Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Ólafur Stephensen skrifar um tolla á franskar. 18 Menning Kvikmyndin Svanur- inn, eftir samnefndri bók Guð- bergs Bergssonar, verður frum- sýnd í Smárabíói í kvöld. 32 lÍFið Lilja Þorvarðardóttir vekur athygli á að létt er að kaupa fylgj- endur á samfélagsmiðlum. 42 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ú T S A L A OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD Skökku turnarnir á Akranesi standa enn eftir misheppnað niðurrif. Verið er að undirbúa næstu atlögu að sílóunum enda þykir hætta stafa af þeim. Bæjarstjóri Akraness segir verktakann ekki hafa gert bæjaryfirvöldum kleift að sinna upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa. Sjá síðu 6 Fréttablaðið/anton stjórnsÝsla Umsækjendur um átta lausar stöður dómara við Héraðs- dóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða segja víða pott brotinn í umsögn dómnefndar um hæfi hér- aðsdómara. Settur ráðherra í málinu hefur nú til skoðunar hvort tilefni sé til að hvika frá mati nefndarinnar. Dómnefndin skilaði mati sínu 22. desember síðastliðinn en skipa átti í stöðurnar frá og með ára- mótum. Viku síðar sendi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og settur dómsmálaráðherra í málinu, nefndinni bréf með athugasemdum um umsögnina. Fréttablaðið hefur rætt við hóp umsækjenda um stöðurnar. Stærst- ur hluti þeirra tekur undir gagnrýni ráðherra á mat nefndarinnar. Matið virðist til að mynda að hluta í ósam- ræmi við fyrri möt sem nefndin hefur sent frá sér. „Það sem áður fékk mikið vægi fær minna vægi nú. Þannig virðist sem sérstaklega hafi átt að toga ein- hverja umsækjendur upp umfram aðra,“ segir einn umsækjenda. Hluti umsækjenda hafði á orði að ósamræmi hefði verið innan núverandi umsagnar. Meðal ann- ars hefur það þótt skjóta skökku við að Jónas Jóhannsson, sem var skipaður dómari í tuttugu ár, hafi skorað lægra í matsliðnum reynsla af dómstörfum en umsækjandi sem hefur verið settur dómari í átta ár. Þá þykir mörgum það undarlegt að tveir umsækjendur, með samtals 29 mánaða reynslu sem settir dómarar, skyldu metnir jafnsettir honum í þeim matslið. „Það áttu held ég allir von á að Jónas og sjö önnur myndu hreppa hnossið,“ segir einn umsækjenda. Matsnefndin svaraði athuga- semdum setts dómsmálaráðherra með bréfi í gær. Þar er töluliðunum tíu, sem fram komu í bréfi ráðherra, svarað lið fyrir lið. Kemur þar meðal annars fram að „reynslan af fyrstu starfsárunum í hverju starfi [vegi] tiltölulega þyngst, þannig að síður er ástæða til að gera upp á milli umsækjenda með langa starfs- reynslu að baki þótt einn þeirra hafi gegnt starfi nokkru lengur en annar“. Meðan ekki hefur verið skipað í stöðurnar vantar tæpan fimmtung upp á það að héraðsdómarar lands- ins séu jafn margir og lögmælt er. Slíkt getur haft þau áhrif að frestun verði á meðferð mála fyrir dómi. Borgar Þór Einarsson, aðstoðar- maður setts dómsmálaráðherra, segir að allt tiltækt starfslið ráðu- neytisins muni fara yfir svarbréf nefndarinnar eins fljótt og kostur er. Framhald málsins ráðist á næstu dögum en ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur. – jóe Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostn- að annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. Dómnefndin svaraði bréfi ráðherra í gær. Starfs- fólk utanríkisráðuneytisins mun á næstu dögum fara yfir það hver næstu skref ráð- herra í málinu ættu að vera. lögregluMál Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG Verks, harmar atvik sem átti sér stað í flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku en hann var handtekinn á flugvellinum í borginni eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun. Hann var yfirbugaður af tveimur flugþjónum. „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis.“ Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rann- sókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. – aá / sjá síðu 4 Miður sín eftir handtöku í LA landbúnaður Magnús Karl Magn- ússon, prófessor í lyfja- og eiturefna- fræði, gagnrýnir auglýsingaherferð sauðfjárbænda um bann við erfða- breyttu fóðri harðlega. Hann telur auglýsingarnar ala á tortryggni í garð vísindalegrar aðferðar sem sé ekki slæm. Svavar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri markaðsráðs kinda- kjöts, segir að íslenskir sauðfjár- bændur vilji tryggja að afurðir úr „eiturefnalandbúnaði rati ekki inn í íslenska sauðfjárrækt“. „Fræðaheimurinn er á einu máli um að þessi aðferð er örugg og við eigum ekki að berjast gegn henni,“ segir Magnús Karl. – sa / sjá síðu 10 Sauðfjárbændur ali á tortryggni 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -6 F 1 0 1 E A 4 -6 D D 4 1 E A 4 -6 C 9 8 1 E A 4 -6 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.