Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 52
Katrín Brynja Her-mannsdóttir lottó-þula er þjóðinni vel kunn. Líkt og margir er hún ekki einhöm en auk þess að vera menntaður kennari og með mast- ersgráður í blaða- og fréttamennsku, starfar hún sem flugfreyja í fullu starfi hjá Icelandair. Hver er galdurinn á bak við góða húð? Við erum öll með ólíka húð og svo sannarlega misheppin þar. En til að ná fram því besta skiptir höfuð- máli að leggja rækt við húðumhirðu. Já, ég veit, þetta er eldgömul saga, en alltaf jafn sönn. Það skiptir máli að hreinsa húðina að morgni og nota góðar vörur sem henta húðgerðinni vel, áður en „andlitið er sett upp“ og sömuleiðis, allt-af fyrir svefninn. Alltaf ! Það er dauðasynd númer átta fara með húðina óhreina að sofa. Sjálfri finnst mér mikilvægt að „gefa húðinni frí“ endrum og eins og nota gjarnan tækifærið þegar ég er ekki að fljúga, er hamingjusamlega ómáluð, bara með nærandi krem og varasalva. Hvaða krem eru best að þínu mati? Það skemmtilega er að það dýrasta er ekki endilega alltaf best og í raun ekki endilega samhengi þar á milli. Hver og einn þarf að þræða sig í gegnum þann frumskóg og jafnvel prófa margt áður en rétta varan finnst. Mér finnst að það ætti að vera auðveldara að fá prufur af kremum og snyrtivörum hér á Íslandi. Mér líður stundum eins og ég sé um að biðja sölufólkið um að gefa mér pening þegar ég spyr hvort hægt sé að fá prufu. Þessu er þver- öfugt farið í útlöndum og þar fær maður prufur afhentar með bros á vör. Ég hef lengi notað efnin frá Bio- effect – EGF og þau henta mér mjög vel. Húðin stútfyllist af raka og mér líður vel þegar ég ber þau á húðina. Ég er nýbyrjuð að nota nýja EGF – 2A efnið frá þeim og er virkilega hrifin. Ég nota líka krem frá Neo- Strata, en margir húðlæknar mæla með þeim vörum. Þær eru á góðu verði og allir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar. Eftir langt flug er fátt betra en að hreinsa húðina vel og bera á hana góðan raka, sú tilfinning toppar kósígallann. Hversu lengi ertu að taka þig til? Eftir að hafa „snúsað“ nokkrum sinnum í morgunsárið er ég orðin ansi snögg að taka mig til á morgn- ana. Það lærist fljótt í þessu starfi og sennilega er ég ekki meira en fimm- tán mínútur að gera mig klára fyrir flug og það sama gildir um hárið. Um leið og maður hefur komist upp á lag með hentuga greiðslu þá heldur maður sig bara við hana, ég held að það hvarfli ekki að mörgum að fara í tilraunastarfsemi með hárútfærslur eldsnemma að morgni þegar tíminn virðist líða alveg ævintýralega hratt. Svo er bara að henda sér í gallann, kyssa ungana laust á ennið og grípa eitthvað fljótlegt með sér að borða. Mörg okkar eru ofur skipulögð og mæta með snarhollt nesti í vinnuna sem hefur verið útbúið kvöldið áður og þá horfi ég öfundar- og aðdáunaraugum í vel skipulögð nestisboxin. Jájá, kannski það gerist oftar hjá manni á nýju ári, magnaðir hlutir eiga það til að gerast! Einhver ráð sem virka vel? Hófleg, náttúruleg förðun er málið og góður baugahyljari er besti vinur margra sem vinna óreglulega og á næt- urnar. Hvað mig varðar, þá hefur leitin að góðum baugahyljara verið jafn löng og leitin að bestu galla- buxunum og besta maskaranum. Það virðist alltaf vera hægt að gera örlítið betur. Hvaða leynitrix virka best til að fá frísklegt útlit? Ég nota Face TanWater frá Eco by Sonya og tel það vera mestu snilld sem fundin hefur verið upp. Það er hægt að hressa sig við um þó nokkuð mörg númer með því að bera þetta á sig yfir háveturinn og fá þannig smá gylltan lit í andlitið. Eins og með annað brúnkukrem sem er ætlað á kroppinn, þá ber ég það á mig með flötum förðunarbursta, stórum bursta fyrir kroppinn og minni fyrir andlitið. Hvað hárið varðar, þá skiptir líka máli að sinna því vel. Ég keypti mér lúxuslínu frá Davines um daginn, nota hana spari, og veit eiginlega ekki hvað ég var að bauka með hárið á mér áður en ég upp- götvaði það. Svona er maður lengi að læra. En fyrir utan þetta, þá eru hreinar tennur og gott bros eitthvað sem fleytir manni býsna langt! astahrafnhildur@frettabladid.is „Ég er ekki merkja­ snobb, nota það sem hentar mér best.“ „Góð rakakrem skipta öllu máli, þessar vörur eru alveg ómissandi.“ Vatnsdrykkja er besta fegrunarráðið og er alveg nauðsynleg til að viðhalda góðum raka. Dauðasynd númer átta er að sofna með óhreina húð Katrín Brynja Her- mannsdóttir er önnum kafin þriggja drengja móðir og féllst á að deila nokkrum hagnýtum og einföldum húð- og förðunarráðum með lesendum Lífsins. Hitaðu bílinn með fjarstýringu – Webasto bílahitari -8° -6° -7° 0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 3 27.10.17 14:2 21° Tilfinning BÍLASMIÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI: 567-2330 www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is MERKIÐ MITT Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki SÉRSTAKIR GESTIR: Kristjana Stefáns Ragneiður Gröndal Högni Egilsson Friðrik Dór STJÓRNANDI OG KYNNIR: Sigurður Flosason 7. JANÚAR KL. 20.00 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r44 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -9 6 9 0 1 E A 4 -9 5 5 4 1 E A 4 -9 4 1 8 1 E A 4 -9 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.