Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 2
Veður Austan strekkingur í dag, en hvass- viðri eða stormur syðst á landinu. Dálítil él um landið austanvert, en annars bjartviðri. Fremur kalt í veðri. sjá síðu 30 Litið við á útsölum Það var margt um manninn í Smáralind í gær. Venju samkvæmt bjóða verslanir landsins upp á útsöluverð á vörum sínum á fyrstu dögum nýs árs. Líkt og fyrri ár hafa margir landsmenn nýtt sér útsölurnar ýmist til að skila eða skipta jólagjöfum eða til að gera reyfarakaup. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI � Stærð: 149 x 110 x 60 cm ÚTSALA Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grillbúðin 25-50 aðeins í nokkra daga afsláttur Opið virka daga 11-18 - Laugardag 11-16 www.grillbudin.is % sakamál „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðu- manna Hjálpræðishersins á Akur- eyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunar- bauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mán- aða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálp- ræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um lang- an tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri vildu ekki elta ólar við þjóf og skiluðu ekki inn skaðabótakröfu. Vilja aðstoða menn betur en að senda þá í fangelsi. Þjófurinn hafði á brott með sér 6.000 krónur og fékk fangelsisdóm. Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja að- stoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. FRÉTTABLAÐIÐ/AuÐunn Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í sam- félagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. sveinn@frettabladid.is Páll Winkel, fagelsismála- stjóri Margrét Guðnadóttir fallin frá Margrét Guðnadóttir veirufræðingur lést á Land- spítalanum 2. janúar. Hún varð fyrst kvenna pró- fessor við Háskóla Íslands árið 1969 og gegndi hún því starfi í þrjá áratugi eða til ársins 1999. Margrét gegndi starfi forstöðu- manns Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í veirufræðum en eftir hana liggur fjöldi greina á sviði hæggengra veirusýkinga eins og visnu og mæðiveiki í sauðfé. Margrét var sæmd heiðurs- doktorsnafnnót við læknadeild Háskóla Íslands árið 2011. Hún var 88 ára að aldri . – khn áRBORG Bráðabirgðatölur sýna að íbúar í Árborg hafi verið 8.998 í sveitarfélaginu hinn 1. janúar 2018. Það er því bara dagaspursmál hve- nær sveitarfélagið nær 9.000 íbúa markinu. „Það mun gerast á fyrstu dögum janúar ef að líkum lætur. Meðalfjölgun á mánuði allt síðasta ár hjá okkur var um 43-45 manns,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri. Íbúum í Árborg fjölgaði um 523 á nýliðnu ári miðað við fyrstu tölur eða 6,17%. Fjölgað hefur í öllum byggðakjörnunum og í dreifbýlinu. Á Selfossi fjölgar mest, eða um 423, og á Stokkseyri um 49. Ásta á von á því að fjölgunin haldi áfram 2018. „Já, ég á von á því að það muni eitt- hvað halda áfram að fjölga á næsta ári, jafnvel þó að eitthvað kunni að hægja á. Það er mikið af húsnæði í byggingu hér enn þá og margar íbúðir munu koma á markaðinn á árinu 2018“, segir Ásta. Ásta segir mjög ánægjulegt að svona margir skuli velja Sveitar- félagið Árborg sem stað til að búa á enda standist þjónustan allan samanburð á landsvísu. „Það er líka ánægjulegt að það skuli fjölga fólki alls staðar í sveit- arfélaginu. Mörg lítil þorp eru í varnarbaráttu og glíma við fækkun íbúa, en á Eyrarbakka og Stokks- eyri fjölgar fólki. Einnig virðast margir telja það góðan kost að búa í dreifbýlinu,“ segir bæjarstjórinn í Árborg. – mhh Níu þúsundasti íbúinn í Árborg kemur í janúar Það er líka ánægju- legt að það skuli fjölga fólki alls staðar í sveitarfélag- inu. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg 4 . j a n ú a R 2 0 1 8 F I m m T u D a G u R2 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 4 -7 4 0 0 1 E A 4 -7 2 C 4 1 E A 4 -7 1 8 8 1 E A 4 -7 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.