Fréttablaðið - 04.01.2018, Page 36

Fréttablaðið - 04.01.2018, Page 36
Stefanía Ósk Garðarsdóttir, 29 ára Selfyssingur, varði nýlega doktorsritgerð sína við orku- og umhverfisverkfræðideild tækniháskólans Chalmers í Gautaborg í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Technical and economic conditions for efficient implementa- tion of CO2 capture – process design and operational strategies for power genera- tion and process industries“. Stefanía er Selfyssingur í húð og hár, fædd og uppalin í plássinu. Eftir grunn- og framhaldsskólanám tók Stefanía sér ársleyfi frá námi en hóf haustið 2007 nám við Háskóla Íslands í vélaverk- fræði og lauk bakkalárgráðu (BSc.) í þeim fræðum vorið 2010. Þá um haustið lá svo leiðin til Gautaborgar í Svíþjóð í meistaranám í orkuverkfræði sem hún lauk vorið 2012 og hóf þá í kjölfarið doktorsnám við sama skóla í þessum fræðum. Rannsóknir Stefaníu snerust að ákveðnu efnaferli sem nota má við kolefnabindingu frá stóriðju, þ.e. til þess að hreinsa koltvísýring úr afgösum stóriðjuferla og hindra losun hans í andrúmsloftið, t.d. við stál- og sements- framleiðslu, raforkuframleiðslu byggða á jarðefnaeldsneyti og olíuhreinsun. Stef- anía skoðaði m.a. ýmsa þætti sem hafa áhrif á skilvirkni og kostnað kolefna- bindingarferlisins þegar það er notað í hinum ýmsu stóriðjuferlum. Stefanía segir málaflokkinn sem hún skrifaði doktorsritgerðina sína um henni mjög mikilvægan. „Já, minnkun umhverfisáhrifa frá stóriðju er mjög mikilvæg, bæði frá íslensku og alþjóð- legu sjónarhorni. Notkun jarðefnaelds- neyta í bæði raforkuframleiðslu og í ann- arri mikilvægri stóriðju eins og stál- og sementsframleiðslu er gríðarlega mikil, og sé litið til heimsins er því miður erfitt að sjá það að endurnýjanlegir orkugjafar geti komið í stað alls þessa jarðefnaelds- neytis.“ Stefanía er að flytja til Noregs með eiginmanni sínum þar sem hún hefur fengið vinnu hjá norsku rannsóknar- stofnuninni Sintef í Þrándheimi. Þar mun hún vinna með nokkuð svipaða hluti og í doktorsnáminu, þ.e. tækni- lausnir sem snúa að minnkun umhverf- isáhrifa frá stóriðju, sérstaklega frá nor- rænu sjónarhorni. Það er gaman að segja frá því að tvær vinkonur Stefaníu frá Selfossi, en þær voru allar saman í Fjölbrautaskóla Suðurlands á sínum tíma, luku líka dokt- orsprófi 29 ára gamlar. Þessar vinkonur Stefaníu eru Guðrún Nína Óskarsdóttir sem lauk doktorsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands í byrjun sumars 2017 og Dórótea Höeg Sigurðardóttir sem lauk doktorsprófi í byggingaverkfræði frá Princeton-háskólanum í Bandaríkj- unum vorið 2016. mhh@frettabladid.is Þrjár 29 ára vinkonur á Selfossi allar doktorar Hin 29 ára gamla Stefanía Ósk Garðarsdóttir, Selfyssingur í húð og hár, kláraði nýverið doktorsnám. En Stefanía Ósk er ekki sú eina í vinkonuhópnum sem er orðin doktor því hún á tvær vinkonur frá Selfossi sem luku einnig doktorsprófi, aðeins 29 ára gamlar. Stefanía ásamt foreldrum sínum, þeim Önnu Vilhjálmsdóttir og Garðari Eiríkssyni, á Selfossi. Fréttablaðið/MaGnúS Hlynur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Bergþóra Jóhannsdóttir Eiðismýri 30, andaðist á Landspítalanum Fossvogi 02.01.2018. Jóhann Kristjánsson Agnethe Kristjánsson Nína V. Kristjánsdóttir Sigurður H. Kristjánsson Guðmundur Kr. Kristjánsson Kjartan O. Kristjánsson Júlíana F. Harðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, Berghreinn Guðni Þorsteinsson flugvirki, Dalseli 34, lést í faðmi fjölskyldunnar að morgni nýársdags á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Fyrir hönd aðstandenda, Randý Sigurðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Elísabet Þórólfsdóttir ljósmóðir, Eskifirði, lést 31. desember sl. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju 6. janúar kl. 14.00. Jóna Mekkín Jónsdóttir Magnús Guðnason Jónína Sigríður Jónsdóttir Guðbjörn Þór Óskarsson Gísli Jónsson Helga Benjamínsdóttir Sólveig Jónsdóttir Örn Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Veiga okkar allra, Sigurveig Mjöll Tómasdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar 25. desember. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 13.00. Jarðsett verður að Laugarvatni. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, reikningsnúmer: 546-26-5810, kennitala: 581096-2329. Tómas Tryggvason Þórdís Pálmadóttir Stefán Örn Óskarsson Heiða Björg Tómasdóttir, Michele Rebora og börn Dagný Tómasdóttir, Þórður Ármannsson og börn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Haukur Baldvinsson múrarameistari, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 16. desember sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð hjartadeildar LSH. Guðrún Esther Árnadóttir Baldvin Árni Jónsson Guðný María Jónsdóttir Þór Hauksson Hjörleifur Örn Jónsson Rannveig Elíasdóttir barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, Guðmunda K. Guðmundsdóttir lést þann 25. desember, á jóladag, á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför fer fram í Hafnarfjarðarkirkju þann 5. janúar kl. 15. Aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Reynir Halldórsson frá Hríshóli í Reykhólasveit, Gunnarsbraut 11b, Búðardal, lést 26. desember sl. á Silfurtúni, dvalarheimili aldraðra í Búðardal. Jarðarförin fer fram frá Reykhólakirkju föstudaginn 5. janúar nk. kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð dvalarheimilis aldraðra í Búðardal. Reinhard Reynisson María Kristjánsdóttir Ingibjörg Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r28 T í M a M ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -B 4 3 0 1 E A 4 -B 2 F 4 1 E A 4 -B 1 B 8 1 E A 4 -B 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.