Fréttablaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 8
AfgAnistAn Þótt hryðjuverkasam­ tökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífa­ dæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar sam­ tökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menn­ ingarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árás­ inni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS­liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur­Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undan farið og samkvæmt grein­ endum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía­ og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjía­ múslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svo­ kallaðrar Khorasan­deildar kalíf­ adæmisins í janúar 2015, en Kho­ rasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur­ og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS­liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrr­ verandi starfsmaður heimavarna­ ráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borg­ arar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjón­ um sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður­Filippseyjum. Þar gætu víga­ menn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Rich­ ard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyni­ þjónustunni MI6, að fall kalífadæm­ isins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjón­ ina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við sam­ tökin til þess að verða hluti af ein­ hverju raunverulegu, ekki einhverju hugsan legu.“ thorgnyr@frettabladid.is Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Árinu 2017 er að ljúka og kalífadæmi ISIS er í molum. Samtökin eru þó enn fullfær um að beita skæruhern- aði. Það sást greinilega í gær þegar sjálfsmorðssprengjuárás kostaði 41 lífið í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. Nordicphotos/AFp suður-KóreA Ríkis­ stjórn Suður­Kóreu ætlar að herða reglugerðir um viðskipti með raf­ myntir þar í landi, til að mynda með Bitcoin. Frá þessu greindi ríkis­ stjórnin í gær en aðgerðirnar miða að því að minnka umsvif slíkra við­ skipta vegna óstöðugleika mynt­ anna. „Ríkisstjórnin hefur ítrekað varað við því að rafmyntir geti ekki þjón­ að hlutverki raunverulegs gjaldmið­ ils. Viðskipti með rafmyntir gætu leitt til mikils taps vegna yfirgengi­ legs óstöðugleika,“ sagði í tilkynn­ ingu ríkisstjórnarinnar í gær. Á meðal aðgerða er að banna alfarið notkun nafnlausra reikninga fyrir rafmyntarviðskipti sem og að heimila viðskiptaeftirliti landsins að loka viðskiptastöðum. Áður hefur ríkisstjórnin tilkynnt um þau áform sín að leggja sérstakan skatt á viðskipti með rafmyntir til þess að draga úr viðskiptum. Virði vinsælustu rafmyntarinnar, Bitcoin, hefur rúmlega fjórtán­ faldast frá upphafi árs. Í Suður­Kór­ eu er myntin afar vinsæl og Reuters segir allt frá húsmæðrum til náms­ manna hafa fjárfest í henni. Þegar þessi frétt var skrifuð var eitt Bitcoin andvirði 14.427 bandaríkjadala eða 1.505.313 króna. Í upphafi árs var myntin virði um þúsund banda­ ríkjadala. – þea Suður-Kórea vill minnka umsvif rafeyrisbraskara Þú færð Auði á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Auður er ein af þeim flottustu. Rauðar og grænar kúlur skjótast upp og springa í glitrandi blóm. Ýlur sem synda ískrandi upp himininn og gyllt stjörnuglitur sem springur út með braki og brestum. skot 40 SEK 4 5 9 100 kg Fyrir þig í Lyfju 15% afsláttur Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Gildir út janúar 2018 Nicotinell af öllu lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. Nicotinell 5x10 copy.pdf 1 13/12/2017 14:13 uMHVerfisMÁL Umhverfisstofnun hefur veitt Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm starfs­ og rekstrarleyfi fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Fjarðalaxi er heimilt að framleiða allt að 10.700 tonnum og Arctic Sea Farm 6.800 tonnum. Fjarðalax er dótturfyrirtæki Arnar­ lax en líkt og Fréttablaðið greindi frá í september hafði Arnarlax hætt fiskeldisstarfsemi sinni í Patreksfirði. Sýnatökur Náttúrustofu Vestfjarða síðastliðinn vetur bentu til mikillar uppsöfnunar lífræns úrgangs sem bærist með straumum inn fjörðinn. Víkingur Gunnarsson, fram­ kvæmdastjóri Arnarlax, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að til standi að hefja aftur starfsemi í Pat­ reksfirði. Kristian Matthíasson, for­ stjóri Arnarlax, sagði aftur á móti í september að það væri á hreinu að kvíarnar yrðu færðar og Arnarlax myndi ekki setja út fisk á þessum stað. Auk þess sagði hann að stað­ setningin uppfyllti ekki skilyrði sem fyrirtækið setji umhverfi sínu. Leyfin nú eru gefin út fyrir sömu staðsetningar í Patreksfirði og kvíar Arnarlax voru á. „Í ljósi frétta af mengun frá því sjókvíaeldi sem hefur verið í Pat­ reksfirði vekur útgáfa á nýjum leyfum fyrir stórauknu eldi óneitan­ lega furðu,“ segur Jón Kaldal, hjá Ice­ landic Wildlife Fund. „Samkvæmt þeim fréttum leiddi úttekt Náttúru­ stofu Vestfjarða í ljós að mengun frá laxeldiskvíunum hlóðst ekki aðeins upp í nágrenni eldiskvíanna og eyddi lífi botndýra þar, heldur hefur mengunina líka rekið inn fjörðinn og safnast þar saman. Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni.“ – aig Leyfi fyrir auknu fiskeldi á Vestfjörðum Fjarðalax hefur fengið starfsleyfi í patreksfirði. FréttAblAðið/pjetur 2 9 . d e s e M b e r 2 0 1 7 f Ö s t u d A g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 D -C 1 7 4 1 E 9 D -C 0 3 8 1 E 9 D -B E F C 1 E 9 D -B D C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.