Fréttablaðið - 04.01.2018, Side 46

Fréttablaðið - 04.01.2018, Side 46
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 4. janúar 2018 Tónlist Hvað? Heimkomutónleikar Mammút Hvenær? 20.00 Hvar? Gamla bíói Mammút heldur heimkomu- tónleika í kvöld í Gamla bíói. Þar munum sveitin enda margra mánaða tónleikaferðalag sem hefur staðið yfir frá því að hún gaf út plötuna, Kinder Versions. Bæði „Breathe Into Me“ og „The Moon Will Never Turn On Me“ hafa þegar fengið mikla spilun í útvarpi, jafnt innan sem utan landsteinanna. Hvað? Mr. Silla Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Mr. Silla er sólóverkefni tónlistar- konunnar Sigurlaugar Gísladóttur sem tónlistaráhugafólk þekkir úr hljómsveitunum múm, Low Roar og Mice Parade. Árið 2015 gaf Sigurlaug út sína fyrstu breiðskífu undir nafni Mr. Silla og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hlaut m.a. tónlistarverðlaun Kraums. Miðaverð er 2.500 kr. Hægt er að bóka miða á booking@ mengi.net eða kaupa þá við inn- ganginn frá kl. 20.30 á tónleika- kvöldi. Hvað? Hausar - janúarkvöld á Paloma Hvenær? 21.00 Hvar? Paloma, Naustunum Fyrsta fastakvöld Hausa verður haldið í kvöld á efri hæð Paloma. Allt það nýjasta í drum & bass í bland við gamla klassík í Funktion- One kerfi. Hvað? Nýdönsk í Bæjarbíói, auka- aukatónleikar Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Hljómsveitin Nýdönsk er ungl- ingur miðað við Bæjarbíó en drengirnir hafa einmitt verið að fagna 30 ára starfsafmæli sínu árið 2017. Á prógramminu verða mörg af þekktustu og vinsælustu lögum sveitarinnar. Hvað? Vínartónleikar 2018 Hvenær? 19.30 Hvar? Hörpu Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljóm- sveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónár- valsinum. Inn á milli heyrist meðal annars spænskur vals og ungversk- ur dans. Einnig hljóma vinsælar óperettuaríur og dúettar, til dæmis Da geh ich zu Maxim úr Kátu ekkjunni og hið sívinsæla Wien, Wien, nur Du allein. Dansarar stíga einnig á svið og ljá tónleikunum einstakan hátíðarblæ. Viðburðir Hvað? Nýárssýningar Reykjavík Kabarett Hvenær? 21.00 Hvar? Tjarnarbíó Íslenska kabarettfjölskyldan mun láta ljós sitt skína ásamt ein- valaliði gesta. Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkus- listum, dragi, töfrum, tónlist með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Sérstakir gestir frá New York eru hin sjóðheita og silkimjúka Jezebel Express, furðu- burlesquedrottningin Tiger Bay og töframaðurinn Matthew Holtz- claw. Frá Stokkhólmi kemur hinn sjóðheiti og íslenski St. Edgar. Mammútmeðlimir eru komnir heim og munu leyfa okkur Íslendingum að njóta þess. Hvað? Manakamana Hvenær? 20.00 Hvar? Kling & bang, Marshallhúsinu Önnur sýning kvikmyndaklúbbs- ins Í myrkri verður sýnd í kvöld. Þá verður sýnd myndin Manakamana (118 mín.) eftir Stephanie Spray og Pacho Velez. Myndin á sér stað hátt yfir frumskóginum í Nepal, þar sem pílagrímar ferðast með kláfi til þess að tilbiðja Mana- kamana hofið. Dásamlegur gim- steinn að njóta í dýpsta myrkrinu, kvikmynd sem yljar hjartanu. Það er ókeypis inn, en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Fram- lagið rennur beint til fjölskyldu í Nepal, sem vann að myndinni með Stephanie Spray og Pacho Velez, en húsið hennar eyðilagðist í jarð- skjálftanum 2015. Hvað? Pop Quiz Hvenær? 21.00 Hvar? Stúdentakjallarinn Skyndipróf að hætti Stúdenta- kjallarans. Pop quiz kóngarnir okkar Jón Már og Árni Freyr mæta með gítarana, englaraddirnar og splunkunýjar og dúndurgóðar spurningar. Hvað? Tíu dagar sem skóku heiminn - Bókarkynning Hvenær? 20.00 Hvar? Iða, Zimsen, Vesturgötu Þorvaldur Þorvaldsson þýðandi bókarinnar Tíu dagar sem skóku heiminn, segir frá bókinni og les kafla úr henni. Þá verða fyrirspurn- ir og umræður, eftir því sem tími leyfir og hægt að ræða vítt og breitt um umfjöllunarefni bókarinnar. Bókin fjallar um Októberbylting- una í Rússlandi fyrir 100 árum og er skrifuð af bandarískum blaða- manni, sem var á staðnum. Bókin verður til sölu í Iðu og hægt verður að fá hana áritaða af þýðanda. Mr. Silla tekur lagið í Mengi í kvöld. ÁLFABAKKA STAR WARS 3D KL. 2 - 5:10 - 8:20 STAR WARS 2D KL. 3:40 - 6:50 - 10 STAR WARS 2D VIP KL. 2 - 5:10 - 8:20 THE DISASTER ARTIST KL. 8 - 10:20 FERDINAND ÍSL TAL KL. 1 - 3:20 - 5:40 DADDY’S HOME 2 KL. 5:40 - 8 - 10:20 COCO ÍSL TAL KL. 1 - 3:20 - 5:40 JUSTICE LEAGUE 2D KL. 8 THOR: RAGNAROK 2D KL. 10:40 LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 1 STAR WARS 3D KL. 5:40 - 9 STAR WARS 2D KL. 4:20 - 7:30 - 10:40 THE GREATEST SHOWMAN KL. 5:40 - 8 THE DISASTER ARTIST KL. 10:20 DADDY’S HOME 2 KL. 5:40 - 8 - 10:20 EGILSHÖLL STAR WARS 3D KL. 8:20 STAR WARS 2D KL. 6 - 9:10 THE DISASTER ARTIST KL. 6 - 8:20 - 10:40 COCO ÍSL TAL KL. 6 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI STAR WARS 3D KL. 7 - 10:10 THE DISASTER ARTIST KL. 8 - 10:20 COCO ÍSL TAL KL. 5:40 AKUREYRI STAR WARS 3D KL. 7:30 STAR WARS 2D KL. 10:20 THE DISASTER ARTIST KL. 8 - 10:40 KEFLAVÍK 92% Geggjuð grínmynd 2 BESTA MYNDIN BESTI LEIKARINN Golden globe tilnefningar  EMPIRE  THE HOLLYWOOD REPORTER  THE PLAYLIST  ROGEREBERT.COM  NEW YORK POST JÓLAGRÍNMYNDIN Í ÁR Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku tali BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS 91%  ROGEREBERT.COM  LOS ANGELES TIMES  BOSTON GLOBE  TOTAL FILM SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU KR.950 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 5.45, 8, 10 Sýnd kl. 5.45 Sýnd kl. 10.25 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Eldfim Ást 17:30, 20:00 The Disaster Artist 18:00, 22:30 Najlepszy ENG SUB 17:45 Undir Trénu ENG SUB 20:00 The Party 23:00 The Killing of a Sacred Deer 22:00 4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r38 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 4 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 4 -9 B 8 0 1 E A 4 -9 A 4 4 1 E A 4 -9 9 0 8 1 E A 4 -9 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.