Fréttablaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 50
Sagan um að rauðvín sé grennandi blossar af og til upp á netmiðlum. Rök
stuðningurinn er á þá leið að
efnið resveratról sem finnst
í rauðvíni breyti ljósri fitu
(venjulegri fitu) í „ljósbrúna
fitu“ sem brennir hitaeiningum.
Sýnt hefur verið fram á að
mýs sem inn
byrða resveratról
geta grennst.
Ekki er hægt að
heimfæra þessar
niðurstöður
á mannfólkið
því líkami okkar
umbreytir resveratróli
að mestu leyti áður en
það berst í blóðrásina
og getur því ekki
nýtt sér það nema
í litlu magni.
Það eru því takmarkaðar vís
bendingar um að maðurinn geti
nýtt sér þetta virka efni til fitu
brennslu á sama hátt og mýs.
Rétt er að resveratról finnst
að einhverju leyti í rauðvíni en
það síast að mestu leyti burt í
framleiðsluferli vínsins. Ávextir
innihalda pólýfenól sem er
samheiti yfir resveratról og
önnur efni sem hafa svipaða
virkni. Því er hægt að fá ríkulegt
magn af slíkum efnum með
því að borða vel af ávöxtum og
grænmeti. Þar að auki innihalda
vínber, bláber og hindber mun
meira magn af slíkum efnum en
rauðvín.
Fullyrðingin um að rauðvín
gagnist til að grennast er því
afar ósennileg. Þvert á móti
getur rauðvín stuðlað að þyngd
araukningu vegna þess að allt
áfengi er mjög hitaeiningaríkt
og neysla þess eykur matarlyst.
Ekki má heldur gleyma
að allt áfengi eykur hættu á
krabbameini í níu líffærum,
þar á meðal í brjóstum, eggja
stokkum, ristli, hálsi, vélinda og
maga.
Lesendum er bent á að senda
sérfræðingum okkar spurningar
tengdar heilsu og lífsstíl á
heilsanokkar@frettabladid.is.
Er rauðvín
raunverulega
grennandi?
Lára G. Sigurðar-
dóttir, læknir
og doktor í lýð-
heilsuvísindum
Heilsan
okkar
Niðurstaða: Það er ekkert
sem styður það að rauðvín
geti haft grennandi áhrif og
hollara er að fá pólýfenól
efni með neyslu ávaxta og
berja.
Sýnt HEfur vErið
fram á að mýS
SEm innbyrða rESvErat-
róL GEta GrEnnSt.
„Ég er að mála stækkaða útfærslu af
verkum sem ég hef verið að gera,“
segir listamaðurinn Jón Sæmundur
Auðarson, betur þekktur sem Nonni
Dead, en hann var fenginn til að
mála anda á veggi pitsustaðarins
Blackbox sem verður opnaður í
Borgartúni 26 um miðjan mánuðinn.
Nonni er þekktastur fyrir haus
kúpur sínar en inni á staðnum
verður þó minna af þeim og meiri
hamingja enda trúlega lítil stemning
að borða undir hauskúpum.
Blackbox er ný upplifun í pitsum
sem lýsir sér þannig að viðskipta
vinurinn velur álegg ofan á pitsuna
í borði fyrir framan sig og hún eld
bakast svo á innan við tveimur
mínútum. Blackbox er í anda banda
rískra staða eins og Blaze, MOD og
Pizzeria Locale sem hafa slegið í gegn
vestanhafs. – bb
málar anda á hinn nýja pitsustað blackbox
Nonni Dead var að láta pensilinn vinna þegar ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/ErNir
ÉG Er að
máLa Stækk-
aða út-
færSLu af
vErkum SEm
ÉG HEf vErið
að GEra.
Nonni Dead
Lilja Þorvarðardóttir birti í vikunni færslu inni á Facebookhópnum Samfélagsmiðlaspamm þar sem hún vakti athygli á því að mjög algengt sé að
íslenskar samfélagsmiðlastjörnur séu
að kaupa sér fylgjendur á Instagram
og sambærilegum miðlum. Færslan
vakti mikil viðbrögð og virtust sumir
steinhissa á að þetta væri hægt yfir
höfuð.
Lilja, sem vildi ekki nefna nein
nöfn, birti með færslunni samanburð
á fylgjendaaukningu tveggja áhrifa
valda. Tölurnar fékk hún í gegnum
vefsíðuna socialblade.com.
„Mig langaði bara að upplýsa fólk
um að það getur farið inn á þessa síðu
og tékkað á þessu. Sérstaklega fólk
sem á lítil fyrirtæki sem hafa ekki efni
á að kaupa þjónustu sem veitir upp
lýsingar um áhrifavalda, þá er þessi
síða gagnleg. Þarna er hægt að fá vís
bendingar um hvort fólk sé með raun
verulegan fylgjendahóp,“ útskýrir
Lilja. Hana grunar að margir fyrir
tækjaeigendur séu ekki meðvitaðir
um að sumir svokallaðir áhrifavaldar
hafi keypt fylgjendur en séu svo í sam
starfi við fyrirtæki og birta auglýsing
ar fyrir vörur eða gegn greiðslu. „Fólk
þarf að vita þessa hluti.“ Lilja segir
svo að ekki sé aðeins hægt að kaupa
fylgjendur á samfélagsmiðlum heldur
einnig „like“ og athugasemdir.
„Þegar manneskja er að kaupa sér
fylgni og annað þá sjá fyrirtækin það
og gera bara ráð fyrir að þetta sé ein
staklingur með ótrúlega marga fylgj
endur og setja sig í samband við hann.
Svo kaupir fyrirtæki auglýsingu og
gerir ráð fyrir að allir þessir fylgjendur
sjái þetta. En þá er þessi einstaklingur
að svíkja og blekkja fyrirtækið því
lilja segir suma svokallaða áhrifavalda kaupa sér fylgjendur.
Förðunarfræðingurinn Lilja Þorvarðardóttir
vill vekja athygli á að tiltölulega auðvelt er
að kaupa sér fylgjendur á samfélagsmiðlum.
Hún segir algengt að svokallaðir áhrifavaldar
kaupi sér fylgjendur og fái svo auglýsinga-
tækifæri og tekjur út á fjölda fylgjenda.
hann er ekki með alvöru fylgjendur.
Hann er augljóslega að ljúga til um
hversu margra einstaklinga hann
nær til með myndunum sínum eða
myndböndum,“ segir Lilja og bætir
við að keyptir fylgjendur endist ekki
alltaf lengi. „Yfirleitt þegar fólk er að
kaupa sér fylgjendur þá missir það
fylgjendahópinn eftir ákveðinn tíma
vegna þess að Instagram eyðir „feik“
síðum.“
Lilja tekur fram að vefsíður á borð
við Socialblade og phlanx.com gefi
aðeins vísbendingar um hvort til
teknir Instagramnotendur séu að
kaupa sér fylgjendur. „Maður getur
ekki fengið 100% svar.“
Spurð út í af hverju hún hafi viljað
vekja athygli á þessu segir Lilja: „mig
langar bara að fólk viti af þessu. Þetta
er svo ótrúlega algengt. Þetta er líka
svekkjandi fyrir fólk sem er með
minni fylgjendahóp og skilur ekki af
hverju það fær ekki fleiri fylgjendur.
En svo er líka fólk þarna úti, hæfi
leikaríkt fólk, sem er með stóran hóp
af fylgjendum.“ gudnyhronn@365.is
skjáskot sem lilja birti í vikunni.
vekur athygli
á að sumir
kaupa vinsældir
4 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r42 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð
Lífið
0
4
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
A
4
-A
A
5
0
1
E
A
4
-A
9
1
4
1
E
A
4
-A
7
D
8
1
E
A
4
-A
6
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K