Fréttablaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2017, Blaðsíða 4
SlyS Að minnsta kosti tvö banaslys hafa orðið síðustu fimm árin í Eld- hrauni, nærri Kirkjubæjarklaustri, þar sem rútuslysið varð í fyrradag. Í báðum tilfellum létust ferðamenn. Hinn 23. apríl 2012 missti öku- maður bílaleigubíls bifreiðina út á vegöxlina þegar hann teygði sig eftir snakki frá farþega í framsæti. Við það missti hann stjórn á bif- reiðinni sem fór út af veginum og valt. Farþegi í aftursæti bifreiðar- innar, 25 ára gamall karlmaður, var ekki spenntur í öryggisbelti. Hann kastaðist út úr bílnum og lést. Að morgni 27. mars 2015 missti ökumaður stjórn á bílaleigubíl í krapa skammt vestan við Kirkju- bæjarklaustur og fór út af vinstra megin. Í slysinu lést tvítug kona, sem var farþegi í framsæti. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgöngu- slysa vegna slyssins kemur fram að vegna aukins fjölda ferðamanna megi vegakerfið þola aukið álag allt árið um kring. Fjárveitingar til vegagerðar, vetrarþjónustu og við- halds vegakerfisins almennt hafi ekki aukist samhliða fjölgun ferða- manna. Stjórnvöld þurfi að bæta úr í þessum efnum og veita meira fé til viðhalds vegakerfisins, bættra merkinga og nýframkvæmda. Það er kannski til marks um aukið álag á vegakerfið að útgáfa hópferðaleyfa hefur næstum tvö- faldast frá árinu 2013. Það ár voru 348 leyfi gefin út, en í ár eru þau orðin 634. Nýskráningum hópbíla hefur líka fjölgað. Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS og fyrrverandi rannsóknarstjóri rannsóknar- nefndar samgönguslysa, segir að það verði að bæta veginn um Eld- hraun og auka þjónustu. Þá verði líka að skýra betur reglur um bíl- beltanotkun í hópbifreiðum og strætisvögnum. „Við erum ekki að sjá neitt nýtt þarna. Það hafa því miður orðið mörg slys þar sem sömu þættir eru líklegast að koma fyrir og í þessu slysi,“ segir Ágúst. Það sé krafa fólks að reglur um bílbeltanotkun verði skýrari. „Við fáum mörg símtöl um þetta frá foreldrum,“ segir Ágúst, sem tekur þó fram að hann byggi Þriðja banaslysið á sex árum í Eldhrauni Rútan ók út af og valt eftir að hafa lent á fólksbíl. Þrír þeirra sem fluttir voru á Landspítalann eru enn á gjörgæsludeild, minnst einn þeirra í lífshættu. Sjö eru á bráðalegudeild og tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Lögð er áhersla á að reglur um notkun bílbelta verði gerðar skýrari. FRéttabLaðið/ViLheLm is- og verndarbúnað í ökutækjum er undanþáguákvæði þar sem segir að ekki sé skylt að nota öryggisbelti í strætó. Í drögum að breytingum á reglugerðinni, sem enn hafa ekki verið samþykkt, er hnykkt á því að akstur í dreifbýli, þar sem margir kílómetrar eru á milli stoppistöðva og hámarkshraði sá hæsti sem leyfður er á Íslandi, geti ekki fallið undir undanþáguákvæði reglu- gerðarinnar. jonhakon@frettabladid.is Vinnan gekk samkvæmt björtustu vonum „Þetta var auðvitað kaótískt til að byrja með eins og eðlilegt er. En stjórnin gekk vel og ég myndi segja að vinnan á vett- vangi hafi gengið sam- kvæmt björtustu vonum eftir að viðbragðsaðilar voru komnir,“ segir Auðbjörg B. Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri hjá Heilsugæslunni á Kirkju- bæjarklaustri. Hún var fyrst á vettvang slyssins eftir að kallað var á aðstoð. Auðbjörg segir að fyrsta verkefni hennar hafi verið að draga upp mynd af vettvangi og bráðaflokka hina slösuðu til að tryggja að allar bjargir væru til staðar sem fyrst. Þegar búið var að bráðaflokka var sent allsherjarútkall. „Fæst orð hafa nú minnsta ábyrgð,“ segir Auð- björg spurð um það hvernig við séum búin undir slys af þessu tagi. „En ég held að alls staðar á litlum stöðum á landinu sé viðbragð tak- markað. Þó að við hefðum verið einn eða tveir til viðbótar þá er svona slys af þessari stærðargráðu alltaf katastrófa.“ Við svona slys séu allar bjargir komnar að þolmörkum og ekkert annað hefði mátt út af bera á Suðurlandi. Auðbjörg segir að líðan hennar sjálfrar eftir atburðina sé eins og við megi búast. „Hópurinn vann sem einn og það var ómetanleg aðstoð frá vegfarendum til að byrja með.“ auðbjörg b. bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri hjá heilsugæsl- unni á Kirkju- bæjarklaustri. 300 250 200 150 100 50 0 *Fyrir bifreiðar sem eru meira en 5 tonn Nýskráningum hópbifreiða hefur fjölgað verulega n hópbifreið l n hópbifreið ll* 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Slysið í fyrradag var þriðja banaslysið á ör- fáum árum í Eldhrauni. Álag á vegakerfið hefur stóraukist. Sérfræðingur í forvörnum segir mikil- vægt að bæta veginn þar. Einnig þurfi að skýra betur reglur um bílbeltanotkun. þessar fullyrðingar á upplýsingum úr fjölmiðlum, en sé ekki að orsaka- greina umrætt slys. Viðbragðsaðilar sem komu á vett- vang rútuslyssins í fyrradag hafa sagt að það hefði breytt miklu ef allir farþegar hefðu notað bílbelti. Í núgildandi reglugerð um örygg- Það hafa því miður orðið mörg slys þar sem sömu þættir eru lík- legast að koma fyrir og í þessu slysi. Ágúst Mogensen, fyrrverandi rann- sóknarstjóri 13 45 72 47 62 95 141 120 54 36 69 76 87 90 282 155 Kjaramál Leigan sem Agnesi M. Sig- urðardóttur, biskupi Íslands, er gert að greiða fyrir að búa í embættis- bústað biskups í Bergstaðastræti 75 er lægri en háskólanemendur þurfa að greiða fyrir 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjóna- görðunum. Agnes sagði í Fréttablaðinu í gær að leigan væri tæpar 90 þúsund krónur en nákvæm upphæð er sam- kvæmt framkvæmdastjóra kirkju- ráðs 86.270 krónur á mánuði með hita og rafmagni. Heildarstærð biskupsbústaðarins er 487 fermetrar og því ljóst að leigan er umtalsvert lægri en gengur og ger- ist á leigumarkaðinum í Reykjavík. Fyrir sömu upphæð, 86 þúsund krónur, fá háskólanemar 29 fermetra stúdíóíbúð á Stúdentagörðunum, nánar tiltekið í Skerjagarði, með hita og rafmagni. 44 fermetra, tveggja herbergja fjölskylduíbúð á Hjónagörðunum leigist hins vegar á alls rúmlega 97 þúsund krónur. Ríflega tíu þúsund krónum meira en biskup greiðir fyrir bústaðinn. Þessu til viðbótar má sjá á tölfræði frá Þjóðskrá Íslands að meðalleiga á mánuði fyrir eign- ir 160 fermetrar eða stærri, í miðbæ Reykjavíkur, var um 290 þúsund krónur árið 2017. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var þessi tæplega 90 þúsund króna leigugreiðsla einn þeirra þátta sem biskup tilgreindi sérstaklega í bréfi sínu til kjararáðs í aðdraganda 18 prósenta aftur- virkrar launahækkunar á dögunum. Hún þyrfti nú að greiða húsaleigu af embættisbústaðnum, nokkuð sem forverar hennar hafi ekki þurft að gera. Hafið var að rukka biskup og vígslubiskupa um leigugreiðslu árið 2012. Spurningar hafa vaknað um hvort lágt leiguverð biskups kunni að vera skilgreint sem skattskyld hús- næðishlunnindi. Oddur Einars- son, framkvæmdastjóri kirkju- ráðs, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki sé litið á búsetufyrirkomulag bisk- ups sem hlunnindi. „Almennt er það álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngj- andi.“ – smj Biskup greiðir lægri leigu en stúdentar 97 þúsund krónur greiða stúd- entar fyrir leigu á hjónaíbúð. GRAN CANARIA 2. janúar í 14 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. H eim sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. 2FYRIR1 Flugsæti til 2. janúar í 14 nætur ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI 2 9 . d e S e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U d a G U r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 2 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 9 D -B 2 A 4 1 E 9 D -B 1 6 8 1 E 9 D -B 0 2 C 1 E 9 D -A E F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.