvember hélt flottur hópur skáta úr Eyjum af stað í hina árlegu Dalakotsferð. Eftir langa ferð með Herjólfi og bílum komum við svo í skálann eitthvað um kvöldmatarleytið. Eftir að sársvangir skátarnir höfðu nærst var komið sér vel fyrir eins og skátum einum er lagið! Um kvöldið var svo smá kvöldvaka. Eftir kvöldvökuna var svo skriðið ofan í svefnpokana og upp í kojumar. Svo var farið að sofa. Þegar við svo loksins vöknuðum morguninn eftir var okkur svo hent í göngugallann og við rekin út. Við fórum í göngu í Reykjadal. Gangan gekk ágætlega en með nokkrum hindrunum þó, s.s. lækjum sem þurfti að vaða. I Reykjadal var stoppað hjá heitum læk þar við gátum „skolað af okkur skítinn”! I brunagaddi héldum við svo út í lækinn og böðuðum okkur. Eftir baðið héldum við svo áfram að labba, með miklum herkjum komumst við þó loksins á áfangastað sem var við Drottningarhol- una fyrir utan Hveragerði. Vorum við mjög fegin þegar bílarnir komu og ferj- uðu okkur í skálann. Þegar inn var komið var svo skriðið beint ofan í svefn- poka og haft það notalegt. Um kvöldið fengum við gesti frá Landnemum, Flokksforingja námskeið Skátaflokkurinn minn, Refir, og nokkrir aðrir í skátafélaginu mínu, Faxa, fóru á flokksforingjanámskeið í ágúst og var það æðislegt. Við fórum með Herjólfi til Þorlákshafnar og tókum rútu að Þrengslunum þar sem við skiptum um rútu og sú rúta fór með okkur á Ulfljóts- vatn. Þegar við komum á leiðarenda var okkur skipt í flokka,við urðum að vinna með þessum flokkum í öllu sem við gerðum á flokksforingjanámskeiðinu og við fengum að vita hvar við svæfum. Síðan fengum við að borða og gerðum allt tilbúið, fórum á kvöldvöku og svo að sofa. A þessu flokksforingja- námskeiði lærðum við ýmislegt líkt og að súrra, elda mat yfir opnum eldi, eld- stæðagerð, hvernig á að höggva í eldinn og hvemig á að nota á áttavita svo að ég nefni nokkur dæmi. Við bjuggum til tjaldbúðir á öðrum degi og settum þær upp með eldstæði, matarborði, ruslatun- nu og svo auðvitað tjaldi. A þessu tjald- stæði grilluðum við hamborgara sem var ofboðslega góðir og við sváfum líka eina nótt í litlu tjaldi og við vorum sex í því (þannig að það var frekar lítið pláss hjá okkur þessa nótt). Á næstsíðasta deginum þá gerðum við áætlun um gön- guleið sem við ætluðum að ganga og hver hópur gerði sína áætlun og við gerðum nokkuð góða áætlun. Svo gerðum við það sem við þyrftum til göngunnar tilbúið og við gengum af stað allir í sínum hópum. Það voru 6 punktar þar sem við myndum athuga kortið og taka stöðuna en einhvern veginn villt- umst við út af gönguleiðinni og inn í eit- thvað gljúfur. Það tók okkur dágóðan tíma að komast úr þessu gljúfri en á endanum komumst við upp úr því vegna þess að frekar straumhörð á skipti því í tvennt og við komumst ekki á hinn endan fyrr en nokkru seinna þegar við fundum ákjósanlegan stað til að stökkva yfir. Og þegar við vorum komin yfir fundum við reit fullan af bláberjum og krækiberjum og við týndum þau þangað til að allir voru komnir yfir. Við tókum síðan nokkurn vegin stöðuna til skálans sem við vorum að ganga til og eftir skamma stund hittum við annan hóp og síðan hittum við skátabíl sem vísaði okkur á rétta leið. Þegar við komum í skálann var beðið eftir þeim sem voru eftir og síðan voru grillaðar pylsur og við gerðurn okkur tilbúna fyrir nóttina en ég (Ásgeir), Bjarni og Hallur ásamt tveimur öðru skátum sváfum úti og var það geðveikt. Morguninn eftir gengum við til baka og vorum við talsvert fljótari tilbaka. Eftir að við vorum búin að pakka saman og gera okkur tilbúin til heimferðar þá var hist í síðasta sinn og allir kvaddir og allir voða glaðir. Við tókum rútu niður til Reykjavíkur og alla leið niður í Mjódd í skátafélagið Eina. Þetta kvöld hittumst við nokkur í Kringlunni, fengum okkur að borða og fórum á „Coyote ugly” og síðan voru allir kvaddir í síðasta sinn og allir fóru þangað sem fólk gisti. Daginn eftir fórum við í Herjólf og síðan fóru allir heim. Ásgeir Refur SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.