Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 42
Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi ÚTSALA-ÚTSALA 30% AÐRAR VÖRUR 20% TILBOÐ GILDIR TIL SUNNUDAGS Leikhópurinn Lotta hefur umtalsverða og um margt aðdáunarverða sérstöðu í íslensku leikhúsi. Allt frá stofnun leikhópsins árið 2007 hafa sýningarnar verið utan-dyra, þar af leiðandi háðar árstíð, veðri og vindum, og byggðar á efni sem leikhópurinn semur sjálfur, auk þess sem áherslan hefur verið á sýningar fyrir börn og fjölskyldur. En nú ber svo við næsta laugardag að leikhópurinn Lotta ætlar að frum-sýna Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíó og Anna Bergljót Thorarensen sem hefur verið í leikhópnum frá upphafi segir að það sé óneitanlega sérstök til- finning að vera að fara að frumsýna í janúar og vera ekki einu sinni kalt. Viðbót við leikárið Anna Bergljót segir að þar sem leik- hópurinn sé nú að koma inn á sitt ellefta starfsár hafi verið ákveðið að horfa aðeins um öxl. „Við erum í senn að fagna þessum árum sem við höfum verið starfandi og leyfa áhorfendum okkar núna, sem voru ekki einu sinni fæddir þegar við byrjuðum, að sjá það sem við höfum verið að gera. Galdrakarlinn í Oz var frumsýndur í maí 2008 og því fannst okkur tilvalið að leyfa honum að snúa aftur núna og þá í leikhúsinu. Margir af þeim krökkum sem koma á sýningarnar okkar núna hafa reyndar verið að hlusta á þetta á geisladiski sem við gáfum út á sínum tíma en það var kominn tími til þess að færa þeim þetta frá- bæra ævintýri sem alvöru leikhús- upplifun.“ Anna Bergljót segir að vissulega feli það í sér ákveðna áskorun að koma aftur að verki eftir öll þessi ár. „Við erum svona búin að vera að dusta rykið af þessu og athuga hvort að við getum gert þetta betur en fyrir 10 árum. Við vorum búin að vera hugsa um hversu blóðugt það væri að vera alltaf að búa til nýtt verk fyrir hvert sumar og henda því svo í ruslið, þannig að við ákváðum að það væri kominn tími á þessa þróun. Kominn tími á að verkin okkar gætu gengið í endurnýjun líf- daga vegna þess að áhorfendahóp- urinn endurnýjar sig. En svo ætlum við að halda okkur við að vera alltaf með nýjar sýningar á sumrin þannig að þetta er hrein viðbót við leikárið hjá okkur. Og nú veit fólk alltaf hvað verður á vetrardagskránni eftir tíu ár, það er alltaf það sem var sýnt utandyra fyrir tíu árum,“ segir Anna Bergljót og hlær. Nýjar áskoranir Anna Bergljót var ein af þeim níu sem stofnuðu leikhópinn á sínum tíma og hún segir að svo skemmti- lega vilji til að þau fjögur sem eru eftir af þeim hópi séu einmitt þau fjögur sem leika sömu aðalhlut- verkin í Galdrakarlinum í Oz. Auk hennar eru það þau Baldur Ragnars- son, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson en Huld Óskarsdóttir er nú í stóru hlutverki í fyrsta sinn hjá hópnum. Leikstjóri uppruna- legu sýningarinnar var Ármann Guðmundsson sem skrifaði leik- gerðina en Ágústa Skúladóttir sér nú um leikstjórn. En skyldi það breyta miklu fyrir leikhópinn að vera nú að færa þetta verk upp á svið innandyra? „Já, árið 2008 var ég t.d. líka að leika ljónið og þá var ósköp gott að vera í þessum hlýja feldi þó svo það hafi reyndar verið mjög gott sumar. En núna inni á sviði í ljósunum hef ég aldrei upp- lifað annan eins svitapoll og að vera í þessum blessaða flísbúningi,“ segir Anna Bergljót en hefur samt greini- lega gaman af. „En þetta er samt dásamlegt. Við erum orðin mjög spennt að taka á móti áhorfendum því við ætlum að halda þessari hefð- bundnu Lottu-nálgun að taka á móti áhorfendum þegar þeir koma og eins og alltaf býðst áhorfendum að hitta persónurnar og knúsa þær eftir sýningu. Þannig að við viljum halda nándinni. En það er líka gott fyrir leikhópinn að þroskast og takast á við nýjar áskoranir.“ Mávurinn úti á túni Anna Bergljót segir að þau séu hvað ánægðust með að þau ætli að ferðast með sýninguna að minnsta kosti jafn mikið og þau ferðast með sumarsýningarnar ef ekki meira. „Við förum af stað í febrúar og ætlum að vera á yfir 20 stöðum um allt land. Það virðist því miður fara minnkandi að leikhópar fari um landið en við ætlum að bæta úr því svo um munar og vera með farand- leikhús bæði að sumri og vetri til.“ Galdrakarlinn í Oz er fyrsta verk- ið sem leikhópurinn lét semja fyrir sig sérstaklega eins og hann hefur gert alla tíð síðan. Anna Bergljót segir að ástæðan fyrir valinu hafi einfaldlega ráðist af aðstæðum. „Þegar við byrjuðum þá vorum við að sýna með leikhópi sem heitir Sýnir, nánast sama fólk og tók svo þátt í að stofna Lottu, að setja upp Mávinn eftir Tsjékov og það utan- dyra. Við hreinlega skildum ekki af hverju við vorum að setja upp svona stofudrama úti á túni, fannst það algjörlega úti í hött, þannig að við snerum okkur að því að setja upp Dýrin í Hálsaskógi. Þessi ævintýra- heimur sem náttúran er átti svo líka vel heima í utanhússleikhúsi þann- ig að Galdrakarlinn í Oz var svona eðlilegt næsta skref.“ Við viljum halda nándinni sem felst í útileikhúsinu Leikhópurinn Lotta frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói á laugardaginn. Það er fyrsta innanhúss uppfærsla þessa einstaka leikhóps sem hefur starfað utandyra og ferðast um landið í áratug. Anna Bergljót Thorarensen er ein af stofnendum leikhópsins Lottu en leikhópurinn frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói á laugardag. FréTTABLAðið/Eyþór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r34 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -7 8 F 0 1 E A 4 -7 7 B 4 1 E A 4 -7 6 7 8 1 E A 4 -7 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.