Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 15
Póstur eitt: Tunnufleki á þurru landi að sofa seint og síðar meir, eða um tvö leytið. Sunnudagur15. ágúst Morgunverkin unninn eins og skyldi í þessu blíðveðri. Eftir öll erfiðisverkin var fyrirlestur með Huldu sem fjallaði um skátastarf í samfélaginu og eftir það kom Sigurður Júlíus Grétarsson sem hélt fyrirlestur um skátastarf og aga. Hádegismaturinn var pizza elduð úti svona á geðveikan hátt og var hún mjög góð. Eftir að hafa borðað þessa dýrindis pizzu var farið í einn mergjaðasta póstaleik sem hægt er að hugsa sér. Hér koma lýsingar á póstunum: póstur eitt þá voru svona fjórar tunnur með fleka ofan á og átti flokkurinn að koma sér áfram með því að ýta sér með prikum. Póstur númer tvö var þannig að einn úr flokknum átti að fara út á kanó og hinir að koma logandi eldi til hans með því að nota líflínu, þriðji pósturinn var hengi- brú það var mergjað þá var búið að koma spýtu fyrir í miðri lækjarsprænu og á spýtunni var búið að festa aðra spýtu svo það myndaði kross og átti maður að koma öllum flokknum yfír án þess að snerta lækinn því hann var eitraður. Fjórði pósturinn gekk út á að koma vatni sem átti að vera eitrað yfír í fötu og máti maður ekki koma við vatn- ið, en það var búið að búa til svona handvirkt færiband. Þegar þessi skemmtilegi póstaleikur var búinn þá fórum við á tvo fyrirlestra hjá Guðmundi sem talaði um vímuefni og áföll í skátafélögum og svo hjá Huldu um foreldrastarf í félögum. Það var gestakvöldmatur þar sem búið var að eftir þetta námskeið, en alveg sama um það ræsið var á sínum stað og öll morgunverkin létu ekki á sér standa. Eftir allt puðið í morgunleikfiminni þá fórum við á fyrirlestur hjá Tryggva um náttúruna, sem var nokkuð fróðlegur. Svo fengu flokkarnir það verkefni í hádeginu að elda silung úti í náttúrunni, og Gaukar bjuggu til heitan pott (var reyndar kaldur) og var hann testaður þarna í hádeginu. Var það bara fyndin sjón og vá lætin í þessum drengjum. Eftir matinn og lætin þá var farið í markaðsferð, sem er varla frásögu- færandi og heldur betur skrítin ferð þar sem maður máti ekki tala nema taka í einhvern staf því þá mundi maður breyt- ast í stein, dulítið skrítið, en nokkuð gaman. Svo hófst gamanið og það var að ganga frá blessaða dótinu og það er nú ekki gaman þó svo við höfum logið því, því öll vinnan sem var búin að fara í þetta var svo mikil og dýrmæt reynsla sem maður nýtur góðs af. En eftir að hafa gengið frá næstum öllu var gert endurmat á námskeiðinu, svo var draumakvöldvaka sem var bara hrein og bein snild þar sem Björgvin fór á kost- um. En eftir kvöldvökuna var kveðju- stund og var hún frekar sorgleg og enginn á því að fara heim eftir yndisleg- an tíma á Úlfljótsvatni. En það sem gleður mann er að maður hefur eignast vini sem maður hittir aftur á tímabilinu september 2004 til febrúar 2005 og vinnur verkefni og svo hittast allir hópamir í mars sem verður bara gaman Takk fyrir okkur Rósa og Leifa bjóða einhverjum eldri skátum, sem hafa lokið við Gilwell þjálfunina. Ekki var eins gaman á þessari kvöldvökunni þar sem Olafur Asgeirsson talaði í svona góðar tvær klukkustundir án þess að fá sér vatnsopa. En við ákváðum við bara að gera gott úr þessu og eftir kvöld- vökuna fómm við og héldum svona sér kvöldvöku sem stóð fram á rauða nótt eða þangað til skólastjórinn Helgi kom og bað okkur um að hafa lægra, og auðvitað hlýddum við því og fórum beina leið inn í tjald. Mánudagurinn 16. ágúst Maður var nú orðin dálítið þreyttur Póstur þrjú „hengibrú” SKÁTABLAÐI0 FAXI 15

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.