Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Kennarasamband Íslands telur al-
mennt ekki æskilegt að einstök mál
barna og starfsmanna séu til umfjöll-
unar í fjölmiðlum áður en rannsókn
fer fram. Bæði beri að huga að per-
sónuvernd meintra þolenda og
meintra gerenda. Þetta segir Anna
Rós Sigmundsdóttir, lögfræðingur
sambandsins.
Þessu eru Margrét Pála Ólafs-
dóttir, stofnandi Hjallastefnunnar,
og Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, sammála. Fram
hefur komið í fjölmiðlum að tveir
starfsmenn Barnaskóla Hjallastefn-
unnar í Reykjavík hafa verið sakaðir
um ofbeldi gagnvart fjórum nemend-
um við skólann.
„Tilkynningar vegna starfsmanna
skóla til barnaverndarnefndar eru
miklu algengari en fólk heldur,“ seg-
ir Margrét. „Venjulega ratar það
ekki á síður blaða og í ljósvakamiðla.
Hér er um mjög viðkvæm mál að
ræða og allir vilja fá skýrar niður-
stöður áður en dómar eru felldir.“
Í þessu tiltekna tilviki var það for-
eldri barns í Barnaskóla Hjallastefn-
unnar sem hafði samband við fjöl-
miðil. „Væntanlegt var viðtal í
víðlesnu fréttablaði um málið. Þar af
leiðandi svaraði ég spurningum, en
við hefðum aldrei gert málið opin-
bert, enda ber alltaf að rannsaka öll
mál áður en lengra er gengið. Það
skiptir mestu máli, barnanna vegna,
starfsmanna vegna og skólans
vegna,“ segir Margrét Pála.
Erfið og viðkvæm mál
Ólafur Loftsson, formaður félags
grunnskólakennara, segir að engum
sé greiði gerður með því að fjöl-
miðlar fjalli um mál sem þetta, sér-
staklega ekki börnunum sem um
ræðir. „Þetta eru erfið og viðkvæm
mál og það væri langbest ef þetta
væri ekki í blöðunum. Nú er ég ekki
að tala sérstaklega um þetta tiltekna
mál, en með hagsmuni barna í huga
vill maður að þetta fari hina leiðina.“
Álitshnekkir starfsmanna
Barnaverndarnefnd kannar nú
mál áðurnefndra starfsmanna
Barnaskóla Hjallastefnunnar, en
niðurstöður liggja ekki fyrir.
Margrét Pála segir að ef ekki
reynist fótur fyrir þeim ásökunum
sem fram hafa komið verði starfs-
mönnum hjálpað að snúa aftur til
fyrri starfa. „Ef atferli starfsfólks
hefur verið stórlega ábótavant, eins
og segir í barnaverndarlögum, er þá
væntanlega um refsiverða háttsemi
að ræða og málið ekki lengur í okkar
höndum. Ef hins vegar slíkt er ekki
fyrir hendi á fólk vitaskuld rétt á að
koma til baka og þá með hreint
mannorð,“ segir Margrét Pála.
Ólafur minnist þess ekki að hafa
fengið til sín félagsmann sem hefur
talið sig verða fyrir álitshnekki á op-
inberum vettvangi að ósekju. Ef sú
staða kæmi upp myndi félag grunn-
skólakennara hins vegar skoða stöð-
una með viðkomandi aðila og lög-
fræðingum sínum.
Umfjöllun ekki málsaðilum í hag
Foreldri veitti upplýsingar um meint brot í barnaskóla Hjallastefnunnar Vandmeðfarin mál
Morgunblaðið/ÞÖK
Skólastofa Tveir starfsmenn Hjallastefnunnar eru grunaðir um ofbeldi.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Það þarf að færa legudeildarhluta
BUGL tímabundið meðan unnið er
að viðgerðum á eldri hluta hússins á
Dalbraut en það er enn verið að leita
að hentugu húsnæði og engin
ákvörðun verið tekin um flutninga,“
segir Linda Kristmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Landspítalans. Barna og unglinga-
deild spítalans við Dalbraut 12 var
opnuð 1. ágúst árið 1970 og hýsir
bæði göngudeild og legudeild.
„Við erum að leita að húsnæði og
höfum meðal annars skoðað St. Jós-
efsspítala,“ segir Ingólfur Þórisson,
irritun samnings. Engin starfsemi
hefur verið í St. Jósefsspítala frá því
að honum var lokað við árslok 2011.
Spítalinn var byggður árið 1926 en
arkitekt hans er Guðjón Samúelsson.
Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur
bæjarfulltrúa er áætlað að það þurfi
að gera við húsnæðið fyrir talsverðar
upphæðir en húsið er um 3.000 fer-
metrar. „Landspítalinn hefur haft
samband við bæinn en þetta er á al-
gjörum byrjunarreit,“ segir Rósa og
bætir við að starfshópur á vegum
bæjarins mun hefja störf á næstu
dögum. Hann mun kortleggja mögu-
leika og leggja fram tillögu að fram-
tíðarnýtingu húsnæðisins fyrir 10.
október.
byggingu spítalans í síðustu viku.
Bærinn hefur þar með skuldbundið
sig til að reka almannaþjónustu í
húsinu að lágmarki í 15 ár frá und-
fjarðarbæjar, og Benedikt Jóhann-
esson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, skrifuðu undir samning um
kaup Hafnarfjarðarbæjar á aðal-
framkvæmdastjóra á rekstrarsviði
Landspítalans, um mögulega flutn-
inga BUGL á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði.
Að sögn Ingólfs er verið að skoða
þann möguleika að flytja hluta deild-
arinnar út úr núverandi húsi þess við
Dalbraut í um það bil eitt ár á meðan
verið er að klæða húsið og laga þak-
ið. „Það er ekki neitt frágengið í því
sambandi. Þetta hefur verið nefnt
við Hafnarfjarðarbæ en það er ekki
komin nein niðurstaða.“
„Á algjörum byrjunarreit“
St. Jósefsspítala er í eigu Hafn-
arfjarðarbæjar eftir að Haraldur L.
Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar-
BUGL flytur vegna viðgerða
Flutningar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans vegna viðgerða á eldri hluta hússins
Hafa meðal annars skoðað St. Jósefsspítala sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar Ekki neitt frágengið
St. Jósefsspítali Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 2011.
Miklar endurbætur standa nú yfir á Perlunni í Öskju-
hlíð. Kaffitár kemur til með að sjá um rekstur veitinga-
staðar og kaffihúss á 4. og 5. hæð. Þar gefst almenningi
kostur á að fá sér kaffi og njóta útsýnisins af efstu hæð
Perlunnar þegar staðirnir verða opnaðir síðar í júlí.
Ingvi Steinar Ólafsson, verslunarstjóri hjá Kaffitári í
Perlunni, segir að Kaffitár muni reka veitingastaðinn
Út í bláinn á helmingi 5. hæðarinnar og kaffihús í hin-
um helmingnum. Auk þess muni fyrirtækið reka hrað-
þjónustukaffihús á 4. hæðinni.
„Þetta er risastór viðbót við rekstur Kaffitárs og í
fyrsta sinn sem fyrirtækið rekur veitingastað. Kaffi-
húsið á 5. hæðinni verður opið frá átta á morgnana til
ellefu á kvöldin,“ segir Ingvi. Matargerð á Út í bláinn
verður í höndum Atla Þórs Erlendssonar, fyrrverandi
kokkalandsliðsmanns, sem hefur meðal annars stýrt
eldhúsi Grillsins á Hótel Sögu. „Perlan fer úr því að
vera að miklu leyti vannýtt húsnæði í að vera sú Perla
sem henni var ætlað að vera í Reykjavík,“ segir Ingvi,
en mikið líf er að færast í húsið.
Morgunblaðið/Golli
Út í bláinn á toppi Perlunnar
Kaffihús Framkvæmdir standa yfir á efstu hæð Perlunnar þar sem Kaffitár mun opna kaffihús og veitingastað.
Þórir Jónsson fram-
kvæmdastjóri lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 1. júlí
síðastliðinn, á nítugasta
og fyrsta aldursári.
Þórir fæddist í
Reykjavík 22. ágúst
1926, sonur Jóns Ragn-
ars Jónssonar skipa-
smiðs og Sigríðar
Hannesdóttur verka-
konu. Hann lauk námi í
bifvélavirkjun 1946.
Þórir var umsvifamikill
meðal annars í iðnaði,
viðskiptum og íþrótt-
um. Þórir stofnaði og rak vélaverk-
stæðið Þ. Jónsson og Co., hann rak
um margra ára skeið Fordumboðið
Svein Egilsson og var einn helsti
baráttumaður stofnunar skipa-
félagsins Bifrastar, sem gerbreytti
bílainnflutningi til Íslands. Þá sat
hann í stjórn Reykjaprents sem stóð
að útgáfu Vísis og DV um árabil.
Þórir keppti fyrir Ís-
lands hönd í svigi og
bruni á vetrarólympíu-
leikunum í St. Moritz
árið 1948, fyrstu vetr-
arólympíuleikunum
sem Ísland keppti á.
Hann var virkur bar-
áttumaður framþróun-
ar á aðbúnaði og um-
gjörð til skíðaiðkunar.
Einnig gegndi Þórir
ýmsum félagsstörfum;
var formaður Bíl-
greinasambandsins,
formaður skíðadeildar
KR, formaður Skíða-
sambands Íslands og félagi í Rót-
arýklúbbi Reykjavíkur. Þá var hann
sæmdur heiðursstjörnu Skíða-
sambands Íslands og gullmerki KR
með lárviðarsveig fyrir störf sín í
þágu skíðaíþróttarinnar.
Þórir lætur eftir sig eiginkonu,
Jósefínu Láru Lárusdóttur, og fjög-
ur börn.
Andlát
Þórir Jónsson
Farþegi með Herjólfi gekk ber-
serksgang um borð í skipinu á
föstudag. Hann sló til og réðst að
stýrimanni Herjólfs og þurfti
fleiri manns til að ná manninum
niður og tryggja að hann yrði
engum að meini þar til lögregla
kom á vettvang. Gunnlaugur
Grettisson, rekstrarstjóri Herj-
ólfs, sagði í samtali við mbl.is í
gær að málið væri litið mjög al-
varlegum augum.
Maðurinn veittist að stýrimann-
inum við komu Herjólfs í Land-
eyjahöfn. Stýrimaðurinn meiddist
ekki alvarlega og var mættur til
vinnu daginn eftir. Málið var kært
og farþeginn færður burt í fylgd
lögreglu. Einnig er öryggisdeild
Eimskips með málið til skoðunar.
Gekk berserksgang og réðst að stýrimanni