Fréttablaðið - 04.01.2018, Page 6
AkrAnes „Helsta skýringin sem
liggur fyrir er að það hafi verið meiri
járnabinding í mannvirkinu en þeir
gerðu ráð fyrir,“ segir Sævar Freyr
Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, um
misheppnað niðurrif verktakans
Work North ehf. á fjórum sílóum
á lóð Sementsverksmiðjunnar á
laugardag.
Reynt var að fella sílóin með
sprengiefni en ekki vildi betur til
en svo að þau rétt bifuðust og tóra
enn skökk á sínum stað svo hætta
þykir stafa af.
Engar tilkynningar voru sendar
til íbúa á Akranesi né heldur var
bæjaryfirvöldum kunnugt um að
verktakinn hygðist fara í verkið á
laugardaginn. Sævar Freyr segir að
síðustu samskipti við verktakann
hafi verið á þá leið að búið væri að
fresta sprengingunni yfir áramót.
Sævar segir verktakann hafa látið
lögreglu vita og íbúa í allra næsta
nágrenni en að bæjaryfirvöld hafi
viljað upplýsa bæjarbúa um hvenær
sprengingin yrði. Enginn eftirlits
aðili frá bænum var á svæðinu þegar
sprengt var.
„Ekki þegar verkið sjálft fór
fram. Það var haft samband við
eftirlitsaðilann í aðdragandanum
en þessu atriði varðandi hvenær
framkvæmdin yrði var ekki sinnt
að okkar kröfum.“
Sævar Freyr segir að misskilning
ur sé ekki orð sem hann myndi nota
yfir það að verktakinn hafi farið í
verkið án þess að upplýsa stjórn
endur hjá bænum.
„Þeir sinntu ekki því að gera
okkur kleift að sinna upplýsinga
gjöfinni til allra. Ein rökin sem
nefnd voru fyrir því var að þeir
vildu ekki fá of mikla athygli á svona
sprengingu. Fólk á til að safnast að
þegar sprengingar eru og það hafi
verið öryggismál. En það eru ekki
rök sem við tökum gild. Við getum
alltaf tryggt að fólk komist ekki að
þegar sprenging á sér stað.“
Eftir klúðrið var nærliggjandi götu,
Faxabraut, lokað og verður hún að
sögn Sævars lokuð af öryggisástæð
um þar til turnarnir eru endanlega
fallnir.
Verið er að undirbúa næstu atlögu
að sílóunum og að sögn Sævars
verður gefin út tilkynning á næstu
dögum. Niðurrif á öðrum byggingum
á Sementsreitnum hefur þó áfram og
gengur vel. mikael@frettabladid.is
Fóru leynt með sprengingu á Akranesi
Skökku turnarnir á Skaganum standa enn eftir að vanmetið var hversu rækilega járnbundin mannvirkin væru. Fréttablaðið/anton brink
UMFerÐ Bílstjóri fólksbíls lést þegar
bifreið hans og flutningabíll rákust
saman á Vesturlandsvegi á Kjalar
nesi í gær. Maðurinn var fluttur á
sjúkrahús ásamt ökumanni flutn
ingabílsins en við komuna þangað
var hann úrskurðaður látinn.
Slysið átti sér stað í gærmorgun
en tilkynning barst lögreglu klukk
an 9.35. Lögreglan á höfuðborgar
svæðinu og rannsóknarnefnd
samgönguslysa rannsaka tildrög
slyssins.
Loka þurfti Vesturlandsvegi á
Kjalarnesi um stund vegna slyssins
og var bílum hleypt um reiðveg en
miklar umferðartafir mynduðust
við Esjuberg. Lögreglan biður þá
sem kunna að hafa orðið vitni að
slysinu að hafa samband í síma 444
1000 eða á Facebooksíðu lögregl
unnar á höfuðborgarsvæðinu. – khn
Bílstjóri fólksbifreiðar lést á Kjalarnesi
Frá Vesturlandsvegi í gær. tildrög slyssins eru til rannsóknar. Fréttablaðið/Ernir
Bæjarstjórinn á Akranesi
segir verktakann við
niðurrifið á Sements-
verksmiðjunni ekki hafa
gert bæjaryfirvöldum
kleift að sinna upp-
lýsingaskyldu sinni við
bæjarbúa. Réðst í að
reyna að sprengja niður
rammgerð síló á laugar-
dag. Skýrist á næstu
dögum hvenær önnur
atlaga verður gerð.
Þeir sinntu því ekki
að gera okkur kleift
að sinna upplýsingagjöfinni
til allra.
Sævar Freyr
Þráinsson, bæjar-
stjóri á Akranesi
Verið er að undirbúa
næstu atlögu að sílóunum en
gefin verður út tilkynning
um framhaldið á næstu
dögum.
DAnMÖrk Nær 2.300 sóttu um
að fá að búa í gámum sem reistir
hafa verið fyrir námsmenn í Kaup
mannahöfn. Alls eru 84 íbúðir í
gámunum og er hver þeirra 20 fm.
Mánaðarleigan er 3.850 danskar
krónur eða um 64.680 íslenskar
krónur. Hverri íbúð fylgir gróður
hús til að menn geti ræktað eigið
grænmeti. Stórt sameiginlegt hús
næði verður reist fyrir íbúana.
Stefnt er að því reisa allt að 2.000
nýjar flytjanlegar námsmanna
íbúðir í Kaupmannahöfn fyrir
árið 2021. Heimild er fyrir því að
bráðabirgðaíbúðir fyrir ungt fólk
geti staðið á svæðum í 10 ár þar
sem byggð hefur ekki verið skipu
lögð. – ibs
Námsmenn í
Kaupinhafn
flytja í gáma
sVÍÞJÓÐ Frá og með áramótum
verða sveitarfélög í Svíþjóð að
bjóða spilafíklum aðstoð og með
ferð. Spil með peninga er nú sam
kvæmt lögum metið til jafns við
annars konar fíkn, að því er segir í
frétt sænska ríkisútvarpsins.
Nokkur sveitarfélög hafa aðstoð
að spilafíkla en nú eiga þeir að geta
sótt um meðferð vegna vandamála
sinna.
Ekki er búist við að umsóknir um
meðferð streymi frá spilafíklum
strax eftir áramót. Þeir leita sér
sjaldan aðstoðar.
Tvö prósent allra á milli 16 og
84 ára í Svíþjóð glíma við spilafíkn
samkvæmt rannsókn sænsku lýð
heilsustofnunarinnar. – ibs
Skylda að bjóða
spilafíklum
hjálp í Svíþjóð
BAnDArÍkIn Donald Trump, forseti
Bandaríkjanna, segir að þegar hann
rak Steve Bannon úr ráðgjafarteymi
sínu hafi sá síðarnefndi ekki aðeins
tapað starfinu, heldur einnig „tapað
vitinu“.
Þetta er meðal þess sem forsetinn
sendi frá sér í gær. Yfirlýsingin kom
til vegna staðhæfinga í tilvitnunum
Bann ons í nýútkominni bók. Þar
fullyrðir hann meðal annars að
fundur Donalds Trump yngri
með Rússum hafi jaðrað við
landráð. Á fundinum, sem fór
fram í júní 2016, hafi Rússar
boðið syni forsetans
upplýsingar sem
myndu skaða orð
spor Hillary Clinton.
„Steve Bannon
hefur ekkert með mig að gera
eða þá staðreynd að ég er for
seti. Þegar hann var rekinn
tapaði hann ekki aðeins starfi
sínu heldur einnig vitinu,“ segir
í yfirlýsingunni.
„Steve starfaði fyrir mig eftir að ég
hafði hlotið útnefningu Repúblíkana
flokksins en þar hafði ég betur en
sautján aðrir frambjóðendur. Þeim
hefur oft verið lýst sem langhæfasta
hópi sem att hefur kappi innan
flokksins,“ segir Trump. Í yfirlýsing
unni segir enn fremur að „[n]ú þegar
Steve stendur einn eftir, er hann að
átta sig á því að það að vinna er ekki
jafn auðvelt og ég læt það líta út fyrir
að vera.“
Bannon er af flestum talinn heilinn
að baki kosningabaráttu forsetans og
meðal annars maðurinn sem stakk
upp á slagorðinu „America first“.
Síðar meir átti hann sæti í þjóðar
öryggisráði Trumps en var sparkað út
úr Hvíta húsinu, og innsta ráðgjafar
hring forsetans, í ágúst í fyrra. – jóe
Forsetinn segir Bannon hafa tapað glórunni samhliða brottrekstri
Donald trump,
forseti banda-
ríkjanna
4 . J A n ú A r 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
4
-9
B
8
0
1
E
A
4
-9
A
4
4
1
E
A
4
-9
9
0
8
1
E
A
4
-9
7
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K