Morgunblaðið - 04.07.2017, Blaðsíða 16
● Guðjón Reynis-
son mun láta af
störfum sem for-
stjóri leikfanga-
verslanakeðjunnar
Hamleys og taka
sæti í stjórn félags-
ins sem varafor-
maður.
Arftaki Guðjóns
verður Ralph
Cunningham sem
hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu
2013, síðast sem framkvæmdastjóri
rekstrar. Tekur hann við forstjóra-
stólnum 1. október næstkomandi.
Guðjón hefur verið forstjóri Hamleys
í níu ár en á þeim tíma hefur fyrirtækið
vaxið hratt og opnað verslanir um allan
heim. Síðar í þessari viku verður opnuð
ný Hamleys-verslun í Múmbaí og verða
leikfangaverslanirnar þá orðnar 110
talsins í 25 löndum, þar á meðal í Kína,
Rússlandi og Suður-Afríku. ai@mbl.is
Guðjón hættir sem
forstjóri Hamleys
Guðjón
Reynisson
BAKSVIÐ
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
„Þetta er til þess fallið að auka
gagnsæi um skortsölu. Reglugerðin
býr til ákveðna umgjörð um hvað megi
og hvað megi ekki gera þegar kemur
að skortsölu. Hún treystir alla umgjörð
um hana sem er
mjög jákvætt og
gott skref,“ segir
Páll Harðarson, for-
stjóri Kauphallar
Íslands, en fyrsta
heildstæða löggjöf-
in um skortsölu tek-
ur gildi nú um mán-
aðamótin. Með
henni er skortsölu-
reglugerð Evrópu-
sambandsins gefið
lagagildi með lögum um skortsölu og
skuldatryggingu. Með reglugerðinni
er kynnt til sögunnar umgjörð vegna
skortsölu fjármálagerninga og við-
skipta með skuldatryggingar, að því er
fram kemur á vef Fjármálaeftirlitsins.
Þarf að tilkynna stortstöður
Skortsala hefur verið leyfileg hér-
lendis, en engin lagaumgjörð hefur fyr-
irfundist um slík viðskipti. Auk þess
hafa forsendur fyrir slíkum viðskiptum
ekki verið fyrir hendi.
Reglugerðin gerir kröfur um að
skortstöður séu tilkynntar til Fjár-
málaeftirlitsins að tilteknum skilyrðum
uppfylltum auk þess sem möguleikar
til skortsölu eru takmarkaðir og Fjár-
málaeftirlitinu veittar heimildir til að
takmarka eða stöðva tímabundið
skortsölu undir ákveðnum kringum-
stæðum.
„Það er fyrst og fremst tvennt sem
treystir umgjörðina,“ segir Páll. „Í
fyrsta lagi þurfa aðilar með skortstöðu
yfir 0,2% í ákveðnu fyrirtæki að til-
kynna FME þá stöðu og ef hún fer yfir
0,5% verður hún birt opinberlega.
Þannig er FME eflt og stuðlað að
opinberri upplýsingagjöf. Í öðru lagi
er kveðið á um hvernig megi standa að
skortsölu. Til dæmis er skýrt að svo-
kölluð nakin skortsala er bönnuð og
því ekki hægt að skortselja án þess að
hafa orðið sér úti um bréfin með láni
eða hafa gert einhverjar ráðstafanir
áður en það er skortselt,“ segir Páll.
Neikvæð ímynd skortsölu
Með skortsölu er átt við að fengin
eru að láni verðbréf gegn þóknun og
þau seld í von um að þau lækki í verði.
Þannig gefst þeim sem telur verð
verðbréfa of hátt tækifæri til að hagn-
ast á þeirri skoðun sinni.
„Að einhverju leyti hefur þetta verið
meira feimnismál hérlendis en annars
staðar. Víðast hvar er litið á skortsölu
sem leið til að fyrirbyggja verðbólu
þannig að svartsýnir hafi jafna mögu-
leika á við bjartsýna til að tjá skoðanir
sínar á markaði. Neikvætt viðhorf
gagnvart skortsölu skýrast kannski
fyrst og fremst af takmarkaðri þekk-
ing hér samanborið við eldri markaði.
Í Bretlandi hefur fjármálaeftirlitið
staðið vörð um þennan möguleika á
þeim grundvelli að hann feli í sér fjár-
festavernd,“ segir Páll.
Forsendur skortsölu skortir
Umfang skortsölu hérlendis er ekki
mikið og að sögn Páls eykur reglu-
gerðin út af fyrir sig ekki möguleika til
þess að stunda skortsölu. „Það sem
vantar er að fleiri aðilar láni verðbréf,
enda er það forsenda skortsölu. Er-
lendis eru þetta oft lífeyrissjóðir sem
lána en hérlendis er þeim ekki heimilt
að lána verðbréf. Það þarf að mati
Kauphallarinnar að rýmka þessar
heimildir til að skapa forsendur fyrir
virkari möguleikum á skortsölu.“
Síðastliðið haust lagði Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi fjármála- og efna-
hagsráðherra, fram frumvarp þar sem
meðal annars var lagt til að lífeyris-
sjóðum yrði heimilt að lána verðbréf til
skamms tíma að uppfylltum tiltölulega
ströngum skilyrðum. Efnahags- og
viðskiptanefnd lagði þá til, og Alþingi
samþykkti, að heimildin yrði felld
brott úr frumvarpinu þar sem nefndin
taldi hana ekki samræmast hlutverki
lífeyrissjóða sem langtímafjárfesta og
sagði óheppilegt að greiða fyrir skort-
sölu meðan ekki hefði verið mótaður
skýrari lagarammi um slík viðskipti.
Ný reglugerð um skortsölu
forsenda frekari breytinga
Morgunblaðið/Sverrir
Skortsala Lög um skortsölu og skuldatryggingar tóku gildi 1. júlí.
Umgjörð um skortsölu
» Skortsala virkar þannig að
verðbréf eru fengin að láni gegn
þóknun og seld í von um að þau
muni lækka í verði.
» Þannig er svartsýnum gefið
sama tækifæri og bjartsýnum
til að tjá skoðun sína á markaði.
» Með skortsölu er stuðlað að
réttri verðmyndun á markaði.
» Ný lög auka gagnsæi og
treysta umgjörð um skortsölu,
sem er lítið stunduð hérlendis.
Fyrsta heildstæða lagaumgjörðin um skortsölu tók gildi nú um mánaðamótin
Páll
Harðarson
Á annað hundrað símtöl bárust í þjón-
ustuver Lífeyrissjóðs verslunarmanna
á fyrsta klukkutímanum sem þjónustu-
verið var opið í gærmorgun og starfs-
fólk hafði ekki undan að svara fyrir-
spurnum sjóðfélaga. Ástæðan er óvissa
í tengslum við hækkun á mótframlagi
atvinnurekenda, sem byrjar að
streyma í lífeyrissjóðina frá og með
júlílaunum. Hækkunin, sem nemur 2%
af launum og er hluti af samningi Sam-
taka atvinnulífsins og Alþýðusam-
bands Íslands frá því í janúar 2016,
rennur í samtryggingarhluta þess líf-
eyrissjóðs sem greitt hefur verið í,
nema launþegi hafi óskað eftir því sér-
staklega að hækkunin renni í svokall-
aða tilgreinda séreign, sem er ný
sparnaðarleið hjá sjóðunum.
Ekki meira hringt í tvö ár
Þórhallur Jósepsson, fjölmiðla-
fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
segir í samtali við Morgunblaðið að
ekki hafi borist jafnmörg símtöl í þjón-
ustuverið á einum degi síðan vextir
voru lækkaðir og lánakjör rýmkuð á
sjóðfélagalánum fyrir tveimur árum.
Hann segir að bæði launagreiðendur
og launþegar hafi hringt vegna óvissu
um hvernig fara ætti með þennan nýja
sparnað. Meðal annars hafi fólk óttast
að það væri of seint að setja féð í til-
greinda séreign og launagreiðendur
margir haldið að þeir ættu að ráðstafa
hækkuninni fyrir launamanninn, þó að
skýrt sé að launamaðurinn sjálfur eigi
að ráðstafa framlaginu í samráði við
sinn lífeyrissjóð. „Þetta virðist hafa
farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki.
Það eru ekki fullnægjandi skýringar á
því hvert framlagið á að renna og mis-
munandi túlkanir,“ segir Þórhallur.
„Það er illt ef það er svona mismunandi
skilningur á þessu og ég held að menn
verði að kveða upp úr með hvað má og
hvað ekki.“
Sparnaður Tilgreind séreign er
byrjuð að streyma í lífeyrissjóðina.
Hundruð símtala
vegna séreignar
Launþegar og
launagreiðendur í
óvissu með greiðslur
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2017
TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR
FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG
BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.
ILMANDI
HLUTI AF DEGINUM
Íslenskt fjölskyldufyrirtæki
og framleiðsla síðan 1984
4. júlí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.09 103.59 103.34
Sterlingspund 133.67 134.31 133.99
Kanadadalur 79.38 79.84 79.61
Dönsk króna 15.799 15.891 15.845
Norsk króna 12.276 12.348 12.312
Sænsk króna 12.192 12.264 12.228
Svissn. franki 107.47 108.07 107.77
Japanskt jen 0.92 0.9254 0.9227
SDR 143.33 144.19 143.76
Evra 117.5 118.16 117.83
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.9943
Hrávöruverð
Gull 1235.2 ($/únsa)
Ál 1908.0 ($/tonn) LME
Hráolía 47.46 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTT