Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Page 19

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Page 19
Það sem skátar láta út úr sér! Tvær stelpur voru útí Viðey. Önnur var að gera leikfimiæfingar og prófar að standa á höndum. Þá segir hún við hina „sjáðu hvað fjallið er miklu stærra ef maður stendur á höndum!” þá spyr hin hana „Hvemig getur þú séð fjallið ef þú stendur á höndum?” Ein stelpa sem er bókstaflega fræg fyrir að segja einhverja vitleysu, var að rökstyðja einhvert kjaftæði sem kom út úr henni þegar einhver sagði henni hvemig það ætti að vera í rauninni en hún vildi ekki hlusta á rétta svarið og sagði “Eg vil ekki heyra það sem ég vil ekki heyra”! Nokkrir dróttskátar voru komnir til menningarborgarinnar Reykjavíkur, og þurftu að taka strætó, við vorum að kíkja á töfluna og tékka hvenær strætó kæmi þegar ein stelpan sagði “Eigum við ekki bara að hringja í strætóinn”? Ekki gat hún látið þar við sitja heldur kíkti hún á kortið sjálf og sagði þetta eru bara 1-2 skref!!! Við getum alveg lab- bað þetta! Málið var bara að þetta var kort af allri Reykjavík og þessi 2 skref voru 2 skref á korti - margir kílómetrar! Fyrir Viðeyjarferðina var keypt nýtt grill til þess að grilla humarinn. Verið var að velta fyrir sér eiginleikum grillsins þegar einni ljósku datt í hug að spyrja „Er HRAÐSUÐA á grillinu?” í þessari sömu Viðeyjarferð datt henni í hug að spyrja um einhvað almennt eins og „Hafið þið smakkað Rafhlöðu?” En eins og allir vita þá hét nýji drykkurinn ekki rafhlaða heldur Batterí!!! Ég meina „come on”! Loks kom að því að „eðlilega” fólkið fór að segja einhverja vitleysu enda var kominn tími til! Við vorum stödd í Reykjavík og einni stelpuni datt í hug að hlusta á útvarp fyrir svefninn og langaði að hlusta á Fm957 af einhverjum skrít- num ástæðum og spurði hópinn „Númer hvað er Fm957 á útvarpinu?” Ein stelpa sagði „Ég er að fara í enskuskóla í sumar, ég skil samt ekkert hvað er svona merkilegt við þetta tungumál, það er ekki einu sinni forseti í Bandaríkjunum!” Talandi um það að fylgjast EKKERT með fréttum!!! Ein stelpan var að segja frá því hvemig maður gæti kafað miklu lengur ef maður bara væri með GASKÚT á sér!!! Allir vita að það þarf súrefniskút til að kafa lengi! EKKI GASKÚT!!! Það var umræða í gangi um hvað við ættum að gefa félagsforingjanum á Selfossi í afmælisgjöf, en hann á afmæli á Þorláksmessu. Ein stelpan var að tala í síma við aðra sem ekki komst á fundinn og sagði henni „bla bla bla...svo á hann bara afmæli í Þorlákshöfn”!!! Einni stelpu fannst kærasti hennar vera með mjóa handleggi og sagði við hann „Þú ert með svo mikla Spóahandleggi!!! En eins og flestir vita eru fuglar með vængi. Hver lækkaði svona hátt í græjunum??? Brasilía er í Afríku!!! FÖSTU-dagurinn 13. er á Pálma- SUNNUDEGI! Hvenær eru aftur jólin í ár? Hva, var varðskipið bara að landa hér? Hva? Heldur þú kannski að strútarnir komi með börnin? Sendum Vestmannaeyingum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og blessunarríkt komandi ár. Þökkum ánœgjuleg samskipti á liðnum árum nú þegar félagið hœttir rekstri ms. Herjólfs eftir tœp 25 ár. Þlcrjóifur hf. SKÁTABLAÐIÐ FAXI Œ)

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.