Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 7
Tiger að elda gómsæta rétti Faxa. I flokknum emm við fimm: Svana Sigurrós, Svana Björk, Sigrún, Sólveig og María. Við erum búnar að gera margt í vetur s.s. flokkskistu, flokksbók, fara í útilegu og vera duglegar að mæta á fundi. Eftir áramót ætlum við í aðra úti- legu og stefnum líka á að fara næsta sumar á landsmót á Ulfljótsvatni. Þetta er hann Gísli Stjörnur að búa til flokkskistu. Sveitarútilega Fífils 29.-31. október Utilegan byrjaði klukkan 15 upp í Skátastykki þá var sagt á hvaða lofti hver flokkur ætti að sofa. Farið var út að flagga í byrjun útilegunnar. Svo var haldið inn og komið sér fyrir. Eftir kvöldmat héldum við kvöldvöku, úrin voru tekin af krökkunum og voru þau þar með tímalaus. Eftir kvöldvökuna fómm við í göngu út að Lyngfelli voru nú margir nokkuð hræddir skátar. Haldið var upp í skála þar sem gerður var draugagangur, eftir það fórum við bara að græja okkur í svefn. Morguninn eftir vöknuðum við nokkuð snemma eða klukkan 8 farið út í morgunleikfimi sem Gísli sá um og gerði með stæl. Skálaskoðunin var á sínum stað. Eftir skálaskoðun fórum við í þriggja tíma göngu þar sem var gengið upp á Helgafell og svo endað í sundi komum niður í skátaheimili og fengum okkur að borða, horfðum á spólu og lögðum svo á stað upp í Skátastykki aftur. I kvöldmatnum var hlutverka- leikur þar sem allir fengu hlutverk úr Disney mynd. Haldin var svakalega skemmtileg kvöldvaka sem endaði með þessum líka miklu látum því það var gerður draugagangur sem enginn veit hver gerði eða hvaðan hann kom. Hér með auglýsum við eftir því að draug- urinn gefi sig fram. Slógu hjörtu okkar mjög ört vegna þessarar uppákomu, svo var pínu næturleikur. Eftir hann fórum við að sofa og voru þá allir komnir á eitt loftið því enginn þorði að sofa á hinum loftunum. A sunnudeginum var vaknað klukkan 9 og skálinn tekinn bókstaflega í gegn allir þrifu sín svefnloft því enginn flokkur vildi vera svo óheppin að þurfa að þrífa klósettið. Svo var farið í póstaleik, það voru fjórir póstar, mjög skemmtilegt. Slitum við svo þessari sælu útilegu og allir héldu heim á leið hressir og kátir. Að snæðingi eftir ferðina í Haugahelli Allir í hellaferð í sveitaútilegunni. SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.