Fréttablaðið - 04.01.2018, Síða 34

Fréttablaðið - 04.01.2018, Síða 34
Enska úrvalsdeildin Arsenal - Chelsea 2-2 1-0 Jack Wilshere (63.), 1-1 Eden Hazard, víti (66.), 1-2 Marcos Alonso (84.), 2-2 Hector Bellerin (90.+2). Efst Man. City 62 Man. Utd 47 Chelsea 46 Liverpool 44 Tottenham 40 Arsenal 39 Neðst Bournemouth 21 West Ham 21 Southampton 20 Stoke 20 West Brom 16 Swansea 16 Nýjast Í dag 19.00 ÍR - Tindastóll Sport 19.50 Spurs - West Ham Sport 2 23.00 Tourn. of champions Golfst. Vináttulandsleikur 19.30 Ísland - Japan Dominos-deild karla 19.15 Valur - Keflavík 19.15 ÍR - Tindastóll 19.15 Stjarnan - Höttur 19.15 Njarðvík - KR Handbolti Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýska- lands þar sem þeir spila tvo vináttu- landsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu. Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vand- ræðum með að verja. Hann var í mikl- um ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guð- mundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær. Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skor- aði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var Vegferðin á EM hófst á stórsigri Ísland vann sautján marka sigur, 42-25, á Japan í Laugardalshöll í gær. Íslenska liðið var miklu sterkari aðil- inn og spilaði vel í fyrri hálfleiknum. Leikurinn gefur þó litlar vísbendingar um hvar íslenska liðið er statt. Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. FRéTTAblAðið/EyþÓR Óðinn þór Ríkharðsson frétti það ekki fyrr en í hádeginu í gær að hann ætti að spila við Japan um kvöldið. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik og fer líklega með til þýskalands vegna veikinda í íslenska hópnum en Rúnar Kárason gat heldur ekki spilað í gær. Hér skorar Óðinn í leiknum í gær. FRéTTAblAðið/EyþÓR fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með inn- komu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vís- bendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum. ingvithor@365.is FIMMtA BLIKAKonAn FER út Í AtVInnuMEnnSKu Svava Rós Guðmundsdóttir hefur gert samning við norska úrvals- deildarliðið Röa og spilar því ekki með Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna næsta sumar. Svava er 22 ára gömul og hefur verið stoð- sendingadrottning Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Á síðustu tveimur tímabilum hefur hún skorað 7 mörk og gefið 16 stoðsendingar í 36 leikjum með Blikum í Pepsi-deildinni. Svava er fimmti leikmaður Breiðabliks sem fer í atvinnumennsku á síðustu mánuðum en áður höfðu þær Fanndís Friðriksdóttir (til Frakklands), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (til Ítalíu), Rakel Hönnu- dóttir (til Svíþjóð- ar) og Ingibjörg Sigurðardóttir (til Svíþjóðar) yfirgefið Breiðabliks- liðið. nýJA LIð GunnHILDAR YRSu VAR StoFnAð 1. DES 2017 Íslenska landsliðskonan Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir er orðin leikmaður bandaríska félagsins utah Royals FC. utah Royals FC er glænýtt félag en það var stofnað 1. desember 2017 eða fyrir aðeins rúmum 30 dögum. Liðið spilar í bandarísku atvinnu- mannadeildinni á komandi tímabili. „Gunny er leikmaður sem passar vel inn í nWSL-deildina því hún hefur spilað landsleiki og í deildum í Evrópu. Reynsla hennar mun nýtast liðinu vel,“ sagði þjálfarinn Laura Harvey. „Eldmóður hennar inni á vell- inum er smitandi og ég er mjög ánægður með að við náðum að ganga frá þessu,“ sagði Laura Harvey. Gunn- hildur Yrsa er 29 ára gömul og lék síðast með Vålerenga í noregi en hún var fyrirliði liðsins sem komst í bikarúrslitaleikinn í haust. Vináttulandsleikur í handbolta Ísland 42 - 25 Japan (20-7) Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðs- son 8, Ólafur Andrés Guðmundsson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Arnór Þór Gunnarsson 6/3, Arnar Freyr Arnars- son 4, Aron Pálmarsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 1. Varin skot (Heildarskot, hlutfall): Björgvin Páll Gústavsson 13 (20, 65%), Ágúst Elí Björgvinsson 9 (26/2, 35%). sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálf- leiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í mark- inu í seinni hálfleik og varði 10 skot Gat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Damp- urinn datt úr vörninni í seinni hálf- leik en það var spurning um hugar- far, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn 4 . J a n ú a r 2 0 1 8 F i M M t U d a G U r26 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -B 9 2 0 1 E A 4 -B 7 E 4 1 E A 4 -B 6 A 8 1 E A 4 -B 5 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.