Fréttablaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 2
Veður
Tiltölulega róleg austlæg átt. Víða
bjart veður, en eitthvað snjóar norð-
austan- og austanlands. Það er kalt
hjá okkur um þessar mundir.
sjá síðu 26
Landsréttur tekur til starfa strax eftir áramót
Unnið er að því að gera nýjan dómsal Landsréttar tilbúinn áður en hinn nýi dómstóll tekur til starfa 2. janúar næstkomandi við Vesturvör í Kópa-
vogi. Ekki liggur enn fyrir hvert verður fyrsta mál á dagskrá réttarins en Landsréttur fær mál úthlutuð frá Hæstarétti um leið og dómstóllinn tekur
til starfa eftir áramót. Áætlað er að fyrsta dómþing verði sett í Landsrétti upp úr miðjum janúarmánuði. Fréttablaðið/anton brink
Persónuvernd Ríkisútvarpið braut
gegn lögum um persónuvernd þegar
fullt nafn barnshafandi konu birt-
ist í sjónvarpsfrétt sem fjallaði um
verðandi mæður í neyslu.
Konan kvartaði til Persónu-
verndar í janúar síðastliðnum en
hún hafði verið á kvennadeild í
ómskoðun þegar ljósmóðir spurði
hvort hún væri samþykk því að
RÚV tæki myndskeið af skoðuninni.
Konan var fullvissuð um að hún
myndi ekki þekkjast. Í vefútgáfu
fréttarinnar fylgdi myndskeið þar
sem fullt nafn konunnar sást.
RÚV viðurkenndi í svari við
erindi Persónuverndar að mistök
hefðu orðið við vinnslu fréttarinnar
og að konan hefði verið beðin afsök-
unar. Í því fælist að RÚV liti svo á að
vinnslan hefði ekki samrýmst per-
sónuverndarlögum, líkt og Persónu-
vernd síðan úrskurðaði. – smj
RÚV braut gegn
verðandi móður
Fangelsismál Börkur Birgisson og
Stefán Blackburn sem farið hafa
frjálsir ferða sinna með ökklaband
eru komnir á Litla-Hraun í afplánun.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins voru þeir félagarnir fluttir í
fangelsið tveimur dögum fyrir jól en
ákvörðun Fangelsismálastofnunar
er sögð byggja á upplýsingum frá
lögreglu um meinta líkamsárás sem
náðist á eftirlitsmyndavél. Atvikið
hefur ekki verið kært til lögreglu en
meðal skilyrða þess að fá að afplána
í rafrænu eftirliti er að ekki falli
grunur um refsivert athæfi á fanga.
Börkur og Stefán eru báðir að
ljúka afplánun sex ára fangelsis-
dóma. Börkur fyrir alvarlegar lík-
amsárásir en Stefán var dæmdur
fyrir mannrán og alvarlega líkams-
árás ásamt nafna sínum Sívarssyni í
Stokkseyrarmálinu svokallaða sem
dæmt var í árið 2014. – aá, þþ
Börkur kominn
aftur á Hraunið
samFélag „Þegar við vorum búnir
að koma okkur fyrir í vélinni komu
skyndilega þrjár löggur og sögðu að
ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Haf-
steinn Regínuson barþjónn, sem einn-
ig er þekktur sem dragdrottningin
Ragnarök.
„Við fórum ekki alveg þegjandi og
hljóðalaust en hlýddum enda var ég
skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að
láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar
úr vélinni var komið brast Hafsteinn
í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði
að róa mig, annars yrði ég fjarlægður
í handjárnum.“
Þegar þeir fóru fram á skýringar var
þeim sagt að Hafsteinn hefði verið
að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem
er hrein og klár lygi. James var síðan
boðið að fara aftur um borð, sem
hann þáði auðvitað ekki.“
„Ég mun aldrei gleyma óttanum,
niðurlægingunni og sorginni í rödd
Haffa þar sem hann grét í örmum
mínum fyrir utan flugstöðina þar sem
hann grátbað mig um að koma okkur
aftur til Íslands, að koma okkur heim,“
segir James.
Það sem átti að vera um þriggja
klukkustunda flug frá Baltimore til
Alabama varð að fjögurra daga erfiðu
ferðalagi. „Við vorum þá búnir að
missa af kvöldverðarboði stórfjöl-
skyldunnar, sem var hjá ömmu hans
á Þorláksmessu, og James búinn að
tapa fjórum dögum með fjölskyldu
sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“
Hafsteinn og James hafa í framhald-
inu komist að raun um að óeðlilega
mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu
Southwest Airlines og á þessum til-
tekna flugvelli þar sem fólki er vísað
frá borði á einkennilegum forsendum.
Þar sem lögreglu og flugfélaginu
ber ekki saman um ástæðu brott-
vísunar Hafsteins telja þeir víst að
fordómar séu ástæðan. „Við skárum
okkur kannski úr í farþegahópnum.
Við gerðum samt ekkert annað en að
leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að
mér þegar við vorum sestir. Allt eitt-
hvað sem er algengt og sjálfsagt að
pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á
Íslandi,“ segir James.
„Það er fiskilykt af þessu öllu
saman,“ segir Hafsteinn og bætir við
að hann sé enn með kvíðahnút í mag-
anum og óttist heimferðina. „Þetta
er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan
Íslending eins og mig.“
James segist vera að átta sig á hversu
alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum,
af uppgangi fasískra og rasískra við-
horfa með tilheyrandi fordómum
í garð kvenna, samkynhneigðra og
trans fólks, eru í raun og veru. Hann
hafi ef til vill verið orðinn svo vanur
þessum sjálfsögðu mannréttindum á
Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því
hversu breytingarnar í heimlandinu
eru í raun alvarlegar.
thorarinn@frettabladid.is
Íslensku pari hótað
handtöku á flugvelli
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar
í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn sam-
kynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar.
James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og
Hafsteins í bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra.
Ég mun aldrei
gleyma óttanum,
niðurlægingunni og sorginni
í rödd Haffa þar sem hann
grét í örmum
mínum fyrir
utan flug-
stöðina.
James McDaniel
uTanríKismál Samningaviðræður
Íslands og Færeyja um gagnkvæmar
fiskveiðar innan efnahagslögsögu
landanna hafa siglt í strand að hluta.
Atvinnuveganefnd þingsins fundar í
dag vegna þessa. Utanríkisráðherra
hefur lagt fram þingsályktunartillögu
sem heimilar ríkisstjórninni að stað-
festa samninga um veiðarnar fyrir
Íslands hönd. Heimildin er bundin
fyrirvara um að íslenskum skipum
verði heimilt að veiða kolmunna og
norsk-íslenska síld í lögsögu Færeyja.
Deilan snýst meðal annars um að
Færeyingar vilja fá auknar veiðiheim-
ildir í botnfiski í lögsögu Íslands. Náist
samkomulag ekki munu íslensk skip
ekki veiða kolmunna Færeyjamegin.
„Við fáum kynningu frá trúnaðar-
fulltrúum utanríkis- og sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Það er vonandi að þetta
leysist,“ segir Lilja Rafney Magnúsdótt-
ir, formaður atvinnuveganefndar. – jóe
Deilt um þorsk
og kolmunna
2 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T u d a g u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
2
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
9
D
-9
E
E
4
1
E
9
D
-9
D
A
8
1
E
9
D
-9
C
6
C
1
E
9
D
-9
B
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K