Fréttablaðið - 04.01.2018, Page 24

Fréttablaðið - 04.01.2018, Page 24
Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja – og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir banka- stjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður sú afstaða þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks evrunnar, komust frá bankakreppunni án veru- legra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá krepp- unni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evr- unni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19.  ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og við- kvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostn- að hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslend- ingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tíma- skeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónuhættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkis- stjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hóf- ust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosning- unum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkis- ráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufar- inu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dóm- greind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nán- ustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eigna- tilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara til- færslna. Eru gjörðir þessara manna og ann- arra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldis- ins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignar- rétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Hafa ráðamenn brotið Stjórnar- skrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með dreng- skaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Eru ráðamenn, sem halda krónunni að landsmönnum, að brjóta stjórnarskrána? Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunar- stjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórn- málahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega peningum sem safnast höfðu saman erlendis í stríðinu. Þeir áttu að fara í uppbyggingu atvinnulífsins. Svo rækilega var gengið til verks að ekki liðu mörg ár þar til gjaldeyris- forðinn var uppurinn og við tók ára- tuga efnahagslegur vandræðagangur, sem snerist að miklu leyti um gjald- eyrisskort og „rétta“ skráningu krón- unnar. Rétt skráning var það gengi sem sjávarútvegurinn gat sætt sig við, sem var ekki endilega sama gengi og afkoma almennings þoldi. Skipting þjóðartekna var stærsta átakamálið milli vinstri og hægri. Þá gerðu vinstri menn sér enn grein fyrir því að krónan var valdatæki ráðandi stétta, sem með gengisfellingu flytur tekjur frá almenningi til atvinnu- vega. Meginágreiningurinn var þó um utanríkismál, sem leiddu síðar til stjórnarrofs. Þegar nú er sagt að mestu andstæður íslenskra stjórnmála hafi náð saman um nýja stjórn, er rétt að staldra við. Er það svo? Ekki fer ætíð saman sjálfsmynd og veruleiki. Er ekki eitthvað bogið við þessa skörpu aðgreiningu milli vinstri og hægri? Sameiginleg meginstefna Það fór ekki fram hjá þeim sem fylgd- ust með kosningabaráttunni að allir flokkar voru með keimlíkar áherslur á sviði velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Því liggur nokkuð ljóst fyrir að þar verður enginn óleysan- legur ágreiningur. Fé til samneyslu skyldi auka. Mestur ágreiningur var um hvernig afla ætti fjár til að borga brúsann. Slík minni háttar mál leysast. Þetta hefðu einu sinni þótt tíðindi. Hefðbundin hægri stefna hefur átt í vök að verjast í álfunni. Viðhorf almennings, og þar með flokkanna, hefur þróast í átt til kratískra sjónar- miða. Fátækt, sjúkdómar, fáfræði og ólæsi eru á undanhaldi í heiminum. Kratar um allan heim lögðu metnað sinn í að vinna bug á fyrrnefndum samfélagsmeinum. Árangurinn er sýni- legur. Stjórnmál í álfunni hafa hvað þetta snertir færst til vinstri. Réttindi einstaklinga eru lögfest og tryggð, því þó misbrestir séu á framkvæmd þeirra, þá eru þau ekki lengur dregin í efa. Margt óbeitið eins og kynferðisleg valdbeiting og margháttuð kyn- þátta- og þjóðernishyggja eru þó enn sprelllifandi á meðal okkar. Vestræn þjóðfélög eru þó flest það þroskuð, að sjaldan er lengur gripið til nakins, óbeislaðs valds til að kúga einstaklinga eða hópa til undirgefni. Það sem eftir lifir af einbeittri hægri stefnu er þessi eitraðra þjóðernishyggja, sem nú ríður yfir og brýtur niður samstöðu og sam- vinnu þjóða. Einnig markast viðskipti og fjármál enn af frjálshyggju. Margs konar markaðsátrúnaður og fortaks- lítil einkavæðing með ójöfnuð sem eðlilega, sjálfsagða og jafnvel æskilega afleiðingu eru enn efst á dagskrá. Hvað er að vera til vinstri? Sú staðreynd að vinstri hugmynda- fræði er orðin óaðskiljanlegur hluti af pólitískum hugmyndaheimi Vestur- landabúa, þá vatnast út umtalsverður munur hefðbundinnar hægri og vinstri stefnu. Því hlýtur það að vera rökrétt að velta því fyrir sér, hvað það tákni nú til dags að vera til vinstri. Fyrrum var það að taka ætíð afstöðu með okkar minnsta bróður. Það nær ekki að fanga fjölbreytileika krata- samfélags nútímans. Kannski megi skilgreina vinstri hyggju sem næmi fyrir breytingarkrafti sögulegrar þró- unar. Hafa sannfæringu fyrir því að hægt sé að bæta ásigkomulag þjóða og þar með mannkyns með því að hafa að leiðarljósi nokkur skilyrðislaus meginstef. Við höfum þekkt þau lengi. Þau eru frelsi, jafnrétti og bræðralag auk ný tilkominnar náttúru- og loft- lagsverndar. Vinstri hyggja er ástríðufull hugar- sýn sem metur framfarir á mælikvarða þessara meginstefja, í gagnrýninni, skynsamlegri rökhugsun. Vinstri hyggja ver réttarríkið, félagslegt mark- aðskerfi og þingbundið lýðræði. Án þessara stofnana eru frelsi, jafnrétti og mannréttindi í bráðri hættu. Sá sem vill veikja eða leggja fyrrnefndar stofn- anir af, er ekki vinstri maður. Hægri flokkar víða um heim gera nú atlögu að sjálfstæði dómstóla. Við finnum einnig óþef af því hér heima. Stöðug gagnrýnin sýn og kröfur um umbætur á samfélagskerfinu, sem standast fyrrnefnd meginviðmið eru dæmi um vinstrihyggju. Það er ekki vinstri stefna að neita að jafna kosningarétt eða víkja sér undan því að beita rök- hyggju á samfélagsleg vandkvæði eða skekkjur. Alþjóðahyggja jafnaðar- manna, sem hefur frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi, er dæmi um vinstri bræðralagshugsun sem mark- visst er reynt að brjóta niður með sér- hyggju þjóðernisrembings. Bræðralag er samstaða – solidarítet. Því er þjóð- ernisstefna ekki vinstri hyggja. Hvar er umbótahugsunin? Í hverju er þá tímamótasátt þessarar ríkisstjórnar fólgin? Áþreifanlegustu ósættin innan stjórnarinnar eru ann- ars vegar NATO, sem hljómar hjá VG eins og hver önnur síbylja, sem engum eyrum nær. Hins vegar eru það einkavæðing, umhverfis- og lofts- lagsmál. Þrátt fyrir stórslys á Bakka og afskiptaleysi af ofbeit, er VG ljósárum á undan hinum stjórnarflokkunum í umhverfismálum. Þar eru andstæð- urnar skarpastar. Ef VG tekst að sætta Framsókn og Sjálfstæðisflokk við núverandi stefnu sína í þessum mála- flokki, þá eru það vissulega þakkar- verð vatnaskil. Því miður er hægri slagsíða á VG í flestu því sem snertir breytingar á kerfislægum skekkjum þjóðfélagsins. Það er ekki vinstri hugsun að halda landbúnaði í heljargreipum sem engum gagnast. Það ber ekki vott um vinstri hyggju að tryggja yfirstéttinni kverkatök á afkomu vinnandi fólks með því að ríghalda í öflugasta valda- tæki hennar, íslensku krónuna. Það er ekki vinstri hyggja að viðhalda sádi- arabísku fyrirkomulagi á auðlinda- arðinum. Það er ekki vinstri hyggja að berjast gegn ESB eins og nýjum alþjóð- legum óvini. Ekkert er eins fjarri því að teljast til vinstri eins og að vilja við- halda óbreyttri samfélagsgerð. Innan ríkisstjórnarinnar virðist traust samstaða um að ekki sé þörf á kerfisbótum á samfélaginu. Þar er því ekki um mikinn ágreining að ræða. Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á endurbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatík- anið? Söguleg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun? Þröstur Ólafsson hagfræðingur Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á end- urbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska Sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatíkanið? Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborg-arsvæðinu. Met svifryks- mengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loft- gæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráða- móttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys. Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleð- inni sem „sturlaðri sýningu“, „full- komlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættu- legt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa til- heyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmæling- arnar í höfuðborginni sl. tvenn ára- mót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra ára- mótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnu- mótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvem- ber. Nefndin yrði skipuð að full- trúum hagmunaðila s.s. Lands- björg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélags- hópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungna- sjúklinga. Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjón- arhornum. Svara þarf spurningum eins og: l Eru flugeldar venjuleg heimilis- vara eða sértæk vara? l Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? l Hverjir eiga að skjóta flugeldum? l Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? l Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? l Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna meng- unar og stuðlar að vellíðan í þjóð- félaginu. Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir prófessor í um- hverfisverkfræði við HÍ 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 4 -B 4 3 0 1 E A 4 -B 2 F 4 1 E A 4 -B 1 B 8 1 E A 4 -B 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.