Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 3
Barist við ísdjöflana
Farið var í Dróttskátaferð upp í Bláfjöll
23.-25. janúar. Aætlað var að plana
D.s.starfið og þjappa hópnum saman, sem
gekk nú vonum framar.
Seinni ferð þjóðvegar okkar var tekin, og
mætti Bjarki fremur seint í Herjólf, næstum
búin að missa af þessari mergjuðu ferð.
Þegar á Islandið var komið biðu Einar Öm
og Freydís okkar og keyrðu okkur í Gilitrutt,
og svo vorum við með einn bfi í Herjólfi, það
var litli bfiinn hennar Rósu. Haldið var upp í
Bláfjöll en Einar og Freydís komu við í
Hveragerði. A meðan þau vom í Hveragerði
fór litli bflinn hennar Rósu upp að skála og
komust við þá að því að við vomm læst úti.
Tókst þó að komast inn í kompu sem var
mikill léttir því það var nú dálítill hrollur í
okkur.
Þegar allt liðið var komið þá var farið í
svokallaðan póstaleik sem var náttúmlega
bara hrein snilld. Einar Öm sá um leik sem
heitir snickersleikurinn og virkar hann þann-
ig að það em bara þrjú snickers og fjórir sem
eiga að fá, en þá þarf að ákveða hver á að
deyja, því sá sem fær ekki snickes deyr. Rósa
og Leifa vom með þrautir sem dróttskátamir
áttu að leysa og Freydís var með póst sem
gekk út á að skipuleggja öflugt dróttskáta-
starf.
Við vöknuðum eldhress að morgni laugar-
dags, enda hresst fólk á ferð. Þegar allir vom
búnir að græja sig var haldið út í kuldann.
Veðrið var í alla staði mjög hentugt til
útiveru, þá meinar maður nokkuð bjartur
dagur. Við fómm út í þeim tilgangi að finna
helli sem er í grennd við svæðið, en það
munaði litlu að Eyþór dytti ofan í hellinn,
eins og að hans sögn að hann hafi barist við
fsdjöflana. Hellirinn fannst að lokum og við
sigum niður í hann sem var bara nokkuð
gaman.
Skíðaskálin í Bláfjöllum var kannaður
eftir að allir voru komnir með kalnar tær og
útlimi eftir útivemna. Fengum við okkur
eitthvað í gogginn, svo eftir að við vomm
búin heldum við upp í Gilitmtt. Fengum við
miklar og góðar móttökur af krummanum
sem var búin að éta frönskumar hennar
Sigrúnar. Svo var bara chillað fram að
kvöldmat og haldin svo kvöldvaka í fram-
haldinu sem endaði líka á frábæmm
næturleik þar sem Rósa fór á kostum (ekki
segja henni að hún klúðraði leiknum). Þegar
leikurinn kláraðist var farið í annan leik til
sárabóta og var það hinn sívinsæli
ljósaleikur. Eftir að hafa hlaupið í sig hita í
snjónum þá fórum við inn í kakó og gátu-
leiki, og auðvitað virkaði þetta skemmtilegt
fyrir þá sem skildu gáturnar. Eftir gátuleik-
ina fóm sumir að kúra hjá koddunum sínum
en aðrir voru meira fyrir að spjalla um
daginn og veginn.
I sunnudagshádegi vorum við vakin með
látum frá foreldum skáta sem komu í heim-
sókn á laugadagskvöldið. Þá var skálinn
tekin í gegn, enda þessi skáli í eign okkar, og
var því ekki í spes ástandi. Eftir tiltekt lá
leiðin að gatnamótunum þar sem rútan
ætlaði að stoppa fyrir þessum hressu skátum
sem vom nokkuð þreytt eftir þessa frábæm
helgi. Haldið í Þorlákshöfn þar sem
hópurinn fór í sínar áttir og eflaust sváfu allir
vært í þessu fallega en merka skipi okkar.
Littu okkurum aí komjokhéjimum
tÚ áík ogstyrktugottæskutykstarfí láSúmí.
Móttökutími: 1 Markvebjurborm
út í áfangadítg.
16. des. fimmtudagur ki. 12-22
17. des. föstudagur ki. 12-19
18. des. laugardagur kl. 12-19
19. des. sunnudagur kl. 12-19
20. des. mánudagur ki. 10-19
21. des. þriðjudagur kl. 10-19
22. des. miðvikudagur ki. 10-22
23. des. fimmtudagur kl. 10-22
Skátafélagið Faxi
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 3