Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 11
búið að breyta áætluninni og þurftum
við að skipta um lest, en hún var á næsta
brautarpalli þannig að við þurftum að
hlaupa á milli og þegar við komumst að
lestinni þá voru svo margir og
troðningurinn svo mikill að við
enduðum á því að ganga lestina alveg á
enda og fórum í fyrsta farrými, en ekki
nóg með það heldur fundum við ekki út
hvar við ættum að borga svo að við
borguðum ekki krónu (en vorum samt
búin að borga lestarmiðann, en vorum
aldrei rukkuð um hann). Komumst við
að lokum á Kastrup þar sem fáir sluppu
auðveldlega í gegnum hliðið og
fríhöfnin var vel skoðuð og síðasta
gjaldeyrinum eytt. Pínulítil seinkun var
á fluginu, en þegar í flugvélina var
komið og maður ætlaði virkilega að
slappa af eftir langt ferðalag byrjuðu
ósætti um sætaröðina en viljum við nú
bara kenna mikilli þreytu um þau læti
enda búið að vera á ferðalagi í 14
klukkutíma ásamt því að hafa farið á
Hópurinn sem fór til Danmerkur í sumar.
Strikið í þessum hita. Flugferðin gekk
annars vel og beið eftir okkur
bílaleigubíll í Keflavík svo að við
gætum brunað beint í Þorlákshöfn, en
þegar í klefann var komið í Herjólfi
angaði hann af mikilli táfýlu. Allir spen-
ntir að komast heim í rúmið sitt og
STURTU. Ferðin heppnaðist mjög vel,
allir voru sáttir við hana og geyma
eflaust góðar minningar úr henni.
Smiðjudagar 15.-17. október
Smiðjudagar voru haldnir hér í
Vestmannaeyjum, eftir að hafa verið
haldnir víðsvegar um landið, alltaf á
sama tíma þriðju helgina í október. Svo
að við segjum hvað þessir dagar ganga
út á þá ganga þeir aðallega út á að ská-
tar víðsvegar um heim setjast við tölvur
og talstöðvar og tala saman. En málin
hafa þróast þannig að stofnaður var
hópur sem kallaður er smiðjuhópur, og
heldur hann utan um þessa helgi með
aðstoð okkar þetta árið. Við viljum
þakka þeim fjölmörgu sem komu að
þessari helgi, þá sérstaklega:
Björgunarfélaginu fyrir afnot af tal-
stöðvum, siglingu á Þór og sigi,
Kristjáni á Náttúrugripasafninu, Bibba
fyrir leiðsögn á Heimaklett, Ruth og
Sigurgeir fyrir eldgosamyndirnar,
Framhaldskólanum fyrir afnot af
tölvum, Vigga í sundlauginni fyrir
miðnætursund og bænum fyrir laugar-
dagskvöldmatinn.
Skátafélagið Faxi
Þetta byrjaði með að tvö félög komu
með fyrri ferðinni til Eyja. Það var lifaði
í sjoppunni þangað til hinn félögin
komu, þá skráðu allir sig. Það þurftu
allir að vera með Nokia bönd um
hálsinn og í einhverjum risa bolum.
Eftir skráningu komu allir sér fyrir og
haldið út í sjoppu í kvöldmat. Svo var
bara chillað og talað saman. Við vorum
rekin að sofa geggjað snemma og þeir
sem voru á einum stað í salnum í
Skátaheimilinu fóru sumir bara ekkert
að sofa. Það var farið í bakaríið í
morgunmat klukkan 9. Eftir það var
skráning í dagskrá og tekið til. Borðuð
súpa og brauð í hádeginu. Eftir það var
farið upp í Framhaldsskóla á eitthvað
skátachat. Eftir að sumir voru búnir að
hertaka tölvurnar fórum við hin niður í
skátaheimili og biðum eftir siglingu sem
Björgunarfélagið sá um.
Heldum svo niður á bryg-
gju og svo um borð og
hoppað um í risa öldum
og urðu margir blautir.
Kom fólkið í land mjög
blaut og þá voru allir
reknir á eldgosamyndina.
Þegar helmingurinn af
myndinni var búin héldu
allir að þetta væri búið og
þá sagði Palli Zoph „nei
nei þetta er bara helmin-
gurinn" og allir í salnum
„ohh" og nokkrir voru
bara hreinlega sofnaðir.
Farið var svo í göngu um
eyjuna þar sem skoðað
vara ýmislegt sem
tengdist gosinu. Upp í
Skátastykki var farið þar
sem kvöldmaturinn í boði
bæjarins var borðaður og
haldin svo hrikalega
skemmtileg kvöldvaka.
Eftir dagskrána upp í
Stykki var gengið niður í
Skátaheimili þar sem allir
sóttu sunddótið sitt og
haldið var í miðnætur-
sund sem var bara gegg-
jað fjör. Þegar við komum
upp í heimili vara bara farið strax að
sofa. Við vorum svo vakin morguninn
eftir með því að Andri Týr sagði í eyrum
á manni „girl your fine" og allir
vöknuðu. Við tókum allt til og löbb-
uðum með krökkunum niður í Herjólf til
að kveðja.
Jólakveðja
Jakobína
Farið upp í Framhaldsskóla í eitthvað skátachat.
Hoppað um í risaöldum
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
11