Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 4
LögregLumáL „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæð- um vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur var yfir- bugaður af tveimur karlkyns flug- þjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Banda- ríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæð- um.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að stað- festa að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Þorvaldur Gissurarson, eigandi og forstjóri ÞG Verks, er miður sín eftir atvik í flugi WOW air frá Íslandi til Los Angeles í síðustu viku. Hann var handtekinn á flugvellinum í LA af þarlendum lögregluyfirvöldum. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu.“ til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undan- förum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuð- stöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. adalheidur@frettabladid.is mannfagnaður „Það varð allt vit- laust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hita- veitustjóri í Kjós, þar sem hreppur- inn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flug- eldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðal- fellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið  undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjarg- aði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatn- um að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka vel- komin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma uppdubb- að sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. – gar Engir flugeldar á þrettándanum því hestar trylltust um áramótin Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálf- andi. Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós SVÍÞJÓð Nokkrir tugir eldri borgara skráðu sig strax þegar sveitarfélagið þeirra, Hörby á Skáni í Svíþjóð, bauðst til að greiða líkamsrækt fyrir 75 ára og eldri. Um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerð. Öldruðum einstaklingum fjölgar og með því að sjá til þess að þeir styrkist líkamlega og um leið andlega þurfa þeir ekki jafnmikla umönnun hins opinbera. Samkvæmt frétt sænska ríkisút- varpsins ríkir mikil ánægja meðal aldraðra með framtakið. Stefnt er að því að bjóða einnig þeim sem ekki komast út af hjúkrunarheimilum endurgjaldslausa líkamsrækt. – ibs Borga í ræktina fyrir aldraða OrkumáL Raforkuframleiðsla getur annað eftirspurn hér á landi til árs- ins 2022 en framboð á því ári verður einu prósenti meira en orkuþörfin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð fyrir landið. Líkur á skorti á raf- magni eru lægri en í fyrri útreikn- ingum Landsnets. „Þessi árlega skoðun okkar er fyrst og fremst til að gefa heildar- mynd af Íslandi án þess að taka á staðbundnum þáttum í flutnings- kerfinu. Þarna reynum við að varpa ljósi á hvort það vanti afl á Íslandi og hvers við getum vænst næstu fimm árin,“ segir Sverrir Jan Norð- fjörð, framkvæmdastjóri tækni- sviðs Landsnets. „Við skoðum hversu mikið afl er til reiðu og sam- kvæmt útreikningum okkar getum við mætt aflþörfinni. Fyrir þremur árum var staðan til að mynda mun verri.“ Miðað var við núverandi orku- notkun og þá þróun sem sést í raf- orkuspá. Einnig nær spá Landsnets yfir nýja stórnotendur þar sem samningar liggja fyrir og einnig horft til aukinna framleiðslu sem kemur inn á næstu árum með til- komu Þeistareykjavirkjunar og stækkunar í Búrfelli. „Hins vegar er alveg ljóst að lítið má út af bregða svo að myndin breytist nokkuð mikið. Til að mynda við nýja stórnotendur eða stækkun núverandi stórnotenda er svigrúmið farið. Því er mikilvægt að yfirfara þetta árlega,“ segir Sverrir Jan. Í spám Landsnets er horft fram hjá staðbundnum vandamálum við dreifingu raforku um landið. Til að mynda er Blöndulína ekki á dag- skrá fyrr en á næsta áratug og Hóla- sandslína 3, sem flytur rafmagn frá Þeistareykjum til Akureyrar, í fyrsta lagi tilbúin 2021. Því gæti rafmagn verið uppurið á Eyjafjarðarsvæðinu aðeins af þeim ástæðum að erfitt er að flytja orku inn á svæðið. – sa Landsnet segir orku anna eftirspurn Stækkun Búrfellsvirkjunar bætir 100 MW af afli inn á kerfi Landsnets. FréttaBLaðið/SteFán Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. nordicphotoS/Getty Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks Danmörk Lögreglan í Kaupmanna- höfn leitar nú þjófa sem höfðu verð- mætustu vodkaflösku heims á brott með sér af bar þar í borg. Flaskan er metin á 1,3 milljónir dollara, andvirði tæplega 136 milljóna íslenskra króna. Lögreglunni var gert viðvart um þjófnaðinn í fyrradag. Flaskan var til sýnis á stað sem heitir Cafe 33. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir höfðu lykil að staðnum undir höndum eða hvort þeir brutust inn í húsið með öðrum aðferðum. Eigandi kaffihússins, Brian Ing- berg, segir í samtali við Ekstra Bladet að flaskan sé sambærileg við fágæta fornbíla. Hún sé gerð úr um þremur kílógrömmum af gulli og öðru eins af silfri. Þá er tappi hennar meðal ann- ars skreyttur demöntum. Flaskan, sem kaffihúsið hafði að láni frá rúss- neskum auðjöfri, var ótryggð. – jóe Dýrustu vodkaflösku heims stolið 136 milljónir íslenskra króna er áætlað verðmæti flöskunnar. 4 . J a n ú a r 2 0 1 8 f I m m T u D a g u r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B L a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 4 -8 7 C 0 1 E A 4 -8 6 8 4 1 E A 4 -8 5 4 8 1 E A 4 -8 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.