Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Bakkabræður
Halló halló!
Við í sveitinni Bakkabræðrum ætlum
að segja ykkur aðeins frá okkur. í
sveitinni eru tveir stelpuflokkar á
aldrinum 11-12. Flokkarnir heita
Bambar og Pysjur. Því miður eru engir
strákar hjá okkur en þeir sem hafa áhuga
og eru á aldrinum 11-12 ára endilega
komið þá niður í skátaheimili á
þriðjudögum kl. 17:00. En núna ætlum
við að segja svona nokkurn vegin hvað
við höfum verið að gera frá því í janúar
á þessu ári þar til núna. Þann 15.-17.
febrúar fórum við í sveitarútilegu sem
heppnaðist mjög vel. Við vorum að
súrra (binda saman spýtur og mynda
þrífót), rifja upp og læra fleiri skáta-
hnúta, og svo var farið í göngu, ýmsa
leiki, útilegu og gerð nokkur verkefni. í
þessari var verið að undirbúa flokkana
undir vígsluna sem skátar. Og þann 22.
febrúar vígðumst við sem skátar og
vorum mjög ánægðar með að ná þessum
árangri. Við vorum líka allan síðasta
vetur að vinna að búkollu verkefnum
sem voru ýmsar þrautir fyrir landsmótið
sem við fórum flestar á og skemmtum
okkur rosalega vel. Svo kom smá frí í
ágúst og starfið byrjaði aftur þann 7.
september. Þá komu allar stelpurnar sem
voru í fyrra og nokkrar nýjar í viðbót og
viljum við bjóða þær hjartanlega
velkomnar í skátana. Nú í vetur erum
við búnar að vera að vinna verkefni og
ætlum bara að halda því áfram eftir jól
og skemmta okkur vel. En þann 15.-17.
Pysjur. Hér erum við á landsmótinu 2002 Sigrún H, Kristín, Fanndís, Telma og
Iris
nóvember fórum við í aðra sveitarúti-
legu sem heppnaðist mjög vel. Þessi úti-
lega var bara til þess að hressa upp á
starfið og vorum við bara að leika okkur
alla helgina og fórum í eina göngu en
þegar við komum aftur upp í skáta-
stykki, þar sem við gistum, fór verið
versnandi og var því ekki hægt að fara
út seinni partinn þannig að við vorum
bara inni að leika okkur. En núna
verðum við að kveðja í bili og viljum
við óska öllum bæjarbúum gleðilegra
jóla og vonum að þið hafið það sem
allra best um hátíðirnar.
Jólakveðja
Bakkabrœður
í vetur er búið að vera geggjað gaman.
Við erum búnar að fara í 3 útilegur eina
flokksútilegu og tvær sveitar útilegu. Og
svo fórum við auðvitað á landsmótið
sem var mjög gaman. Við gerðum
ýmislegt skemmtilegt t.d. fórum í
göngu, vatnasafarí, Harry Potter heim
og svo miklu miklu meira. En það er
meira sagt frá því í Landsmótsgreininni.
Við viljum endilega hvetja alla til að
koma í skátanna því það er æðislegt fjör
og endilega stráka líka. Við óskum
öllum gleðilegra jóla og sjáumst hress
og kát á næsta ári.
Jólakveðjur
Bambar
Bambar
Hæ hæ. Við erum flokkurinn Bambar.
Pysjurnar
Flokkurinn okkar er búinn að vera
starfandi síðan í fyrra. Síðan þá erum
við búnar að gera fullt af skemmtilegum
verkefnum, við búnar að fara í tvær
sveitarútilegur og í júlí fóru nokkrar úr
flokknum okkar á landsmót skáta á
Akureyri. Stefnan hjá okkur er að læra
en þá meira urn skátana og fara í fleiri
útilegur. Okkur finnst skátastarfið mjög
skemmtilegt og við hvetjum alla til að
byrja í skátunum.
Jólakveðja
Pysjumar
Bambar. Hér erum við á Landsmóti skáta 2002. Fanney, Elín, Margrét,
Ingibjörg, Jakobína, Arný, Valgerður og Sigrún
SKÁTABLAÐIÐ FAXI